Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 17.11.2018, Qupperneq 34
Upplýsingamiðstöð Suður­lands er ein af upplýsinga­miðstöðvum landshlutanna. Hún hefur verið starfrækt síðan 1999 og er opin allt árið um kring. Hún sinnir fyrst og fremst upplýs­ ingagjöf til ferðamanna og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að öryggi ferðamanna og ábyrgri ferðaþjónustu. „Við þjónustum fyrst og fremst ferðamenn, en einnig ferða­ þjónustuaðila sem leita til okkar. Við svörum mörgum fyrirspurnum í gegnum síma og tölvupóst, en aðallega á gólfinu,“ segir Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, forstöðumað­ ur upplýsingamiðstöðvarinnar. „Við stuðlum að öryggi ferða­ manna, sem er mjög mikilvægt af því að heimsóknirnar eru svo margar. Fólk trúir því oft ekki hvað margir koma til okkar á hverjum degi, en yfir sumartímann heim­ sækja okkur að meðaltali yfir þrjú þúsund manns á dag. Það er mjög mikilvægt að koma beinum upplýsingum til ferða­ manna eins og við gerum. Ferða­ menn eru oft ekki með réttar upplýsingar og jafnvel þó svo sé, er öryggi í því að leita til heima­ manna og fá staðfestingu á að maður hafi allt á hreinu,“ segir Sigurdís. „Svo eru líka einstaka ferðamenn inn á milli sem eru algjörlega óundirbúnir en hafa þó vit á að leita til okkar og þá getum við hjálpað. Upplýsingamiðstöðvarnar hér á landi eru greinilega þekktar meðal ferðamanna og þeir leita okkur oft uppi,“ segir Sigurdís. „Okkar mið­ stöð hefur líka haft gæðavottun frá Vakanum, gæðakerfi ferða­ þjónustunnar, síðan árið 2016 og við vorum fyrsta upplýsingamið­ stöðin á landsbyggðinni til að fá þá vottun.“ Það er því mikilvægt starf unnið hjá Upplýsingamiðstöð Suður­ lands og upplýsingamiðstöðvar landshlutanna eru veigamikill þáttur í ábyrgri ferðaþjónustu. „Þess vegna erum við líka til dæmis í samstarfi við SafeTravel til að auka meðvitund um öryggisatriði,“ segir Sigurdís. „En meðvitund um þessi mál hefur almennt aukist eftir slysin sem hafa því miður orðið.“ Ýmis rekstur styður starfið „Stærsti hlutinn af fjármagninu okkar kemur frá Hveragerðisbæ og ég vinn mikið í ferðamálum fyrir bæinn vegna þess, en við fáum líka fjármagn frá SASS, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Ferða­ málastofu,“ segir Sigurdís. „Þetta er ekki há upphæð, svo við höfum tekið upp á ýmsu til að drýgja tekjurnar, því það hefur verið farið fram á lengra og betra aðgengi að okkur. Við höfum til dæmis fengið leyfi til að bóka í ferðir og annað slíkt, við seljum minjagripi, starfsemin er rekin í samvinnu við Pósthúsið og við erum einnig með sýninguna „Skjálftinn 2008“, þar sem við bjóðum fólki að borga sig inn í jarðskjálftahermi,“ segir Sigurdís. „Til að halda upplýsingamiðstöðv­ unum opnum er sniðugt að hafa annan rekstur með á þennan hátt, en það þarf að vera rekstur sem hentar starfseminni og það þarf að vera þekkingargrundvöllur til staðar til að sinna því öllu. Þessi rekstur hefur skilað því að nú erum við þrjú í heils árs starfi, en yfir háannatímann á sumrin starfa hér sex manns. Í upphafi var hér bara eitt stöðugildi, svo þjónustan hefur aukist mikið.“ Fyrir nokkrum árum hittum við þrjá döff (táknmáls tal­andi) ferðamenn sem höfðu klárað hringveginn. Þau höfðu á orði að Ísland væri voða fallegt en að þau hefðu ekki séð neitt táknmál í allri ferðinni. Þau voru nánast útbrunnin eftir þessa ferð, sáu margt en misstu líka af mörgu. Þessi saga varð til þessað við fórum alvarlega að spá í ferðaþjónustu fyrir döff ferðamenn,“ segir Sigur­ lín sem stofnaði ferðaþjónustuna Deaf Iceland Tours árið 2017 ásamt Trausta Jóhannessyni, Steinunni Lovísu Þorvaldsdóttur, Branic Keltz og Magnúsi Sverrissyni. „Trausti er með meirapróf og keyrir oftast rútuna okkar, Stein­ unn er menntaður þjóðfræðingur og hefur séð um leiðsögn, Branic er frá Boston, hann er menntaður kvikmyndatökumaður og lærður í frumkvöðlafræðum og Magnús hefur reynslu af að vinna með ferðamönnum.“ Sjálf er Sigurlín menntuð í frumkvöðlafræðum og sinnir öllu því sem þarf að sinna hverju sinni. „Ég svara fyrirspurn­ um, bý til ferðaplön og sé um sam­ skipti sem oft fara fram í gegnum Facetime eða Whatsapp og þá á alþjóðlegu táknmáli.“ Fyrirtækið er rekið heiman að. „Það væri æðislegt ef hægt væri að vera inni á gafli hjá ferðaþjónustufyrirtæki.“ Gaman að hitta nýtt döff fólk Eitt af verkefnum Sigurlínar er að vera leiðsögumaður í ferðum með döff ferðamenn. „Það er margt skemmtilegt við þetta starf. Maður hittir nýtt fólk og það er einstaklega gaman að hitta döff fólk hvaðanæva úr heiminum og fræðast um hvað það er að gera í sínu heimalandi. Eftir því sem ég hitti fleira döff fólk og menntað, sé ég hve fátæklegur vinnumarkaður­ inn fyrir döff er hér á Íslandi. Ég hef hitt döff frá Skotlandi sem er læknaritari á háskólasjúkrahúsi og ítalska döff konu sem vinnur hjá sýslumannsembættinu í sinni heimaborg á Ítalíu. Ég hef skipu­ lagt brúðkaupsferð fyrir frægan döff leikara frá Bandaríkjunum. Það er mjög gaman að hitta þau og fá annars konar sjónarmið á döff Eftir því sem ég hitti fleira döff fólk og menntað, sé ég hve fátæklegur vinnumark- aðurinn fyrir döff er hér á Íslandi. Það er mjög mikil- vægt að koma beinum upplýsingum til ferðamanna eins og við gerum. Ferðamenn eru oft ekki með réttar upp- lýsingar og jafnvel þó svo sé, er öryggi í því að leita til heimamanna. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir er einn af stofn- endum Deaf Iceland Tours og starfar meðal annars sem leiðsögumaður. MYND/ERNIR Táknmál og ferðalög okkar ástríða Deaf Iceland Tours skipuleggur ferðir á táknmáli um Ísland. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir segir mikla þörf á slíkri þjónustu en döff ferðamenn koma hingað helst frá Bandaríkjunum og Evrópu. heiminn,“ segir Sigurlín sem er núna ásamt Steinunni í námi hjá Endurmenntun – Leiðsögumanna­ nám á háskólastigi. „Það er alveg meiriháttar fróðlegt.“ Flestir frá USA og Evrópu „Táknmál og ferðalög eru okkar ástríða. Viðskiptavinir okkar koma helst frá Bandaríkjunum, Norður­ löndunum og Evrópu. Við höfum þó fengið fyrirspurnir frá öðrum löndum, til dæmis Srí Lanka, Kína og Japan.“ Farið er með ferðamenn­ ina á alla vinsælustu ferðamanna­ staðina. Stundum koma þó séróskir sem ávallt er reynt að verða við. „Við bjóðum upp á dagsferðir. Svo bjóðum við upp á gönguferð um Reykjavík og þá kem ég inn á döffsögu enda fólk áhugasamt um döffsamfélagið á Íslandi.“ Sigurlín segir hiklaust mikla þörf á ferðaþjónustu á borð við Deaf Iceland. „Margir ferðamenn kaupa ferðir með leiðsögn á móðurmáli sínu. Af hverju ættu döff ekki að eiga sama möguleika á að fá leið­ sögn á sínu móðurmáli sem er táknmál?“ Komin til að vera Sigurlín segist ekki finna fyrir miklum vexti í þeirra starfsemi. „Við bjóðum upp á sérhæfða þjónustu sem þarf sinn tíma til að vaxa. „Á þessu ári fengum við reynslu með ferðirnar. Árið 2019 verðum við með bókanir á heimasíðu okkar enda orðin hálfgert „must“ í táknmálsferða­ þjónustunni á Íslandi. Við erum komin til að vera og viljum endi­ lega að aðrar ferðaþjónustur viti af okkur.“ Samkvæmt tölum frá Alheims­ sambandi heyrnarlausra er áætlað að um 70 milljónir döff séu í heim­ inum. „Við teljum okkur vel getað þjónustað allt að 10 til 15 þúsund döff á næstu 10 til 20 árum.“ Sigurdís segir að Upplýsingamiðstöð Suðurlands sinni mikilvægu hlutverki við að auka öryggi ferðamanna. Auka öryggi ferðamanna Upplýsingamiðstöð Suðurlands er mjög mikilvægur hluti af ábyrgri ferðaþjónustu. Hún tekur á móti gríðarlegum fjölda gesta á hverjum degi og hjálpar ferðamönnum að ferðast örugglega. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -A D 4 4 2 1 6 A -A C 0 8 2 1 6 A -A A C C 2 1 6 A -A 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.