Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 11

Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 11
DöguKv Ég held að þessi setning lýsi því einstak- lega vel hvernig það er að vera ástvinur þess sem hefur sjúkdóminn krabbamein á lokastigi. Annars vegar er hinn yfirvofandi missir eitthvað sem ómögulegt er að hugsa um og hins vegar reynir mikið á líkamlegt og andlegt þol aðstandenda fólks með þennan sjúkdóm. Líklega reynir hvergi eins á ástvinasambönd eins og þegar alvarlegan sjúkdóm ber að garði og það þekkja þeir best, sem reynt hafa. Góð tjáskipti eru mikilvæg. Það, að tala saman, gerir oft gæfumuninn. Það er líka mikilvægt að fá aðstoð við að læra að þekkja viðbrögð, sem maður skammast sín fyrir og skilja að þau eru eðlileg og að nánast allir, sem ganga þessa leið, upplifa þau. Vinur minn einn missti konu sína úr krabba- meini þegar þau voru aðeins rétt um þrítugt. U.þ.b. ári seinna hitti ég hann og hann trúði mér fyrir sektarkennd, sem ennþá þjakaði hann mikið. Þetta hafði hann ekki þorað að segja nokkrum manni. Þegar konan hans unga var í lyfjameðferðinni, brást hann við með því að hella sér út í vinnu. Hann tók að sér mikið ábyrgðastarf, sem tók allan hans tíma. Hann var afar lítið heima við. Þau bjuggu úti á landi og konan þurfti að koma til Reykjavíkur, margar ferðir, til að fá krabbameinsmeðferðina sína. I hvert sinn stefndi hún að því að vera komin heim með flugvélinni áður en ógleðin og uppköstin byrjuðu. Hann óskaði þess oft með sjálfum sér að það yrði ófært svo hún kæmist ekki, því tíminn eftir lyfjagjafirnar var martröð á heimilinu. Endirinn nálgaðist, heimsóknir á spítal- ann voru orðnar erfiðar og tímafrekar þegar einnig þurfti að hugsa um þrjú lítil börn. Hann óskaði þess þá að þetta færi nú að taka enda. Það var aldrei talað um væntan- legan aðskilnað, aldrei talað um dauðann. Enginn veit hvað hún hugsaði allan þennan tíma, en við vitum núna hvað hann barðist við í sínum huga. Þegar hann loksins fékk tækifæri til að skilja að hugsanir og tilfinn- ingar af þessu tagi eru afar eðlilegar og mannlegar og hafa ekkert með væntum- þykju og ást til sjúklingsins að gera, þá urðu kaflaskipti í sorgarúrvinnslunni og lífið fór að taka á sig nýja mynd upp frá því. Hann talar oft um það síðan hversu þessar litlu upplýsingar skýrðu margt fyrir honum og breyttu mörgu. Ráðgjöf Skoðun mín og reynsla er sú, að það er ákaflega mikilvægt að öllum, sem fá sjúk- dóminn krabbamein og aðstandendum þeirra, sé gefinn kostur á að ræða eins mikið og hver vill og getur um tilfinningamálin. Það segir sig sjálft að það hlýtur að breyta mörgu fyrir flesta að fá handleiðslu af ein- hverju tagi í þessu ferli alveg frá upphafi. Nú í dag eru stuðningshópar í gangi á veg- um Krabbameinsfélags íslands og veit ég að þar leggja margir fram óeigingjarna og ólaunaða vinnu sem hjálpar mörgum. Sumir læknar hafa tekið þetta að sér að einhverju leyti, en þetta dugar engan veginn til. Ég á mér þann draum að áður en langt um líður verði til staður, eða bara lítið skot til að byrja með, þangað sem krabbameinssjúkl- ingar og aðstandendur þeirra geta leitað til að ræða málin og fá ráðgjöf. I draumnum mínum geta þeir valið hvern þeir vilja tala við. Hjúkrunarfræðing, lækni, sálfræðing, prest, eða einfaldlega einhvern, sem hefur gengið í gegnum þetta sama. Þarna á fólki einnig að gefast kostur á að starfa með sjálfshjálparhópum, sem bjóða upp á vinnu með tilfinningar og viðurkenna þá stað- reynd, að við getum hjálpað hvert öðru við að komast af með því að vinna saman. í þessu draumaskoti mínu á þetta fólk einnig kost á að fá andlega næringu í formi nudds og heilunar. Ég ef þá skoðun að gildi nudds og snertingar sé annað hvort vanmetið eða ekki enn uppgötvað á svo mörgum sviðum í lífinu. Þarna er einnig hægt að fá sérhæfða næringarráðgjöf, ráðgjöf í kynlífsmálum, leikfimi, og svo er þarna lítil búð, þar sem 11

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.