Ný Dögun - 01.11.1993, Page 34

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 34
AJý Dögun. Hvað á að segja/gera andspænis syrgjanda? Hafðu samband við syrgjandann svo fljótt sem auðið er. Best er að mæta á staðinn og gefa af tíma sínum. Það getur verið gott fyrir syrgjandann að fá að segja hvernig honum/henni líður. Þú gerir rétt ef þú hlustar. Láttu þínar eigin tilfinningar vísa þér leið, ekki fyrirfram lærðar formúlur frá öðrum. Töfraorð huggunarinnar eru ekki til, aðeins ófullkomin orð frá fólki, sem við vonum að sé vel meinandi. Snerting og/eða faðmlag segir meira en mörg orð. Huggunin liggur meira í því hver maður er, heldur en hver maður segist vera. Hvetja syrgjandann til að koma út með eins mikla sorg og mögulegt er strax, mildilega, ekki með þrýstingi. Það er allt í lagi að tala um hinn látna. Endilega að segja nafn hans/hennar. Kannski hefur einhver í syrgjendahópnum gleymst. Hver vill taka að sér að sinna honum/henni? B.S. 34

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.