Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 2
STJARNAN
114
HIN SŒLA VON.
Marteinn Lúter sagöi: “ÞaS er mín
innileg von, að Jesús Kristur, í öllum
þessum sundrungum, vilji fljýta fyrir
endurkomudegi sínum.”
Jóhann Calvin sagSi: “Ritningarnar
bjóSa oss öllum, sem einum manni væri,
aS horfa í lifandi von fram til endur-
komu Krists og tala um kórónu lífsins.
sem einmitt þá bíSur vor.”
Richard Baxter sagSi: “Klýttu fyrir,
ó frelsari minn, tima endurkomu þinn-
ar! Sendu engla þína út og láttu fagn-
aSarbásúnuna 'hljóma! Þín biSandi
brúður segir: ‘Kom!’ Já, kom, Drott-
inn Jeús.”
John Milton sagði: “Gakk þú út úr
herbergjum þínum, ó höföingi konunga
jarSarinnar! Ifær þig hin tignarlegu
konungsklæði, tak veldissprotann, sem
þinn almáttki faSir hefir gefiS þér aö
erfSum, því brúSur þín kallar á þig, og
alt sköipunarverkið stynur eftir endur-
lausninni.”
D. L. Moody sagði: “Mér finst eins
og eg geti unnið þrisvar sinnum meira
síðan eg fór aö skilja, aö Drottinn kem-.
ur aftur. Eg skoöa þenna heim sem
farkost, sem. hefir liðið skipbrot. Guö
hefir útvegað mér björgunarbát og sagt
viö mig:, ‘Moody, bjargaðu eins mörg-
um og þú getur’ .... Þessi heimur er
sí og æ aö formyrkvast. Hörmungar-
tími hans og eyðilegging færast nær og
nær, svo ef þú skyldir hafa nokkra ó-
hólpna vini á skipsflakinu, þá reyndu
þitt bezta, án þess aS missa augnablik,
áöur en þú reynir aS koma þeim í burtu
þaðan.”
Wilbur Chapman sagði: “Eg kynti
mér kenningu Jóhanns Calvins betur og
þaS var anda mínum styrkur, þegar eg
sá, að hann var aö vonast eftir Drotni
sínum. Charles H. Spurgeon, hinn
' mesti prédikari á sínum tíma, lifði í
hinni sömu von. D. L. Moody lét ald-
rei nokkurt tækifæri frá sér fara til
þess aö kunngjöra trú sína á endur-
komu Krists, og dr. A. J. Gordon í Bos-
ton uppörvaöi mig meira en nokkur ann-
ar maSur meS boSskap sínum um end-
urkomu Krists. Eg sá, aö Drottinn haföi
nota þessa menn, eöa notaði þá á sér-
stakan hátt, og skömmu seinna tók eg á
móti þessum sama sannleika, sem aS
öllu leyti breytti hugsunarhætti mínum
og hjálpaði mér til að verða sannari
máður bæSi gagnvart mönnum og
Kristi.”
G. Campbell Morgan sagöi: “Eg legg
aldrei höfuö mitt á koddann án þess að
hugsa um, aö þaö væri mögulegt aö
Kristur kæmi, áður en birti af aegi. Eg
játa þaö rólega og hátíölega, að ef þú
skyldir vilja reyna aö svifta mig þess-
ari von og segja mér, aö eg með prédik-
un fagnaðarerindisins þyrfti að snúa
öllum heiminum fyrst, þá mundi eg
hætta aö prédika. En segðu mér aö
kunngjöra heiminum evangelíum, pré-
dika það fagnaðarerindi, að Drottinn
innan skamms mun koma og binda enda
á verkið — þá mun eg syngja viö verk
mitt og bíða eftir því, sem boðar dags-
brún og þrá ljósið, sem mun brjótast
fram.”