Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 5
STJARNAN ii 7 og lifandi heilögu, sem hann hefir keypt meö sínu eigin dýrmæta blóði; þá, sem hann í heiSarlegu og sýnilegu stríði hefir rifiS frá valdi dauSans. Fyrir þá mun koma hans. verSa eins sýnileg og hún verður sigri hrósandi. Koma hans mun verSa meS ljóma og fegurS . eldingarinnar, sem skínr frá austri alt'til vesturs. (Matt. 24: 2.7). Hann mun koma meS lúSurþyt, sem mun þrengja sér í gegn ofan í hinar dýpstu grafir og meS hárri röddu vekja hina sofandi 'heilögu frá mold- arbeddum þeirra (Matt. 24: 31; 1. Tess. 4: 16). ‘Hann mun koma yfir hina óguölegu sem þjófur, einungis af því, aS þeir hafa lokaS augum sínum fyrir táknunum upp) ‘ !a endurkomu hans og vildu ekki trúa fyrirsögnum hans orSs um aS hann væri fyrir dyrunum. D)ýrðlegt hámark ráöstafana hjáil'præSisins. “Sá, sem þetta vottar, segir: Já, eg kem skjótt, amen. Kom, Drottinn Jesú! Náöin Drottins vors Jesú Krists sé meÖ yður öllum” (Op. 22: 20. 21.) Samsöfnun hinna útvöldu. Þá mun hinum útvöldu verða saman- safnaö og munu þeir kveöja eymdir þessa jarðneska lífs með langri kveöju. Hve ríkt er ekki þetta fyrirheit af öllu því, sem dýrmætt er í augum hins kristna. Eftir að hafa verið í útlegð í þessum vonda heimi, aðskilinn frá hinurn fáu af hinni sömu dýrmætu trú, langar hann eft- ir réttlátum félagsskap, og eftir að vera í samfélagi við hina heilögu. 5>á mun hann öðlast þetta; því að allir hinir góðu munu þar koma saman, ekki að eins úr einu landi, heldur frá öllum löndum ; ekki einungis frá einni öld, heldur frá öllum öldum — hin mikla uppskera allra góðra komandi upp í dýrðlegri skrúð- göngu, meðan englarnir flytja uppsker- una heim og hörpúr himinsins hljóma dýrðlega í hinum fagra samsöng. Og söngur, sem aldrei hefir heyrst, sem er óþektur í al'heiminum, söngur hinna endurleystu mun bæta sínum undraverðu tónum við allsherjarfögnuðinn. Þannig mun hinum heilögu verða samansafnað til þess að fagna í hvers annars nærveru um allar aldir, meðan dýrð Guðs eins og hafspegill baðar hinn ódauðlega mann- fjölda. ‘Þessi samsöfnun hefir ekki annað í för með sér en það, sem æskilegt er. Hinir heilögu geta ekki annað en andvarpað og beðið um hana. Eins og Job kalla þeir eftir nærveru Guðs. Eins og Davíð verða þeir ekki ánægðir fyr en þeir vakna í líkingu Krists. í þessu dauðlega á- standi stynjum vér undir byrðinni, bíð- andi ekki svo mikið eftir að afklæðast, heldur að íklæðast. Vér getum ekki ann- að en beðið eftir “sonarkosningunni, endurlausn likama vors.” Augun vor eru opin til þess að sjá þessa opinberun; eyrun vor eru að bíða eftir tónum hinna himnesku lofsöngva, og hjörtun vor að slá af eftirvæntingu þessa óendanlega fagnaðar. Oss langar ákaflega mikið ti! 'að taka þátt í brúðkaupi lambsins. Vér andvörpum eftir hinum lifandi Guði og þráum nærveru hans. Kom, Drottinn Tesú, komdu skjótt. Engar fréttir geta verið kærkomnari, en boðskapur um að skipun hafi gengið út frá Drotni til engla hans, um að samansafna hans útvöldum frá einu heimskauti til annars. Hið góða land. Eg sé þar land, sem stingur mjög í stúf við þetta. Eins og sálmurinn segir: “Það land er til, sem fögnuð fær þeim fullan veitt, er búa þar.” Eg sá lifandi grænar !engjaif breiða brosandi faðminn út á móti mér, tígu- leg og skrautleg aldintré, yndisleg blóm í öllum regnbogans litum; og hvergi sé

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.