Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 13
STJARNAN 125 um þessi dýrmætu smyrsl, sem hinn “heilagi” býSur honum, þarf aö fá Guös anda í ríkum mæli, þarf aö biðja án af- láts um úthelling heilags anda, um haust- regnið, sem Guö hefir lofað til að full- þroska hina miklu heimsuppskeru, og gera söfnuö Drottins réttilega hæfan til að vinna hið mikla verk, gera hann al- sjáandi svo 'hann geti séö ’ástand sitt, þörf sína, ástand heimsins, þörf hans, timann i réttu ljósi, og geti séö köllun sína, tæ'kifæri sín og skyldur sínar. Þótt söfnuði þessum sé svona ábóta- vant, eins og þarna er sagt, þá er hann samt elskaður af Guöi: “Alla, sem eg elska, þá tyfta eg og aga, ver því kost- gæfinn og gjör iðrun.” Á öllum tíma- bilum sögunnar hefir þessi boöskapur Drottins hljómað til heimsins og til kristninnar: “gjör iðrun”, og sýnir þaö hve hinn mikli fráhvarfsandi hefir verið ríkjandi á öllum tímum. “Sjá, eg stend við dyrnar og knýi á. Ef einhver heyr- ir raust mína og lýkur upp dyrunum, mun eg fara inn til hans og neyta kvöld- verðar meö honum og hann rneð mér.” Þær dyr, sem Kristur knýr á, eru dyr hjartans, og fái ihann inngöngu, mun hann stofna til himneskrar veizlu þar Ínni, svo þar mun eilífur fögnuöur og gleði ríkja. Hann vill neyta kvöldverð- ar með þeim, er veita honum inngöngu. Og það samfélag Krists viö einstakling- inn, mun hafa þar sömu æskilegu af- leiðingar, eins og kvöldmáltíðin haföi fyrir lærisveina Krists, er hann var samankominn meö þeim í síðasta sinni. Þeir höföu verið eigingjarnir og viljað vera hver öðrum meiri. Þetta hefir viljað loða við kristnina á öllum tímum, og hinn síöasti söfnuður verður heldur ekki algerlega laus viö þetta. Enginn af hinum 12 lærisveinum Krists hefir kosið sér þá stöðu, að krjúpa i auðmýkt niður við fætur hinna og þvo þá. En þegar meistari þeirra, sem þeir elskuðu og virtu, og var þeim svo miklu fremri í öllu, tók þetta verk aö sér ogj sýndi þar með hinn sanna guðdómlega þjón- ustu vilja, hafa þeir eflaust blygðast sín, hjörtu þeirra faafa fundið sárt til. Þaö sést af framkomu Péturs, og við lesum aldrei upp frá því um metning þeirra á milli. Þetta hafði kvöldmál- tíöin í för með sér fyrir þá, og þessu mun til vegar koma í hjarta hvers ein- staklings sú kvöldmáltíð, sem Jesús vill neyta með þeim, sem leyfa honum inn að ganga; hrokinn mun hverfa, þjón- ustu andinn ræður, og metningur og eigingirni lýtur í lægra haldi. Þennan himneska, blessaða og, friðsæla gest þarfnast einstaklingar safnaðarins, meir en nokkurs annars, aö innibyrgja í hjarta sér, og heimurinn hefir aldrei haft meiri þörf en einmitt nú, þá hroki, eigingirni, metningur og hverskyns stríð og ill faáttsemi hefir tekið allan heiminn heljartökum. Sá, sem “helgar Krist sem Drottinn í hjarta” sínu, býður honurn hásæti hjarta síns, mun lifa sigursælu lífi und- ir stjórn hans. Sá mun “sigra” og ööl- ast fyrirheitið um að fá, að “sitja í há- sæti” Krists og ríkja meö honum. — “;Hver, sem eyra hefir, hann heyri, hvað andinn segir söfnuðinum.” P. SigurSsson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.