Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 11
STJARNAN.
43
eina klukkutíma, en þegar innihald
meltingarfæranna var rannsakað fannst
meira eitur í maga hennar en þarf með
til að drepa tvo eða þrjá nienu. Til
þess að koma með þess konar spádóma
þarf maður ekki að vera leiddur af
Guðs anda.
Pyrirsagnir spámannanna í ritniiig-
unni bera ljósan vott um innblástur
hennar. Eins lengi og’ Babýlon liggur
í rústum, eins lengi og Níníveborg er ó-
bygð og í eyði, eins lengi og Egypta-
land er lítilfjörlegra en hin ríkin, eins
lengi og Týrus er ber klettur í hafinu
þar sem fiskimenn þurka iiet sín, eins
lengi og Gyðingum er tvístrað meðai
allra þjóða á jörðinni, eins lengi og Jer-
úsalem er fótumtroðin af heiðingjunum,
eins lengi og veraldarríkin halda áfram
á þeirri braut, sem biblían bendir á—•
einmitt svo lengi höfum vér sönnun fyr-
ir að alvitur Guð stendur bak við allar
fyrirsagnii' þeirrar bókar, og “að aldrei
var nokkur spádómur borinn fram að
vilja manns.”
Uúdraverður höfundalisti.
Engin bók er rituð af mönnum á svo
misjöfnu stigi. Iíérna finnum vér orð
konunga, höfðingja, skáida, vitringa,
heimspekinga, fiskimanna, stjórnmála-
manna og mentamanna, sem höfðu ver-
ið “fræddir í allri speki Egipta,” og
stundað nám við háskólann í Babel, og
setið til fóta lærifeðranna í Jerúsalem.
Hún er rituð af mönnum í herleiðingu,
!á. eyðimörkum, í tjaldbúðum liirðara,
“í grænu haglendi” og “við hægt
rennandi vatn. ” Meðal liöfunda henn-
ar eru tollheimtumenn, hirðar og jarð-
yrkjumenn. Meðal þeirra finnum vér
fátæka og’ ríka, stjórnmálamenn, prédik
ara, útilegumenn, leiðtoga, lögfræðinga
dómara og menn af öllum stéttum.
Biblían er í sannleika stórmerkilegt
bókasafni. í því finnum vér veraldar-
sögu, ættartölur, þjóðalýsingar, laga-
safn, siðafræði, spádóma, ljóðmæli, mál-
snild,læknisfræði, heilbrigðis reglur,
mann féiags fræði og fullkomnar regiu'-
fyrir hegðun í daglega lífinu. pað er als-
konar uppfræðslur í henni; en livaða ó-
samræmi mundum vér ekki finna e_f
þessar 66 bækur væru ritaðar af mönn-
um, sem hefðu ritað eftir eigin hug-
þótta. Ef til dæmis læknisfræðilegt
verk væri ritað af 30 eða 40 læknum,—
stórskamtalæknum og smáskamtalækn-
um, uppskurðarlæknum og nuddlækn-
um, o.s. frv.—og svo reyna að lækna
mann eftir ráðleggingu þeirrar bókar.
Heldur þú að hann myndi fá góðan
bata ?
Ein og sama veran hefir innblásið
alla bókina.
pað tók 1,500 ár að rita þessa bók,
og maðurinn sem ritaði seinustu bókina
hafði ekkert samband við þann sem
byrjaði verkið. Hvernig gátu þessir
óháðu menn ritað aðra eins bók? Aðr-
ar bækur eldast og sumar þeirra verða
aldrei lesnar þegar þær eru orðnar 10
eða 20 ára gamlar; en þessi bók hefir
lifað gegnum allar aldir og er enn öll-
um öðrum bókum fremri.
Vér skulum segja að í einhverri borg
sé heimssýning og inn í einn salinn
komi 40 menn frá ýmsum löndum heims
ins, og hver maður liafi með sér falleg-
an marmarastein, sem er tilhöggvinn.
peir setja steinana frá sér á gólfið og’
taka sér sæti. par næst kemur annar
maður, sem tekur steinana og raðar
þeim þannig niður að þeir verða að
fagurri myndastyttu af einhverjum
heimsfrægum manni. Allir áhorfend-
urnir hrópa yfir sig af undrun og segja: