Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 165
BREIÐFIRÐINGUR
163
Mér virðast þau rök ólygnust um farsæld og atorku þeirra
Gillastaðahjóna að þeim skyldi takast án opinberrar
aðstoðar að koma 11 börnum til þroska. Og ending barn-
anna bendir ekki til þess að þau hafi liðið þrátt fyrir fátækt-
ina.
Reynum að hugsa okkur þau firn sem Valgerður á Gilla-
stöðum hefur unnið um ævina. Hún gengur með 12 börn og
annast þau. Hún byrjar daginn með því að glæða eldinn í
hlóðunum, þar fer öll matseld fram við misgóðan eldivið.
Þar þvær hún þvottana, auðvitað á bretti, með ónóg eða
engin þvottaefni. Eldavél fær hún ekki fyrr en 1910. Alla skó
verður að gera og bæta þá og staga. F»að verður að vinna ull
í sokkaplögg og fatnað. Að síðustu þarf að fela eldinn svo
glóðin sé Iifandi að morgni. Allt er þetta unnið við hin erfið-
ustu skilyrði, reyk í eldhúsi og hálfrökkri, Ijósfæri eru lítil-
fjörleg og ljósmetið verður að spara. Prátt fyrir allt verður
hún 96 ára gömul. Þvílíkur efniviður. Ég veit reyndar að
stundum fékk hún aðstoð. Systur hennar voru hjálplegar og
börnin aðstoðuðu þegar aldur leyfði. En hver var hlutur
Sveins, var róðurinn á hans borð léttari? Ekki skal um það
dæmt, þó efast ég um að svo hafi verið. Eflaust hefur
umönnun barnanna lent meira á henni. En Sveinn var barn-
góður og sinnti börnum sínum vel. Ef dæma má eftir því er
sýnilegt var þegar hann hætti búskap á Gillastöðum, var
dagsverkið ærið.
f*ó búið væri lítið var það einyrkja fullt starf við þær
aðstæður er þá voru, með orfið, hrífuna, torfljáinn, skófl-
una, reiðinginn og ristuspaðann að vopni. Það voru engin
uppgrip fyrir einyrkja að heyja á reitingsslægjum á fjalli og
tína heim á tveimur hestum, eða gogga þýfða túnmóa. Það
þurfti líka að taka upp mó og koma í hús. En Sveinn gerði
meira. Hann byggði nýjan bæ um 1910. Ekkert stórhýsi, en
snotran og fyllilega sambærilegan við húsakost þeirra tíma
og þjónaði hann sínu hlutverki til þess er það hús var reist er
nú stendur. Baðstofan mun hafa verið rúm þrjú stafgólf.
Stafgólf var ein rúmlengd. Undir var lítil stofa og eldhús.