Stjarnan - 01.06.1919, Síða 22

Stjarnan - 01.06.1919, Síða 22
54 STJARNAN. þessu engan gaum munum vér stofna sjálfum oss í þá hættu a'ð verða afvega- leiddir. Vér munum tileinka guðdóm- legri lækningu þann undraverða bata, sem vér oft og tíðum erum vottar að, þegar það er áðeins um hugarlækning að ræða. það er þannig að menn stundum tileinka Guði það, sem fram- kvæmt er fyrir áhrif hins illa. Bg hefi þekt sjúklinga, sem um fleiri mánuði, já, jafnvel ár, ekki voru færir’um að ganga og voru þó læknað- ir á augnabragði. Fyrir nokkrum ár- um hafði eg sjukling, sem læknaðist þannig. ])að var ung kona, sem í fleiri ár hafði setið í stól, því líún gat ekki gengið. Eina nótt kom eldur upp í spítalanum og hún var alt í einu lækn- uð. Hún gat hlaupið ofan stigana eins fljótt og nokkur annar sjúklingur. Eftir þá nótt gat hún gengið eins og ekkert hefði verið að henni. Eg man eftir manni, sem var orðinn mállaus. Hann leitaði hjálpar hjá hin- um frægustu sérfræðingum í Norður- álfunni og Yesturheimi án þess að fá neinn bata. Að lokum var honum gef- ið það ráð að fara á vorn spítala. Hann var þar þrjá mánuði en tók engum fram förum. Deginum áður en hann hafði ákveðið að leggja af stað lieim til sín kom sá læknir, sem hafði umsjón með þennan sjúkling hlaupandi inn á skrifstofuna og sagði: “Kress, komdu fljótt, einn af sjú-klingum mínum er að deyja, Maðurinn virtist vera í dauðans greipum. Eg tók á lífæðina og fann að hún var regluleg. Eg sá undir eins að það var heilakvik, sem að honum gekk. Eg klappaði honum vingjarnlega á vangann og sagði við hann: “Hættu nú þessu. ” Hann opnaði augun til hálfs og muðl- aði eitthvað fyrir munni sér. ])á skildi einnig hinn læknirinn hvað að honum gekk og sagði við hann: “Segðu einn!” Sjúklingurinn sagði “einn” “Segðu tveir!” sagði læknirinn. Hann sagði “tveir” þessi maður gat talað þegar hann fór á fætur og var orðinn alheilbrigður þegar hann lagði af stað heim til sín. Hann var læknaður hinn seinasta dag hans á spítalanum. Orðstýr spítalans barst lit um alt vegna þessarar undraverðu lækningar;" því að margir mikils metnir menn höfðu vitað um ástand þessa manns, sem þeim virtist vera ólæknandi. þessi lækning var ekkert kraftaverk. Hún var aðeins hugarlækning. Eg er sannfærður um að meiri part- urinn af þeim bata, sem menn hafa fengið sem svar upp á bæn og sem kall- aður hefir verið guðdómleg lækning, liefir í raun og veru verið hugarlækn- ing. Falskt lækningarkerfi hefði vafa- laust getað komið því sama til vegar. Hugarlækning getur veriS frá Guði, en hún getur einnig verið frá hinum illa. það að fólk er læknað af einhverju lækningarkerfi eða trúflokki er ekki þar með sagt að þetta kerfi eða þessi trúflokkur sé viðurkendur af. Guði. það getur eins-vel verið óttaleg villa. Á liinum síðustu tímum mun Satan starfa með “alskonar krafti, táknum og undrum lýginnar og als kyns vélum ranglætisins, af því þeir veittu ekki sannleikselskunni viðtöku, svo þeir yrðu hólpnir. þess vegna mun Guð senda þeim megna villu, svo þeir trúi lýginni. ’ ’ Tíminn er kominn til að menn átti sig á þessu þýðingarmikla efni til þess að verða ekki dregnir á tálar og afvega- (framhald á bls. 60)

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.