Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
maður og gamansamur. - Hann var biskup í sex ár, lést á
útleið í Eyrarsundi 22. október 1752, þá að leita sér lækn-
ingar við kvilla í hálsiÁ
Fátœkra barna uppfrœðingarfiskur
Halldór Brynjólfsson hafði á prjónunum svipaða skólahug-
mynd og Jón biskup Árnason. Auðsýnt er, að Halldóri hefur
verið kunnugt um áform biskups. Það sem skildi á milli hug-
mynda þeirra var einkum fólgið í ráðagerð um öflun fjár til
skólans. Páll Eggert Ólason greinir frá skólahugmynd séra
Halldórs og tengir hana stundum við árið 1740,21 en að upp-
hafi ætti það að vera 1739. Pá er sýnt, að Páll hefur farið eftir
skilgreiningu Hannesar Porsteinssonar þjóðskjalavarðar í
„Ævum lærðra manna“ á tillögu séra Halldórs um öflun fjár
til skólans,1 2 3' en hún er röng, eins og síðar verður nánar
rakið.
Halldór prófastur skrifar sama daginn, 27. september
1739, bréf til konungs, sem þá var Kristján VE, og stiftamt-
manns, en því embætti gengdi Henrik Ocksen. í bréfum
þessum greinir séra Halldór frá hugmynd sinni um að stofn-
aður verði lítill skóli fyrir fátæk börn í sókn sinni, sem sé
fjölmenn, eða í einhverri annarri sókn í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu. Telur Halldór að það geti orðið án þess að
konungur missi nokkuð við það af tekjum sínum.
Prófastur stingur upp á því við konung, að skipshluturinn
verði samkvæmt fyrirskipan hans ÍVi hlutur eða einn hlutur
og hálf skipleiga. Nú var skipleiga sjötti hver fiskur, eða 20
fiskar af hverju stóru hundraði (120), sem á skipið kom.
Þessu hafði séra Halldór kynnst, þegar hann var prestur á
Útskálum. Á Snæfellsnesi hafði tíðkast að greiða eftir bátinn
1) Jón Þorkelsson: Ævisaga Jóns Þorkelssonar I, Reykjavík 1910, bls. 110-
111; Biskupasögur Sögufélags II, Reykjavík 1911-1915 bls. 186-190.
2) Páll Eggert Ólason: Saga íslendinga VI, Reykjavík 1943, bls. 189.
3) Þjóðskjalasafn: Hannes Þorsteinsson: Ævir lærðra manna. Halldór Brynj-
ólfsson, bls. 51; Páll Eggert Ólason: íslenskar æviskrár II, Reykjavík
1949, bls. 248.