Ný Dögun - 01.11.1993, Side 25
/sJý "D&gun-
sé talið og er þá heimilt að kryfja líkið, enda
hafi hinn látni eða nánasti vandamaður,
sbr. 3. mgr. 2. gr.(Með nánasta vandamanni
er átt við maka (sambýlismann eða sam-
býliskonu), börn, ef hinn látni átti ekki
maka, foreldra, ef hinn látni var barnlaus,
eða systkini ef foreldrar hins látna eru einnig
látnir), samþykkt krufninguna. Þurfi að afla
samþykkis nánasta vandamanns fyrir
krufningu skal læknir veita upplýsingar um
tilgang og markmið krufningarinnar.
Vandamönnum er heimilt að krefjast
krufningar ef í ljós kemur að ekki er af
hálfu læknis hins látna fyrirhugað að óska
eftir krufningu. Réttarkrufning er undan-
þegin lögumþessum". 6. gr."Krufningu skv.
5. gr. má ekki framkvæma ef læknir hins
látna hefur ástæðu til að ætla að réttar-
krufningar verði krafist".
Þegar réttarkrufning fer fram, þá þarf
ekki að fá samþykki vandamanna.
Vegna sjúkrahússrannsókna er leitað
eftir samþykki vandamanna, en þar er um
að ræða dauðsfall á sjúkrastofnun og lækni
þykir ástæða til að vita nánar um aðdrag-
anda að dauðsfallinu. Vandamenn hafa fulla
heimild til að neita krufningu við slíkar
aðstæður.
Hugsunin um krufningar tengist nokkuð
oft erfiðum tilfinningum hjá syrgjendum.
Sumum finnst nóg komið, að vera búnir að
missa ástvini, að ekki bætist krufning við.
Hins vegar má ljóst vera, að séu ástæður
fyrir dauðsfalli ekki ljósar, þá sé það afar
mikilvægt að fá þau svör, sem krufning
getur veitt, sérstaklega upp á seinni tíma.
J_okao»*ð
Það, hvernig við syrgjum, er persónu-
bundið. Við vitum ekki fyrirfram hvernig
við munum bregðast við, þegar við
stöndum í þeim sporum að missa ástvini.
Það kemur líka óþægilega á óvart hversu
margir af þeim, sem við teljum til náinna
vina, reynast feimnir við að veita stuðning í
sorg. Það kemur líka á óvart hversu mjög
lífið breytist við það að við förum um land
sorgarinnar. Og það gerist nokkrum sinnum
á lífsleiðinni.
Stjórn og varastjórn Nýrrar Dögunar
Sigurður Jóhannsson, formaður
Bragi Skúlason, varaformaður
Elísabet Ingvarsdóttir, gjaldkeri
Rósa Jónsdóttir, ritari
Elínborg Jónsdóttir, meðstjórnandi
Ingibjörg Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
Erla Hafliðadóttir, meðstjórnandi
Varastjórn
Guðlaug Gunnarsdóttir
Jóna Dóra Karlsdóttir
Kristín Aðalsteinsdóttir
Stefanía Þorgrímsdóttir
Þóra Björg Þórhallsdóttir
25