Ný Dögun - 01.11.1993, Side 27
/Vjý Dögu^
Maðurinn minn dó skyndilega. Ég varð
að sækja öll úrræði sjálf með hjálp ættingja
og ég lít á það sem lán mitp að hafa átt góða
að í þessum aðstæðum. Ég kunni ekkert á
"kerfið". Svo fannst mér ég vera öðru vísi
en annað fólk. Ég sá fólk hvíslast á og það
tiplaði á tánum í kringum mig. Mér fannst
ég ekki fá tækifæri til að tala og vera eins og
ég vildi innan um fólk.
Svo kom þörfin fyrir að hitta einhvern
sem hafði upplifað það sama og ég, eða
a.m.k. eitthvað líkt. Ég leitaði að einhverjum,
sem vildi vita hvernig þetta væri. Þetta rak
mig áfram. Fljótlega fann ég slíkan aðila í
samverkakonu minni, sem líka hafði misst
maka nokkrum árum áður. Hún bauð mér
greiðan aðgang að sér og var mér ómetan-
leg. Ég tók eftir því, að hún gat brosað og
hlegið þrátt fyrir missinn. Það gaf mér von,
eitthvað til að horfa fram til.
Sp.-Svo fór hópur syrgjenda að hittast...
Olga-Um hálfu ári eftir missinn hitti ég
Jónu Dóru. Við komumst að þvý að okkur
fannst báðum, að það þyrftu að vera til
samtök fyrir syrgjendur. Við áttum svo
margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkan missý
Jóna Dóra missti börn, og okkur fannst við
skilja hvor aðra mjög vel. Samtökin urðu
svo til upp úr hópi, sem hittist frá því í
nóvember 1986 og þar til samtökin voru
stofnuð í desember 1987.
Okkur fannst vanta fræðslu og stað-
festingu á því, að sorg væri hreinlega til.
Okkur fannst sorgin svo lítið viðurkennd.
Alltaf fékk maður klapp á bakið og svo var
manni sagt að harka af sér. Það vantaði
leyfi til að ganga ferlið eins og manni er
nauðsynlegt.
Þátttakan á fyrstu fræðslufundunum var
mjög mikil og sýndi þörfina. Ein kona sagði
við mig:"Mikið er gott að þið eruð til, ef
eitthvað skyldi koma fyrir hjá mér".
Sp.-Þegar þú lítur til baka á sorgarferli
þitt, hvað ber þá hæst?
Olga-Ég hegðaði mér fyrst eins og hetja í
fornsögunum. Ég var "dugleg", bar harrn-
inn í hljóði, vann eins og forkur. En þetta
hefur bara ekkert með "dugnað" að gera.
Öll vinnan sem ég vann, brauðstritið, að
hugsa um börnin, maður mátti ekki vera að
því að hugsa um sig. Ég hef trúlega flestað
töluvert mörgu í mínu sorgarferli. Tíminn í
hópnum og í sorgarsamtökunum var sjálf-
sagt sá tími, sem ég skammtaði mér í minni
sorg. Ég hvíldi mína nánustu og vinnu-
félagana með því að sinna mínu í samtök-
unum. Mér fannst gott að vinna mikið og
þurfa ekki að hugsa á meðan, en það var
líka mjög erfitt. Ég upplifði mig í vissri
vernd á vinnustað. Samstarfsfólkið vissi
hvað gerst hafði og trúlega hlífði mér. En
hálfu ári eftir missinn spurði nýr samstarfs-
maður mig hvað hefði komið fyrir. Og við
það að þurfa að segja það upphátt, þá horfð-
ist ég í augu við missinn á nýjan hátt. Á
svipuðum tíma fór ég í fyrsta skipti í leikhús
eftir missinn og fann mig ákaflega einmana
í fjölmenni.
Sp.-Hvað með tilfinningar sorgarinnar?
Olga-Fyrst fann ég uppgjöf. Svo liðu 2-3
vikur og þá kom doðinn, Svo komu líkamleg
einkenni, sem ég var mjög hrædd við. Ég
var viss um að ég myndi einhvern tíma
"springa" og reyndi að finna mér einhvern,
sem ég treysti til að taka við viðbrögðum
mínum þegar það gerðist. En ég gekk á
marga veggi og "sprakk" á endanum ein
heima hjá mér. Þarna hefði ég þurft, ég sé
það núna, að fá undirbúning frá einhverjum,
sem þekkti þetta.
Svo kom reiðin. Hún beindist að aðstæð-
um mínum, að manninum mínum fyrir að
hafa yfirgefið mig, að "kerfinu". Stundum
fannst mér þetta vera eins og leið mín lægi
um haugasjó. Lengst niðri í öldudal var
deyfð og depurð og svo reis ég upp í vellíðan
á öldutoppi. Þetta voru krappar öldur. En
svo jafnaðist þetta út. Þó var einmanaleikinn
ævinlega til staðar, auk öfundar út í hjón,
sem ég sá og sérstaklega út í þau hjón, sem
voru að skilja, af engu tilefni að mér fannst.
Sp.-En hvernig líður þér núna?
Olga-Mér líður vel. Þó geri ég mér grein
fyrir því, að þessi reynsla verður alltaf til
staðar. Það koma alltaf tímamót, sjálfsagt
svo lengi sem ég lifi, sem fela í sér sterk
tilfinningaviðbrögð. Það verður maður að
skoða sem sjálfsagðan hlut.
27