Stjarnan - 01.01.1920, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.01.1920, Qupperneq 3
Hvað virðist yður um Krist? Eftir D. L. Moody Hver einasta sál er riðin við þessa spumingu: “Hvað virðist yður um Krist?” Eg spyr yður ekki, hvað virðist yð- ur ríkiskirkjuna, eða um Presbyterana, eða um Baptistana, eða um hina Kóm- versk-kaþólsku; eg spyr yður ekki hvað yður virðist um þennan eða hinn prest, eða um þeissa eða hina kenningu; en eg ætla að spyrja yður: Hvað virðist yður um Krist? Mig langar að beina þessari spum- ingu að yður: Var hann í sannledka sonur Guðs — hinn mikli Guð-maður ? Yfirgaf hann himininn og kom hingað til jarðarinnar af ásettu ráði? Var það eiginlega til að leita og frelsa? Eg hefði átt að byrja hjá jötunni og fylgja honum um öll þessi 33 ár, sem hann dvaldi hér á jörðinni. Eg ætla að spyrja yður. Hvað virðist yður um komu lians í þennan heim, um fæðingu hans í fjósi þar eð hún hafði getað átt sér stað í höll; hvers vegna yfirgaf hann dýrð og vegsemd himinsins og ail ar englasveitimar og hvers vegna lagði hann niður hina konunglegu kórónu, yfirgaf hina himnesku sali og Lagði frá sér veldisspro;t,ann og kom hingað al- einn? Kristur seim kennari. Mig langar til að spyrja yður: Hvað virðist yður um hann sem kennara? Hann talaði eins og enginn annar mað- ur talaði. Eg vildi að eg hefði getað farið með yður upp á fjallið og hlustað á hina gullfögru ræðu frá hans eiginn munnL Kristur sem læknir. Aftur langar mig að spyrja: Hvað virðist yður um hann sem lækni? M,að- ur mundi á örstuttum ;t,íma fá góðan orðstír sem læknir ef hann gæti læknað eins og Kristur gjörði. Aldrei var sjúklingur færður til hans sem hann gat ekki læknað. Iiann talaði aðeins orð og allir sjúkdómar urðu að flýja undan honum. Héma kemur maður, sem er holdsveikur. “Herra ef þú vilt, getur þú hreinsað mig, ” hrópar hann. “Eg vil,” segir hiun mikli læknir og á auga- bragði er holdsveikin horfin. Heimur- inn hefir spítala fyrir ólæknandi sjúk- linga, en til Krists kom enginn ólækn- andi sjúklingur. Kristur sem huggari. Nú viljum vér fylgja, honum inn á hið litla heimili í Betaníu, þar sem hann bindur um hjartasár þeirra Mörtu og Maríu, og segið mér: Hvað virðist yð- ur um Krist sem huggara? Hann er eiginmaður ekkjunnar og faðir föður- leysingja. Hinir lúnu mega halla sér upp að brjósti hans og öðlast hvíld. Hann er vinur þeirra, sem enga vini eig,a í þessum heimi. Hann breytist

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.