Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
innan við Sellón. Við austurenda flugvallarins er hugsanleg,
en tortryggileg, skálarúst. Geta má um leifar skútuútgerðar
við s.k. Árnabryggju í sjálfu þorpinu. Pá skulu talin gömlu
bæjarstæðin í Ögri og Grunnasundsnesi, sem ástæða er til að
varðveita vegna uppgraftrar í framtíðinni. Áður hefur verið
fjallað um minjagildi samhangandi byggðaleifa í eyjunum.
Að öllu jöfnu eru þær sem fyrst fóru í eyði merkilegastar. Pó
má segja, að hinar yngri séu til vitnis um síðustu ár hefð-
bundins búskapar í Breiðafjarðareyjum.
Á árunum 1817—1823 voru gerðar fyrstu tilraunir til forn-
leifaskráningar á íslandi. Var hér um að ræða svör íslenskra
presta við fyrirspurnum nefndar, sem stofnuð var árið 1807
til varðveislu fornminja í Danmörku. Bárust alls um 170
svör frá íslandi og sum mjög greinargóð.14 Árið 1879 var Hið
íslenska fornleifafélag stofnað og hófst fljótlega fornleifa-
skráning á vegum þess. Einkum beindist hún að könnun
sögustaða.15 Lög um verndun fornminja voru sett í nóvem-
ber 1907 og var þá embætti þjóðminjavarðar stofnað. Skyldi
hann jafnframt veita Pjóðmenjasafni íslands forstöðu, sem
áður hét Forngripasafn íslands, stofnað 1863. Samkvæmt
hinum nýju lögum bar að gera skrá yfir allar fornleifar í
landinu sem ástæða, eða nauðsyn, þætti á að friðlýsa. Var
strax tekið til við þetta verk, en formlegar friðlýsingar, þ.e.
með skjali og þinglýsingu, hófust hins vegar ekki fyrr en árið
1926. í árslok 1981 var heildarfjöldi friðlýsinga 506, en 84%
þeirra fóru fram á tímabilinu 1926-1930. Fjölmargar hinna
eldri friðana standast ekki fræðilegar kröfur nútímans, enda
byggðar á gagnrýnislítilli og rómantískri söguskoðun.16
Byrjað var á fornleifaskráningu á vegum Fjóðminjasafns
íslands árið 1980, en hafði þá legið niðri í rúm 70 ár. Er hér
um heildarskráningu rústa í landinu öllu að ræða, en hefur
því miður gengið alltof hægt. Stafar það fyrst og fremst af
hinu gífurlega fjársvelti sem minjavarslan býr við. Með sama
áframhaldi er fyrirsjáanlegt að skráningin muni taka um 200
ár. Augljóslega stefnir í mikla hættu með íslenskar fornleifar
og brýn þörf á úrbótum nú þegar. Til samanburðar skal þess