Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 30

Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 30
62 STJABNAN. dögg Ijósins, og jörðin skal fæða vof- urnar. ” Es.26:19. Fréttir Marta fanii huggun í þessum sann- leika á þeim sorgardegi þegar bróðir hennar, Lazarus, var dáinn. Athugið orðin: “Jesús segir við hana: Bróðir þinn nmn upp rísa. Marta segir við hann: “Eg veit, að hann mun upp rísa í upprisunni á efsta degi.” Jóh. 11: 23, 24. Jú það verður upprisa frá dauðum. Hinir heilögu munu koma fram úr duft- inu og fara heim til föðurhúsanna. En sú kenning, sem sumir fara með, að hinir dauðu fari heim í dýrðina strax eftir dauðan, ónýtir kenning ritning- arinnar um upprisuna og gjörir hana þýðingarlausa; því að ef vér færum til himins við dauðann mundi engin þörf vera á upprisu frá dauðum. Ef hinir heilögu er þegar í dýrðinni og njóta sælunnar, mundi það vera óþarfi að kalla þá fram úr gröfum sínum. En nú er það áreiðanlegt að upprisan mun eiga sér stað; ‘ ‘ því að ef dauðir rísa ekki upp, er Kristur heldur ekki upprisinn; en ef Kristur er ekki upp- risinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðai', og jafnframt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist. Ef vér höfum sett von vora til Krists í þessu lífi og alt er þá úti—þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna.” En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru. þvi að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann, því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist! ” 1. Kor. 15:16-22. N.P.N. pegar Wilson forseti heimsótti Róma- borg gaf páfinn honum jnynd af kross- festingu Péturs postula sem er verðsett á $40,000. Bretar ætla að lialda standandi her eina miljón manna til þess að varð- veita friðinn í hinu mikla ríki. Megnar meira! Hinn rússneski bibl- íuskóli í Philadelphia hefir bænaturn, þar sem annaðhvort einhverjir Icennar- anna eða nemendanna eru að biðja dag og nótt til Guðs, að hann vilji frelsa landa þeirra. Bænin megnar meira en sverðið og það bezta er að hinn lítilmót- legasti meðal mannanna getur notað hana. Pólkstalan á Indlandi er tekin á einu einasta kveldi þegar 315,000,000 manna eru skrásettir, þó þeir tali 150 tungu- mál. Til þess að skrásetja þennan hóp nota þeir 300 smálestir af pappír og ein miljón manna vinnur að því.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.