Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2018, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 09.11.2018, Qupperneq 30
Borgarleikhúsið frumsýnir Tví- skinnung eftir Jón Magnús Arnars- son. Ólafur Egill Egilsson leikstýr- ir. Verkið fjallar um fíknina og ástina. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir leikritinu Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnars-son sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu í kvöld, föstudagskvöldið 9. nóvember. „Jón Magnús er fyrrverandi rapp- ari og núverandi slam-ljóðskáld og það skilar sér mjög skýrt yfir í verkið sem er að hluta til í bundnu máli, sem ég held að hafi ekki sést í nýju íslensku verki síðan Hallgrímur Helgason skrifaði Skáldanótt. Form verksins er líka nokkuð nýstárlegt, það er á köflum nokkurs konar hugar flæði í anda slam-ljóðanna, þar sem skáldin flytja sinn eigin texta og tilþrifin í flutningnum telja ekki síður en innihald ljóðsins. Þetta er kjarnyrtur og magnaður texti og mjög ljóðrænn en líka algjörlega hversdagslegur og hrár, nær ein- hvern veginn utanum raunverulegt tungumál Íslendinga en er háfleygur í senn.“ segir Ólafur Egill. „Þetta er mjög persónulegt verk þar sem Jón Magnús gerir tilraun til að skrifa sig í gegnum átakatímabil í sínu lífi. Hann byrjaði að vinna verkið þegar hann var að kljást við fíkn og kláraði það eftir að hann lauk meðferð og hóf nýtt líf. Textinn er ágengur og áleitinn og ég fann strax fyrir mjög sterkum kjarna í verkinu. Uppleggið að kvikmyndinni Eiðurinn sem ég skrifaði á sínum tíma byggði á per- sónulegri reynslu og ég tengdi því sterkt við sársaukann sem þarna er að finna og þörfina fyrir að deila eigin reynslu, umbreyta sársauka í … kannski ljós.“ Listaverk inni í listaverki Leikritið er skrifað fyrir tvo leikara og Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson fara þar með hlutverk pars sem gerir upp samband sitt. „Þegar þau hittast fyrst þá er aðdráttaraflið svo mikið, ástin svo klikkuð og sexið svo tryllt að þau umbreytast eiginlega í ofur- hetjur, Járnmanninn og Svörtu ekkjuna, sem eru bæði elskendur og erkióvinir eins og allir vita“ segir Ólafur Egill. „Verkið fjallar um fíkn- ina og ástina, ástarfíknina, um fólk sem reynir að fylla upp í hjartagatið sitt með öllum tiltækum ráðum. Parið í verkinu hittist á rótleysis- árum, þau verða haldreipi hvort annars, en eru líka að eyðileggja sig, saman, svo vill annar aðilinn sleppa tökunum en hinn ekki og öfugt og svo er sambandið sjálft orðið algjört eitur í lífi þeirra – en samt eru þau svo andskoti ástfangin. Kannski er ein af spurningum verksins: Hvenær elskar maður einhvern nógu mikið til að sleppa á honum tökunum? Jón Magnús stillir þessu upp eins og sagan sé að gerast í leikhúsi þar sem er verið að leika leikritið og parið leikur persónur sem eru á vissan hátt að leika sjálfar sig. Þarna er listaverk inni í listaverki inni í listaverki, hljómar flókið en er það ekki, ekkert frekar en þegar fólk í sambandi skiptir um hlutverk, nú er ég fúli karlinn, nú er ég hetjan, nú er ég sár og nú þarf að hugga mig og svo framvegis.“ Það reynir mjög á þá tvo leikara sem eru á sviðinu. „Þuríður Blær og Haraldur Ari hafa reyndar þekkst frá því þau voru í leikskóla. Þau hafa því orðið samferða í gegnum lífið og byggja á mjög traustum grunni,“ segir Ólafur Egill. „Hlutverk þeirra eru krefjandi, þetta er krefjandi texti, það eru heilmikil átök og miklar ástríður. Ég held að þau verði fegin hvíldinni á laugardaginn!“ Frábær stund að upplifa Ólafur Egill er spurður um næstu verkefni. Hann segist vera að vinna fyrir norska aðila að handriti fyrir sjónvarpsseríu þar í landi, sem hann geti lítið tjáð sig um, en um sé að ræða hápólitískt efni sem byggi á norsku sakamáli frá 1974 – Ísdal- konumálinu svokallaða. Hann er einnig að vinna að leikverki sem hann hefur verið að skrifa í hátt á annað ár. „Það er ástarsaga, eigin- lega um það sama og leikrit Jóns Magnúsar, hvenær elskar maður einhvern nógu mikið til að sleppa honum og byggir að hluta til á raun- verulegum atburðum úr nánasta umhverfi mínu. Þetta er allt sama sagan, ást og dauði, upprisa og fall, eða öfugt.“ Þeir Benedikt Erlingsson eru líka að leggja drög að nýrri kvikmynd. Fyrir skömmu stóðu þeir saman á sviði í Ósló þegar kvikmynd Bene- dikts, Kona fer í stríð, sem þeir Ólafur Egill skrifuðu handritið að, hreppti Norðurlandaráðsverðlaun- in sem besta kvikmyndin. „Það var alveg frábært, frábær stund að upp- lifa,“ segir Ólafur Egill. „Svo hittum við norska krónprinsinn og prins- essuna á eftir og þau voru afskap- lega almennileg og kurteis. Öllum vinningshöfum var smalað beint af sviðinu inn í pínulítið herbergi þar sem var hvorki vott né þurrt og blessað kóngafólkið stóð upp á endann og reyndi að halda uppi kurteislegu spjalli við uppveðraða vinningshafa um veðrið og íslenska hesta. Þau voru ósköp jarðbundin og í vinnunni sinni og við hin blað- skellandi í sjöunda himni!“ Ágengt og áleitið verk Ólafur Egill segist hafa tengt mjög sterkt við sársaukann sem er að finna í verkinu. FréttabLaðið/EyþÓr þuríður blær og Haraldur ari fara með krefjandi hlutverk í sýningunni. Mynd/GríMur bjarnason Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is KAnnsKi Er Ein Af spurninguM VErKs- ins: HVEnær ElsKAr MAður EinHVErn nÓgu MiKið Til Að slEppA á HonuM TöKunuM? 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r22 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 7 -F 4 3 0 2 1 5 7 -F 2 F 4 2 1 5 7 -F 1 B 8 2 1 5 7 -F 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.