Stjarnan - 01.06.1919, Page 27

Stjarnan - 01.06.1919, Page 27
STJABNAN. 59 ‘;Já, það er einmitt þessvegna að eg kom. ” “það er nokkuð langt að ganga upp hingað, ekki satt? ‘þúngur gangur. ’ Hvers vegna eruð þér ekki í hempunni og hvíta kraganum? í henni hefðuð þér átt að vera. ” “Hvers vegna ert þú svo önugur við mig?” spurði eg. “Önugur! er eg önugur? Nei, það mundi vera synd að vera önugur við prestinn, sem prédikar svo fallegt. Já, eg hefi heyrt til yðar. Eg man eftir að þér einusinni prédikuðuð um að hjálpa aumingjunum, er það ekki þannig að það stendur skrifað? og þér hafið sjálfsagt gjört það? Vitaskuld! Og þá sérstakh ga gagnvart mér. Kain sagði: “Á eg að gæta bróður míns?” — stend- ur ekki þannig? En auðvitað má ekki heimfæra þau orð upp á yður?” “Hættu nú þessu og láttu okkur koma til baka til þín. “Til mín? — Já eg veit að eg verð að deyja, og eg veit að eg verð að deyja sem drykkjumaður og verða glataður að eilífu. þér skiljið að eg veit það er ákveðið. og nú ætla eg að spyrja yður um eitt. Trúið þér biblíunni?” “Já, eg trúi biblíunni. ” “En hvers vegna breyttuð þér ekki eftir henni, bæði þér og hinir, sem segjast trúa á biblíuna? “Breytum vér ekki eftir henni?” “þér prédikið um kærleika og misk- unsemi og alt þeta. Og svo prédikið þér um drykkjuskap og eilífa glötun. Hefðuð þér trúað á þetta, hefðuð þér vafalaust gjört eitthvað til að hjálpa öðrum cins aumingjum og mér — ekki satt?” “Enginn getur sagt annað en að eg hefi prédikað Guðs orð hreint og skýrt. ” “Sunnudags formiðdaginn já, — í stólnum. Eg man eftir að þér lögðuð út af hinni sjöttu bæn, — urn freistingu og því um líkt. þér töluðuð um live voð- að kynnast verki Drottins — þetta eru Hvers vegna nemið þér ekki freisting- arnar í burtu, ef þér á annað borð trúið því, sem þér sjálfir prédikið? En bæði þér og hinir svokölluðu kristnu vitið svo vel hvað það er sem liefir freistað mín. En hvað hafið þér gjört til að frelsa mig frá þessari freistingu?” ‘ ‘ En þú verður að muna eftir að mað- urinn hefir frjálsan vilja og að þú þurft- ir als ekki að verða drykkjumaður. ” “Hvaða bull, prestur! Ef þessi frjálsi vilji, sem þér nefnið, hefði verið nægilegur, livers vegna þurfið þér að vara fólk við freistingunni? svona er það ekki, en eg ætla að segja yður frá hvernig fór fyrir mér að eg varð drykkjumaður. Faðir og móðir mín kendir mér að drekka, — það gjörðu þau. Og seinna meir þegar eg kom út. í heimin, þá gjörðu vinir mínir hið sama Og þegar sú stúlka, sem nú er konan mín, var trúlofuð mér, var hún mér ald- rei svo elskurík og góð eins og þegar eg var hálfdrukkinn. Og í brúðkaupinu v;i: i. rgilegur forði bæði af bjór og víni, og auðvitað var' bæði prestur og for- söngvari, og hinir svokölluðu kristnu þ *r því eg sat á stórri bújörð og átti þar að auki skipið. peir drukku allir sem einn maður—sumir drjúgan sopa, áðrir minna, en drekka gjörðu þeir allir. Og eftir það,—voru ekki svo að segja allir að elta mig til þess að fá sér í staupið. Eg sigidi til þrándheims, Björgvinjar og Kristianíu, og hvert sem eg fór var -nógur bjór og vín. Er það ekki rétt? Og voru það ekki hinir svokölluðu kristnu, sem ráku þessar verzlanir?. Nú ligg eg

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.