Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.08.1923, Blaðsíða 15
STJARNAN 127 'semur út mánaöarlega. f Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A . 1 Stjarnan kostar $1.50 um áriö í Canada, Bandaríkjunum og á Islandi 1 ("Borgist fyrirfram). Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVÍÐ GUÐBRANDSSON Ej Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. r Talsími: A-4211 IiiiiMiHuiiiiiiiiiiiiiL'iiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiilliluiiiiiiiiililiin^ P P I B H llllllll? kynssagan framleitt nokkuS, sem líkist þessari mynd? Vissulega! Vér höfum séS slíkt vald koma fram á sjónarsviKiö, sem hefir upphafiö sjálft sig, sett sig í GuSs musteri, söfnuöinn, og ef vér grann- kynnum oss þetta, sjáum vér aö þaö byrjaöi jafnvel á dögum postulanna. FRÉTTIR. Fyrir nokkru reyndu tvær ungar kon- ur að fyrirfara sér. Þær voru báðar búnar aö stýfa hár sitt eftir nýjustu tízku, en þegar þær komu heim, urðu eiginmenm þeirra bálvondir, já, annar þeirra fór svo langt, aö 'hann gaf kon- unni sinni góöa hýðingu. Hún fór út og tók fimtán pillur af þeirri tegund, sem læknarnir nota til að lina kvölum, og eina sterka eiturpillu i viöbót til þess aö vera viss um aö deyja fljótlega; en læknamir á spítalanum, þar sem hún nú liggur, eiga góöa von um að geta bjarg- aö lífi hennar. Hin, sem varð fyrir á- vitum og skömmum mannsins, fór ofan að ánni og fleygöi sér í vatnið, en lög- regluþjónn náði henni áður en hún fór að sökkva. Ætli það hefði ekki verið betra að hafa borið hár sitt eins og nátt- úran sjálf kennir kvenþjóðinni, í stað- inn fyrir að ganga í kring eins og fífl, sem fyrirlitin eru af öllum karlmönnum, sem skynsemi eru gæddir. Það kemur oft og tíÖum fyrir nú á tímum að konur, sem eru orðnar gráar fyrir hærum, koma inn á rakarastofu til að stýfa hár sitt. Meðan þær í speglinum fyrir framan sig ‘horfa á hárið, sem þær hafa borið alla sina æfi, detta í ríkum mæli á gólfið til þess að verða fótum troðið af mönnum og sópað í burtu með öðru rusli, grenja þær hástöfum. En hvað er annað að gjöra, eins lengi og þær eru haldnar í þrældómi af tízkudjöflinum og vilja með engu móti lofa frelsaran- um að veita sér frelsi frá öllu þess^ ’háttar. Þær verða þvingaðar til að fleygja heiðri sínum, sómatilfinningu og dómgreind fyrir borð og fylgja tízkunni hve vitlaus sem hún kann að vera. Okið sem hvílir á þrælum og ambátt- um tízkunnar, hlýtur að vera mjög þungbært. Eins. og stendur, eru átta hundruð leikhús í Canada. Þrjú hundruð eru í Ontario, eitt hundrað og tuttugu í Que- bec, níutíu og þrjú í Nova Scotia og New Brunswick, eitt hundrað og þrjá- tíu og eitt í Manitoba; þrjátíu og fjögur af þeim í Winnipeg; fjörutíu og sex i British Columbia og færri en hundrað í Alberta og Saskatchewan til samans.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.