Ný Dögun - 01.11.1993, Page 30

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 30
Alý Döguia staðar, enþað kemur líka til af öðrum hlutum, sem fylgja nýju lífi. Ég reyni að nota missinn ekki sem blóraböggul fyrir því, sem gengur illa. En auðvitað finn ég fyrir ýmsu, sem gerir mig órólega, sem ég tengi beint þessum atburði, en þrjú og hálft ár eru ekki mjög langur tími í þessu annars erfiða ferli og er því sennilega margt eftir sem ég á enn eftir að y firstíga. Ég fer enn langt niður, en staldra styttra við og ég fer aldrei eins langtniður og ég gerði. Ég er einfaldlega glöð yfir miklum tilfinn- ingalegum árangri á ekki lengri tíma. Þetta er algjörlega mín upplifun af missi ogég veit að það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við. Það getur verið háð aldri og þ ví hvernig fólk brást við erfiðleikum fyrir missi svo eitthvað sé nefnt. En þó held ég að tilfinningaviðbrögð fólks við missi séu einna líkust fyrstu sex mánuðina Þó svo að reynsla sem þessi sé bæði mjög sár og erfið þá læra flestir einhvern veginn að lifa með því. Það er einfaldlega ekkert annað sem býðst. Haustið 1990 var haldin námstefna um áfallahjálp á vegum geð- hjúkrunarfræðinga Borgarspítalans. Leiðbeinandi var Steinar Ersland, geðlæknir, frá Noregi, sem hefur víðtæða þekkingu og reynslu af þessum málaflokki. Næstu 2 árin á eftir voru líka haldnar námstefnur um sama efni. í kjölfarið hefur umræða um þessi mál aukist. Vorið 1992 kölluðu Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma til fundar við sig fulltrúa Almannavarna, Rannsóknarlögreglunnar, Rauða Krossins og þjóð- kirkjunnar og kynntu þeim áætlun sína ef um dauðaslys, þar sem margir færust, yrði að ræða. í framhaldi af því tók til starfa hópslysanefnd á vegum Kjalarnesprófastsdæmis og Reykjavíkur- prófastsdæma að frumkvæði prófastanna þriggja. Nefndina skipuðu: sr. Bragi Skúlason, formaður, sr. Birgir Ásgeirs- son, sr. Gísli Jónasson, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og sr. Þorvaldur Karl Helgason. Nefndin skilaði frumáliti til héraðsfunda prófasts- dæmanna þriggja s.l. haust og hefur verið falið að halda áfram vinnu sinni. Það er brýnt, að skoðað sé, hvaða aðilar geti við hópslysaaðstæður aðstoðað þá, sem um sárt eiga að binda og úrræði til lengri tíma mótuð. 30

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.