Stjarnan - 01.02.1921, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.02.1921, Qupperneq 4
20 STJARNAN erum íklæddir réttlæti sonar hans, sem hylur hinn mikla fjölda synda, er vér drýgðum meðan vér vorum börn hins óguölega heims. I stendur fyrir innblástur ritningar- innar. Þessi kenning er örugt vígi, sem, þrátt fyrir hin mörgu áhlaup óvinanna, stendur feins óhagganlegt í dag og það gjöröi fyrir nítján öldum. Eins lengi og spádómarnir rætast fyrir augum vor- um, og eins lengi og Guös orö er lifandi og kröftugt, fært um að lyfta þeim upp úr syndasorpinu og gjöra þá að nýjum mönnum, höfum vér enga ástæðu til að efast um innblástur biblíunnar. “Öll ritn- ing er innblásin af Guði og nytsöm til lærdóms, til sannfæringar gegn mótmæl- um, til leiðréttingar, til mentunar í rétt- læti, svo Guðspnaður sé algjör og til alls góðs verks hæfilegur.” 2 .Tim. 3: 16, 17. S stendur fyrir son Guðs. Þetta vígi er í hjarta nafns 'hans og er það hið rammbyggilegasta þeirra allra. Hafa verið gjörð mörg áhlaup á þetta vígi, en hingað til hefir það staðist allar þær á- rásir, sem 'bæði menn og djöflar hafa gjört. Yfir þessum kastala blakta marg- ir og skrautlegir fánar. Á einum stend- ur með stórum stöfum “FRELSAR1”. á öðrum stendur “MEÐALGÁNGARI” og á hinum þriðja stendur “LÍFGJAFI” o. s. frv., svo það er engin furða þó að mótstöðumenn Krists reiðist við að sjá börn hans leita sér hælis fyrir innan þessar rammbygðu vggirðingar, sem jjeim er ómögulegt að eyðileggja. T stendur fyrir hin tiu boðorð Krists. Kristur er löggjafinn. Es. 33 : 22. Hann hefir hátíðlega kunngjört i margra votta viðurvist, að iþessi tíu boðorð muni vera í gildi eins lengi og alheimur er við lýði. Matt. 3: 17-19 og Sálm, 111:7, 8. Eftir þessum boðorðum munu allir menn verða dæmdir. Jak. 2:12, Róm. 3:19. Söfnuður Krists mun varðveita þau og breyta eftir þeim öllum. Op. 12:17; J4: 12; Zef. 2:3. Þeir, sem breyta eftir boðorðum Krists, munu komast inn í hina nýju Jerúsalem, borða af ávöxtum lífstrésins og lifa eilíflega. Op. 22: 14. (Eldri þýðingin.J U stendur fyrir umbun Guðs. Öll biblían frá upphafi til enda er full af dýrmætum fyrirheitum um hina ríku umbun, sem Kristur mun veita börnum sínum þegar hann kemur i dýrð sinni til að sækja þau. Móses kaus heldur að líða vanvirðu Krists til þess að öðlast þessi miklu laun, en að verða konungur Egyptalands um stuttan tíma. Páll postuli mat tjón sitt í þessum heimi ekki meir en sorp til þess að hann gæti feng- ið umbun Krists. Píslarvottarnir létu með gleði lífið til þess áð öðlast hlutdeild í ríki Krists, því “mikil eru laun yðar á himnum”, segir Kristur. R þýðir rétta meðferð likamans. Bæði gamla og nýja testamentið eru full af hinum ágætustu heilbrigðisreglum. Þeim, sem gefa öllum þessum reglum gaum og ekki eitra eða skemma líkami sína með því, sem Guð bannar mönnum að eta og drekka, og umfram alt forðast sauriifn- að, hefir Guð löfað að varðveita frá hin- um hræðilegu og ólæknandi sjúkdómum, sem á þessum tímum herja á mennina í öllum löndum. 'Þetta eru í fám orðum hinar sjö að- alkenningar í söfnuði Krists á jörðinni. Allar þessar kenningar eru fólgnar í nafni Krists. Kæri lesari, ef þú elskar nafn hans. sem lagði líf sitt i sölurnar til þess að frelsa þig, munt þú fúslega breyta eftir ölslum kenningum hans og verða með- limur safnaðar hans. Og mundu eftir, að “ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað NAFN undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætiað fyrir hólpnum að verða.”— Postulas. 4: 12. Nafn Satans. Satan þýðir “mótstöðumann” eða “fjandmann hins góða”. Biblían kenn- ir skýrum orðum að einu sinni Ihafi þessi vera verið hinn æðsti engill á himnum. (Esek. 28:13-19). Iiann gjörði upp-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.