Ný Dögun - 01.11.1993, Side 5
/\)ý Dögurv
Frá ritstjóra
Ágætu lesendur
Hér kemur út 3. árgangur tímarits Nýrrar Dögunar, samtaka um sorg og
sorgarviðbrögð í Reykjavík.
Tímaritið í ár er byggt upp út frá þeirri hugsun, að syrgjendur fái
ábendingar um úrræði, sem nota megi eftir atvikum.
Samtökin hafa núna opnað eigin skrifstofu í Sigtúni 7 í Reykjavík og er
það von okkar, að með tímanum verði hægt að auka þá þjónustu, sem þar
er hægt að veita, t.d. upplýsingaþjónustu hvers konar.
Opin hús og fyrirlestrar hafa verið haldnir í Safnaðarheimili
Grensáskirkju þetta árið. Nú í haust hófum við síðan vinnu í svokölluðum
nærhópum, sem eru lokaðir, fámennir hópar, þar sem syrgjendum gefst
tækifæri til að ræða um sorg sína á samverustund, þar sem návist og traust
eru höfð í öndvegi.
Þökk sé stuðningsaðilum tímaritsins. Án þeirra væri þessi útgáfa ekki
möguleg.
Við verðum vör við, að umræða um sorg og sorgarviðbrögð hafi aukist
þau 6 ár, sem samtökin hafa starfað. Enn er verið að stofna ný systursamtök
í landinu og ber að fagna því. Auk þess ber meir á því, að námsefni
framtíðar heilbrigðisstarfsfólks taki mið af þessari umræðu.
Enn sem fyrr eru stærstu hóparnir, sem starfað hafa innan
sorgarsamtaka í landinu þeir, sem misst hafa maka og þeir, sem misst hafa
börn. Um barnsmissi hefur verið fjallað í fyrri tímaritum, svo og í bókinni
„Von", sem kom út í fyrra. I þessu tímariti fær makamissir nokkra
umfjöllun, svo og nokkur þau áföll, sem fjölskyldur þurfa að takast á við.
Vonandi kemur þetta efni syrgjendum í landinu að góðum notum.
Bragi Skúlason
5