Ný Dögun - 01.11.1993, Page 13

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 13
/V]ý DöguKv frí?" „Af hverju fórum við ekki fyrr til læknisins?" Við verðum að læra að tjá ást okkar og kærleika alla tíð og sérstaklega þegar við erum að missa ástvin, til þess að forðast eftirsjána og samviskubitið sem rýrir okkar eigin lífsgæði og athafnaorku þegar upp er staðið. Starfsfólk Heimahlynningar fyrr og síðar hefur átt stóran þátt í að brjóta blað í um- önnun krabbameinssjúklinga með langt genginn sjúkdóm og gert mörgum kleift að dvelja heima við um lengri eða skemmri tíma, með því að veita alla þá þjónustu sem mögulegt er heima, styðja við aðstandendur sem annast sjúklinginn í heimahúsi og veita öryggi sem felst í því að alltaf er hægt að fá heim hjúkrunarfræðing og lækni á hvaða tíma sólarhringsins sem er ef eitthvað kemur upp á. Þeir sem vinna við Hospice hugmynda- fræðina eru þeir, sem eru tilbúnir til að ganga þessa erfiðu leið missis og einmana- leika með samferðafólki sínu hér. Þetta eru þeir sem þekkja leiðina, bregðast við aðstæð- um og gefa einstaklingnum færi á að halda reisn til síðustu stundar, þrátt fyrir ýmsar takmarkanir. Með tilkomu starfsemi sem þessarar hefur það aukist til muna á síðustu árum að fólk hefur valið að deyja heima. Með þessu móti hefur Hospice hugmynda- fræðin, auk hinnar þekktu Elizabethar Kubler-Ross átt sinn stóra þátt í draga fram í dagsljósið umræðuna um dauðann og einnig varpað skýru ljósi á þarfir hinna deyjandi og aðstandenda þeirra sem eru sérstakar og margvíslegar. Ég starfaði við Heimahlynningu K. í. í 2 1/2 ár. Þann 1. nóvember 1992 hóf ég samstarf við Krabba- meinslækningadeild Landspítalans og stofnaði nýja hjúkrunarstofu ásamt Þóru Björgu Þórhallsdóttur hjúkrunarfræðingi. Með okkur starfa þær Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kellrun Langdal hjúkrunarfræðingur. Þessi nýja hjúkrunar- stofa hlaut nafnið Heimastoð og er óneitan- lega afsprengi Heimahlynningar og starfar að sjálfsögðu í anda Hospice hugmynda- fræðinnar. Við höfum því lagt okkar að mörkum til að breiða út þessa hugmynda- fræði, enda leggja allir virtustu forsvars- menn þessara fræða erlendis eins og Dame Cicely Saunders upphaflegur stofnandi Hospice hreyfingarinnar mikla áherslu á að hugmyndafræðin verði útbreidd hvar sem er og hvert sem er, svo hún nýtist sem flestum krabbameinssjúklingum með langt genginn sjúkdóm og aðstandendum þeirra hvar svo sem þeir eru niðurkomnir, heima eða á sjúkrahúsum. Heimastoð er 1 árs þegar þetta er ritað, komin vel á legg og hefur sýnt sig að þörfin er mikil fyrir þessa viðbótarþjónustu við krabbameinssjúklinga í heimahúsum. A^ÍSSÍF* I þrjú ár hef ég því þrammað leiðina óteljandi sinnum í hlutverki hjúkrunar- fræðingsins. Önnur hlutverk hef ég ekki reynt sjálf og sýni ykkur því inn í heim missis vegna krabbameins með augum hjúkrunarfræðingsins. Missir er tap á einhverju, sem er okkur mikils virði. Lífið er okkur allt. Hvað er dýrmætara en það? Dauðinn er endanlegt tap á lífinu og missirinn á ferlinu er marg- víslegur. Hann er líkamlegur, tilfinninga- legur og félagslegur. Líkamlegur missir byrjar með missi á heilsunni. Líkamlegur styrkur minnkar, þyngdartap verður oft mikið og þar með talsverðar útlitsbreyt- ingar. Einnig verða útlitsbreytingar vegna krabbameinslæknandi meðferða s.s. hár- missir vegna lyfja- eða geislameðferða, vegna steralyfja, eða breytingar vegna skurðaðgerða af ýmsu tagi. Líkamsímynd breytist verulega og er þetta sérstaklega erfitt fyrir fólk sem hefur alltaf áður verið viðkvæmt fyrir útliti sínu eða jafnvel byggt sjálfstraust sitt á því. Ein kona sem er sjúkl- ingur minn núna missti brjóst fyrir 10 árum vegna krabbameins. Hún hefur aldrei komist yfir þennan missi því hún hafði fallegan líkama, sem hún var ákaflega stolt af. 13

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.