Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 19

Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 19
STJARNAN. 51 að þér skjátlist nema þú biðjir til Guðs. þii veizt að refsiclómar Guðs eru í land- inu og hugsandi menn og konur sjá að voða fyrirburðir eru í vændum. Með þetta fyrir augunum, biður þú til Guðs? Eg spyr ekki hvort þú segir einhverja bæn. Eg spyr ekki hvort þú fyrir siðasakir stundum kallir á uafu Guðs, heldur ekki hvort þii á opinberum sam- komum, þegar þú ert beðinu um það, gjörir bæn til Guðs. Eg spyr ekki hvort þú kallir á Guð þegar eitthvað voðalegt hendir og eyðilegging og dauði vofir yfir þér. Eg spyr: Biður þii til Guðs? Talar þú við Guð eins og vinur við vin? Lítur þú upp í ásjónu hans og hvíslar orð, sem hann einn get- ur skilið? Ert þú í félagsskap við liann svo að þú, eins og elskandi við h^jðið sem nauðugur verður að kveðja unu- ustuna, metur mikils hvert augnablik, sem þú getur haft í samfélagi við hann. Vildir þii heldur vera vinalaus, heim- ilislaus, vinnulaus, matarlaus, eirðar- laus en að tapa einni stundu í samfél- agi við haun? Flýtir þú þér í burtu frá mannlegum félagsskap þegar dags- Verk þitt er á euda til þess að þú megir njóta félagsskapar, huggunar, ráðs, að- finningar, og kærleika þíns náðarríka frelsata? Biður þú til Guðs? SÆLIR ERU ÓVINIR MÍNIR Sælir eru óviuir mínir, því þeir segja mér sannleikann þegar vinir mínir smjaðra fyrir mér. Sælir eru óvinir mínir, því að þeir reyna að hindra alla menn frá því að tala vel urn mig. ”"Sælir eru óvinir mínir, því að þeir segja mér það, sem þeim mislíkar hjá mér, frekar en það, er þeim líkar vel. Sælir ci'U óvinir mínir, því að þeir gefa mér eitthvað að elska, sem liggur fyrir utan hinn þrönga hring minnar eigingirni. Sælir eru óvinir mínir, því að þeir nuclda uppgjörðar málið af, svo að mitt sanna útlit kemur í ljós. Sælir eru óvinir mínir, því að spegill þeirra hnífilyrða og ofanígjafa sýnir mér sjálfan mig. Sælir eru óvinir mínir, því að þeii’— eins og hinn sanni læknir — dirfast að opinbera mér minn innvortis fúa, sem lengi héfir verið hulinn af dekri vina minna. Sælir eru óvinir mínir, þyí að þeir draga fram í hádegis birtuna mína mörgu breyskleika, sem lengi hafa ver- ið hjúpaðir af mínum afvegaleiddu og afvegaleiðandi vinum. Sælir eru óvinir mínir, því að þeir stinga mig í mitt á tálardregna hjarta og opinbera til mergjar mitt syndsam- lega líf og leiða mig þannig, ef eg' er vitur, til að hreinsa hina óhreinu af- kima míns hjarta og forðast skömm og vanvirðu. Sælir eru óvinir mínir þegar þeir út' hiiða mér og ofsækja mig og tala als- konar ilt um mig í sannleika til þess að svala sinni eigin hefnigirnd. þess vegna fagna eg og er glaður, því að þesskonar aðferð mun gjöra mig hraustan ef eg aðeins er nógu vitur til að skilja orð þess, sem sag'ði: “Elskið óvini yðar. ” ‘ ‘ Repairer ’ ’ í Vesturheimi eru 100,000 Brahma- trúarmenn. Buddhatrúarmenn eru víst ekki fámennari, því þeir hafa reist ekki færri en 74 goðahof í þessari álfu. í borginni Chieago eru 24 Móhamedstrú- ar söfnuðir. Meðlimatala þessara safn- áða er 5,000. Ekki vantar heiðindóm í svokölluðu kristnu landi.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.