Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 11
STJARNAN 123 skipun geröi þau óróleg aö nokkru leyti. Og þó henti ekkert óvanalegt hinar þrjár eftirfylgjandi vikur, meSan allur undir- búningur var gjörSur til aS reisa hiS nýja tígulsteinshús, sem rnundi skýla Judsons hjónunum fyrir hitabeitis sól- inni. Bréfin til hinna sjö safnaða. 7. bréf: “Og engli safnaSarins í Ivaódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er Amen, vott- urinn trúi og sanni, upphaf GuSs skepnu: Eg þekki verkin þín, aS þú ert hvorki kaldur eSa 'heitur. Því er þaS: af því aS þú ert hálvolgur, og ert hvorki kald- ur né heitur, mun eg skyrpa þér út af munni mínum, — af því aS þú segir: Eg er rikur og orSinn auSugur og þarfn- ast einskis, — og þú veizt ekki, aS þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. Eg ræS þér, aS þú kaupir af mér gull brent í eldi, til þess aS þú verSir auSugur, og hvit klæSi, til aS skýla þér meS, aS eigi komi í ljós vanvirSa nektar þinnar; og smyrsli aS smyrja meS augu þín, til þess aS þú verSir sjáandi. Alla þá, sem eg elska, þá typta eg og aga, ver því kostgæfinn og gjör iSrun. Sjá, eg stend viS dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn til hans og neyta kvöldverSar meS honum og hann meS mér. Sá er sigrar, hann mun eg láta sitja hjá mér í 'hásæti minu, eins og eg sjálfur sigraSi og settist hjá föSur mínum í hásæti hans. Hver sem eyra hefir, hann heyri, hvaS andinn segir söfnuSinuum.” — YO'p. 3. kap.j. Hér höfum vér þá síSasta safnaSar- bréfiS. ÞaS er líka hægt aS sjá á ávarpi þess, aS þaS bæSi er hiS siSasta í röS- inni og á viS hinn síSasta tíma: “Þetta seffir hann, sem er Amen.” Þessi söfn- uSur er þá líka “Amen” í sögu kristn- innar, sögu heimsins. Hann er hinn síSasti söfnuSur GuSs á jörSinni. NafniS “Eaódíkea” þýSir “dómur lýSs- ins”. ÞaS er lýSur, sem er uppi á “GuSs dómstíma.”. ÞaS er lýSur, sem á aS kunngjöra þann yfirstandandi og i hönd farandi dóm Guðs. ÞaS er lýSur, sem aS nokkru leyti verSur 'heiminum til dóms. ÞaS er lýSur, sem á aS stand- ast í dóminum. Sannarlega er þessi lýSur “lýSur dómsins”. SSSan 1844 hafa þessi orS, sem vér lesum í Opinb. 14, 7: “Óttist GuS og gefiS honum dýrS, því komin er stund dóms hans”, hljómaS meS “hárri röddu”, og verið kunngjörS til yztu endimarka jarðarinn- ar, af manneskjum sem virkilega trúa þessum orðum, og aS þau eigi viS yfir- standandi tíma. Hinn mentaSi heimur hefir veriS fyltur meS blöSum og bókum sem meS allri boSa GuSs yfirstandandi dóms tíma, og tugir þúsunda manna hafa lagt fram hina beztu krafta, sína til aS boSa þennan tímabæra sannleika hvellum rómi, aS Guðs dóms tími væri kominn. Hinn rannsakandi dómur á himnum, sem vér áSur höfum minst á,— væri byrjaSur. Hreinsun hins himneska helgidóms væri yfirstandandi. ÞaS er auSséS, aS söfnuSur þessi lif- ir á tíma andlega kuldans, kæruleys- isins og vantrúarinnar, því hann er “hálfvolgur”, segir hann sem er “Arnen”, og “hvorki kaldur né heitur”. Þegar Frelsarinn talar um hinn síSasta tíma, talar hann um hann, sem tíma vantrúar og spillingar. Hvort mun Mannsins- sonur finna trúna á jörðunni, er hann kemur,” segir hann á einum staS, og á öSrum staS segir han, aS “kærleikur fjölda manna muni kólna”, “vegna þess

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.