Stjarnan - 01.06.1919, Side 24

Stjarnan - 01.06.1919, Side 24
STJARNAN. 56 reykja úr pípu sinni, sagði eg við hann : “Jæja, þú ert ennþá með þessa gömlu pípu, Ambrose ? ’ ’ “Eg' er hættur að bragða alskonar áfengi, bæði okkar eigið og hvíta mannsins, og eg er einnig hættur að borða svínakjöt og alskonar óhreina fæðu,” sagði hann, “heldur Jux að það sé nauðsynlegt að hætta að nota tóbak líkat” “Drottinn hefir veitt þér sigur yfir öllu hinu,” svaraði eg;.“hann langar að veita þér fullkominn sigur; ætlar þú ekki að treysta honum?” “Jú, eg ætla, ” sagði hann. Við vorum staddir í skógarjaðrinum Hann tók 'pípuna úr munninum og fieygði henni eins langt inn á milli hrísl anna og hann mögulega gat; þar næsf tók hann tóbakið úr vasanum og sendi það sömu leiðina. Níu ár liðu og eg fór á kirkjuþing, sem haldið var í eyjunum. pegar Am- brose reis á fætur til að gefa sinn vitnis- burð gat hann ekki tárabundist. Hann var ætíð brjóstgóður. Hann fór að tala beinlínis til mín og sagði: “Manstu eftir hinni gömlu pípu, sem eg fleygði fvrir níu ái'umf” Eg svaraði: “Eg gleymi henni aldrei. ” Hann sagði: “pessi níu ár hafa verið gleðileg og blessunarrík. Heimili mitt er nú alt öðruvísi; eg er ætíð hjá eiginkonu minni í bænum. Drottinn hefir bless- að mig og eg get með fögnuði sagt, að á þessum níu árum hefi eg aldrei not- að tóbak. Margir af mínum ensku vin- um hafa reynt að gefa mér í staupið, en eg liefi aldrei viljað þiggja það. þeir hafa boðið mér sítrónuvatn, en þegar eg bragðaði það fann eg að þeir voru búnir að láta vín í það. En Guð hefir varðveitt mig og fyrir hans aðstoð hafa þessi níu ár verið blessunarík. ” Ekki hafa einungis bæjarbúarnir og kona hans séð að Drottinn hefir hjálp- að honum, heldur vissi alt fólkið það. Einnig yfirvöldin komust að raun um þetta og ekki leið langur tími fyr en honum var boðið ágætis embætti; því að allir sáu að hann hafði algjörlega breyst. Kaupmaður nokkur, sem var frí- hyggjumaður,.kom til mín skömmu eft- ir að Ambrose hafði tekið sinnaskiftum og spurði: “Hvað gengur að Amb- rosef” “Ilvað haldið þér?” svaraði eg. “Eg veit það ekki,” sagði hann; “en hann kom inn til mín og borgaði mér tvö pund og tíu (enska peninga), sem hann hefir skuldað mér í mörg ár. Eg var algjörlega hættur að vonast eftir þessum peningum. ’ ’ ‘“Yitið þér ekki að maður, sem hefir tekið sinnaskiftum, borgar skuldir sín- ar?” “Hvort hann hefir tekið sinnaskift- um eða ekki, hefi eg enga hugmynd um, en það að eg fékk mín tvö pund og tíu (kringum $12)var mér mikið gleðiefni” pannig kom það í ljós að Drottinn hafði gjört rnikla hluti fyrir þennan mann og að mikil breyting hafði átt sér stað í lífi hans. Og frá þeim degi til dauðadags var hinn aldurhnigni höfð' ingi trúr. Drottin getur á undraverð- an hátt verkað á hjörtu heiðingjanna. J. E. F. HEIMSMENNINGIN MEGNAR pAÐ EKKI. Aðeins eitt afl getur breytt heiðingjanum. Sagnfræðingurinn Niebuhr segir oss að allar hinar erfiðu og margbreyttu

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.