Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 16
/vjý Dögim
minningum og ýmsu af því fallegasta sem
maður sér í mannlegum samskiptum. Það
hefur einnig færst mjög í vöxt með tilkomu
þess að fólk deyr oftar heima í dag en það
gerði fyrir nokkrum árum, að haldin er
sérstök húskveðja áður en sá látni er fluttur
burt. Það er prestur sem sér um húskveðj-
una( þarf ekki að vera algilt, getur verið
hver sem er vel til þess fallinn að veita
stuðning með hlýjum orðum). Nánustu ætt-
ingjar hins látna eru viðstaddir og stundum
við hjúkrunarfólkið og læknarnir þá
sérstaklega ef við höfum kynnst fjölskyld-
unni vel.
Pagfólk
Við, sem höfum lagt fyrir okkur þetta
starf og viljum hvergi annars staðar vera,
erum oft spurð að því hvernig við getum
þetta og hvort þetta sé ekki erfitt. Sumum
finnst við meira að segja vera smáskrítin.
Okkur finnst við auðvitað vera í góðu lagi í
aðalatriðum en hvernig höldum við okkur
þannig og hvernig líður okkur með þetta?
Nú verður hver að svara fyrir sig. Ég svara
fyrir mig. Það eru ákveðin viðhorf, sem ég
hef núna að leiðarljósi í sambandi við starf
mitt. Það tekst ekki alltaf að framfylgja þeim,
en þetta eru viðmið. Ég reyni að vera fagleg
í alla staði. Fagaðili er sá, sem verður það
góður í sínu fagi og starfsamur að hann
hefur öryggi til að slappa af og vera mann-
legur. Eingöngu með því að vera faglegur
getur sá, sem vinnur við Hospice haft
samband við fólk á árángursríkan hátt. Ég
býð upp á minn mannlega þátt til notkunar
hverjum sem vill - eins og ég get sjálf. Það
er það sem mér finnst ég geta gert best. Það
að vera mannleg er að deila hlýju, heiðar-
leika, ljúfmennsku, kærleika, umhyggju,
ábyrgð og jafnvel þögn inn í líf fólks sem er
að mörgu leiti einangrað. Til þess að geta
gert þetta verð ég að ná tökum á og vinna
úr mínum eigin missi og sorg. Ég þarf
stuðning við þetta. Stuðning sem ég fæ ekki
alltaf heima því fólkið mitt segir stundum
og ég skil það vel: „Ef þetta er svona erfitt
gerðu þá bara eitthvað annað!" En ég vil
ekki gera eitthvað annað eins og er. Ég styðst
við mína vinnufélaga - allir þurfa einhvern.
Ég þarf að vera í jafnvægi í þessari vinnu.
Ef það raskast mikið eða lengi þá brenn ég
út og get ekki meira. Ég reyni að hafa vinnu-
daginn ekki of langan. Ég tek mér góð frí
eins oft og ég get og skil vinnuna eftir í
vinnunni þegar ég fer heim. Innra jafnvægi
og vellíðan á vinnustað og í einkalífi fleytir
manni alla leið. Mér hefur lærst smám
saman að raða lífi mínu þannig saman að
ég er nokkuð ánægð með það í heild sinni.
Einungis með því móti get ég gefið í þetta
starf það sem til þarf.
Sorg og missir eru þættir sem við öll
stöndum frammi fyrir fyrr eða síðar á einn
eða annan hátt. Mikilvægt er að læra smám
saman að þekkja þau erfiðu tilfinningaátök
sem fylgja, lesa sér til og leita hjálpar hjá
þeim, sem eru reiðubúnir að aðstoða og
þekkja þetta ferli vel af eigin reynslu, eða
hafa kosið sér að starfa við aðstoð af þessu
tagi. Ákveðnir aðilar í hjúkrunarstétt, lækna-
stétt, prestastétt, auk sálfræðinga og félags-
ráðgjafa hafa þekkingargrunn, reynslu og
menntun til að leiðbeina fólki inn á réttar
leiðir í þessum efnum öllum í kring til
þroska og nýrrar dögunar.
Og að lokum eftirfarandi:
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
Snorri Hjartarson.
16