Stjarnan - 01.06.1919, Page 9
STJARNAN.
41
Engar biblíur þar.
Allir vita að þar sem biblían er lesin
hefir hún þau áhrif á fólkið, að það
lifir í friði. Hvernig er því varið ? Ef
hún væri skaðleg bók mundum vér
váenta þess að finna hana í híbýlum
hinna alræmdu glæpamanna. í New
York er stórt safn þar sem þeir geyma
alskonar þjófalykla, laghnífa, innbrots-
járn, drápsvélar og skammbyssur, sem
teknar hafa verið frá glæpamönnum.
Heldur þú að í þessu safni sé eitt ein-
asta. nýja testamenti? Hvers vegna
ekki? Ef það væri skaðleg bók mund-
um vér vænta þess að finna nýja testa-
mentið í öðrum vasanum og skamm-
byssuna í hinum hjá glæpamönnum. En
þau eiga ekkert saman að sælda. Eitt
kvel-dið var voðalegt rifrildi á ein-
hverju heimili og maðurinn rotaði kon-
una—með biblíu?—Nei, með vínflösku.
par sem biblían er lesin ríkir friðurinn
á heimilinu.
ÖSruvísi en allar aðrar bækur.
Hvað er það sem gjörir þessa bók
öðruvísi en allar aðrar bækur? Hvers
bók er hún ? Hverjir rituðu hana ?
Flestir vantrúarmenn liafa undarlegar
hugmyndir þessu viðvíkjandi,
Postulasöfnuðirnir fengu guðspjöllin
af þeim, sem höfðu ritað þau; og bréfin
voru rituð og undirskrifuð af mönnum,
sem þeir þektu mjög vel. Páll post-
uli ritaði: “Kveðjan er með minni,
Páls, eigin hendi, og er það merki á
hverju bréfi. ”
Hvað vitnuðu þessir höfundar um?
peir boðuðu það, sem þeir höfðu heyrt,
séð og vissu. Jóhannes postuli segir
ekki: “pað sem mig hefir dreymt, ög
það sem eg hefi ímyndað mér eða gisk-
að á, boða eg yður,” heldur: “Efni
vort er það, sem var frá upphafi, það
sem vér höfum heyrt, það sem vér höf-
um séð með augum vorum, það sem vér
horfðum á og hendur vorar þreifuðu á,
það er orð lífsins.”—1. Jóh. 1:1. petta
var vitnisburður þeirra. peir vitnuðu
að þeir sáu Krist í lífi og dauða; að
þeir sáu hann eftir upprisuna; þreifuðu
á höndum hans, sáu naglaförin og spjót
sárið. peir höfðu þekkingu á öllu þessu
og vitnuðu um það. peir prédikuðu
þann Ivrist seni dó, reis frá dauðum aft-
ur.
Farðu og’ láttu krossfesta þig' og rís þú
upp aftur.
pegar Lepaux, meðlimur hinnar
frönsku stjórnarnefndar, kom til Tal-
leyraiid og kvartaði undan því að hin
nýju trúarbrögð—Theophilanthropy—
tækju litlum framförum meðal fólksins
svaraði hinn gamli slægi stjórnmála-
maður: “Mig furðar als ekki á þeim
erfiðleikum, sem þú mætir í tilraunum
þínum til að útbreiða þessa nýju trú.
pað er enginn hægðarleikur að koma
inn nýjum trúarbrögðum hjá fólkinu.
En það er eitt, sem eg vil ráðleggja þér
að gjöra, og þá mipi þér vafalaust tak-
ast betur að framkvæma það.”
“Hvað er það ? Iívað er það ?”
spurði Lepaux með ákefð.
“pað er þetta, ” svaraði Talleyrand:
“farðu og' láttu krossfesta þig, grafa
þig, og rís þú svo upp aftur á þriðja
degi. .Parðu svo út um landið og
gjörðu kraftaverk, vek þú hina dauðu,
lækna þú alskonar sjúkdóma og rek þú
út djöfla, þá er enginn vafi á að þú
munt ná takmarki þínu. ”
Hinn mikli lieimspekingur gekk í
burtu án þess að gjöra neinar athuga-
semdir. Enn liefir engum fríhyggju
manni hepnast að uppfylla þessi skil-
yrði. En Kristur dó og reis frá dauð-
um aftur. Og' til þess að kunngjöra
þennan dýrðlega sannleika létu fylgj-