Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 83
I5REIÐFIRÐINGUR
81
Fyrr var frá því greint, að Jón biskup Árnason giskaði á,
að kostnaðurinn við að halda barnaskóla yrði 164 rd. á ári.
Þar sem séra Halldór áætlar að fyrir uppfræðingarfiskinn
fáist árlega 121 rd. skakkar því ekki nema 43 rd. miðað við
kostnaðarhugmynd Jóns Árnasonar. En þá er á að líta, að
séra Halldór nriðar við, eins og fyrr getur, lágmarksfjölda
báta og lágmarksvertíðarafla. En ef miðað væri við sama
bátafjölda og meðalafla (120+240):2— 180 fiska hlut yrði
andvirði uppfræðingarfisksins töluvert meiri en áætlaður
skólakostnaður Jóns Árnasonar.
..Séra Halldór taldi nauðsynlegt, að skólinn hefði yfir jörð
að ráða. Ef hana þyrfti að kaupa stakk hann upp á, að kon-
ungur leyfði Jóni biskupi Árnasyni og Magnúsi Gíslasyni
lögmanni að lána til kaupanna 400 rd. af hospítalans pening-
um, sem höfðu staðið á rentu samtleytt í nokkur ár.
Hospítalarnir voru, eins og fyrr er getið, stofnaðir með til-
skipan konungs 1652.Þeir voru fjórir, einn í hverjum
fjórðungi. Tekjur þeirra voru ýmiss konar sektir og leyfis-
gjöld, en þó einkum aukahlutur af hverjum fiskibát einu
sinni á ári.1 2) 3 Stuðningur við spítalana var lengi nokkuð á
reiki, en með tilskipan frá 27. maí 1746 var komið á föstum
reglum í því efni og að fyrirlagi Harbocs. ’1
Jóni Árnasyni var mjög umhugað að bæta fjárhag spítal-
anna; gekk hart eftir löglegu gjaldi til þeirra, svo sem
spítalahluta, sekta og leyfisgjalda. Hann hafði einnig
nákvæmar gætur á ráðsmennsku spítalahaldaranna og
heimti stíft reikninga frá þeim. Jón gerði jafnan sjálfur yfirlit
yfir fjárhag spítalanna og tók það með til Alþingis til þess að
lögmaður og amtmaður gætu samþykkt þá. Þótti bera á því,
að biskup kostaði frernur kapps um að safna fé til handa
spítölunum, einkum með sektum, fremur en að honum væri
annt um að halda sjúka menn. Fénu hélt hann vel til skila.
1) Alþingisbækur VI, Reykjavík 1933-40, bls. 316-317, 335-336.
2) Sjá íslenskir sjávarhættir III, Reykjavfk 1983, bls. 121-122.
3) Lovsamling for Island II, Kbh. 1853, bls. 581-588.