Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
dór til Kaupmannahafnar sumarið 1740 í því skyni að hljóta
biskupstign. En Jón Þorkelsson, fyrrum rektor, lagðist ein-
dregið gegn því að Hólastóll væri að svo stöddu skipaður
nokkrum biskupi fyrr en kirkjuskoðunin hefði farið fram,
enda var talið, að það gæti naumast farið saman að skipa þar
nýjan biskup og setja jafnharðan yfir hann eftirlitsmann,
sem var Lúðvík HarboeÁ Séra Halldór fór því erindisleysu
það sinnið.
Meðan hann dvaldist ytra veturinn 1740-1741 var hann
fenginn til að þýða barnalærdómskver eftir Eirík Pontopp-
idan og nefndist „Sandhed til Gudfrygtighed“, en kallaðist
„Sannleiki guðhræðslunnar“ í þýðingu sér Halldórs. Kver
þetta var prentað þá um veturinn og hafði Harboe það með
sér til íslands vorið 1741. Hann sá um að dreifa því um
Norðurland, en Jóni Árnasyni var falið að annast það í sínu
biskupsdæmi. Þýðing séra Halldórs þótti slakleg og því
kölluð Rangi-Ponti. Kveri þessu var því fljótlega hafnað til
frambúðar og þýtt að nýju af öðrum presti. Þannig var það
lengi notað og ávallt kallað Ponti. Séra Halldór þýddi einnig
nokkuð af Nýja testimentinu, en sú þýðing var ekki prentuð.2)
Lúðvík Harboe mætti lítilli gestrisni hér á landi fyrsta
kastið og reyndust jafnvel margir honum andvígir. Ekki var
séra Halldór meðal þeirra. í bréfi, sem Harboe ritar frá
Hólum 2. september 1741, segir hann: „Halldór prófastur
bauðst til að vera hjálplegur í öllum greinum“.3)
Þessa naut séra Halldór, þegar Harboe kaus hann til
biskups yfir Hólastifti. Var Halldór vígður til biskups í
Kaupmannahöfn í marsmánuði 1746, og það sama ár fluttist
hann frá Staðastað norður að Hólum. í biskupstíð hans var
prentað margt bóka á Hólum. Hann samdi formála fyrir
sumum þeirra og þýddi aðrar. Ekki var Halldór talinn mikill
lærdómsmaður og þótti ekki alveg laus við tilgerð. Gleði-
1) Jón t’orkelsson: Ævisaga Jóns Þorkelssonar I, Reykjavík 1910, bls. 36.
2) Jón Þorkelsson: Ævisaga Jóns Þorkelssonar I, Reykjavík 1910, bls 40
53-54.
3) Eimreiðin III, 1897, bls. 185-186.