Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2018, Side 6

Ægir - 01.09.2018, Side 6
6 Sumarið er að baki, haustið gengið í garð og nýtt fiskveiðiár hafið með endurnýjun aflaheimilda. Þær eru aðalefni Ægis, líkt og jafnan á þessum árstíma. Í heild sinni endurspegla úthlutanirnar stöðug­ leika í helstu nytjategundum landsmanna og munar að sjálfsögðu mestu um auknar heimildir í þorski. Ekki er síður ánægjuefni og mikilvægt að ýsustofninn virðist nú að braggast á nýjan leik. Hlýri er nú í fyrsta skipti kvótasettur og skýrist fjölgun skipa sem fá afla­ heimildir af þeirri breytingu en hún er byggð á veiðireynslu. Það er einnig athyglisvert að sjá að togurum fjölgar á ný eftir margra ára samfellda fækkun. Nýir togarar komu til landsins á síðasta ári, hver af öðrum og má ráða af heimildum skipanna að þeim er ætlað stórt hlutverk í þorskveiðunum. Stóra spurningamerkið er vitanlega uppsjávarveiðin á komandi vertíðum og sér í lagi loðnuvertíðin í vetur. Fagnaðarefni er að sjá meiri þunga í leit og rannsóknum á hafsvæðinu norðan landsins og vestur að Grænlandi en undanfarin ár. Tíðarfarið getur miklu skipt um hvernig gengur að mæla en á svo stóru hafsvæði sem raun ber vitni er lykilatriði að fjölga skipum í upplýsingaöfluninni til að fá sem skýrasta mynd af stöðu loðnustofnsins. Rannsóknir eru sjávar­ útvegi afar mikilvægar og þrátt fyrir að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um t.d. loðnustofninn er engum blöðum um það að fletta að þær hafa aukið þekkinguna og treyst þann faglega grunn sem ráðgjöf um veiðar þarf að byggja á. Einmitt þess vegna var mikið ánægjuefni og viðeigandi að á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í sumar skyldi tekin ákvörðun um bygging nýs hafrannsóknaskips. Það er ekki aðeins knýjandi þörf, líkt og bent hefur verið á í umfjöll­ un um rannsóknaskipin í greinum hér í tímaritinu Ægi, heldur nauð­ synlegt að dragast ekki aftur úr nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði. Með vali Alþingis á máli til ákvörðunartöku á hátíðarfundinum á Þingvöllum er líka undirstrikað hver hlutur sjávarútvegs er í heild­ arhagsmunum þjóðarinnar og lífskjörum. Það er vel. Ætíð er verk að vinna í sjávarútvegi og varla til sú ákörðun sem lýtur að stjórn fiskveiða sem er óumdeild. Nýlokið er strandveiðum, líkast til einu erfiðasta sumri í verðurfarslegu tilliti sem strandveiði­ menn hafa upplifað frá því kerfinu var komið á. Miðað við aðstæður hefur þeim þó gengið nokkuð bærilega fiskiríið en áhugavert verð­ ur að sjá framhaldið um umræðunni um reynsluna af þeim breyt­ ingum sem gerðar voru á fyrirkomulagi strandveiðanna þetta sum­ arið til reynslu. Sitt sýndist hverjum fyrirfram og þó gagnrýnisraddir heyrist enn þá verður varla annað ráðið af ummælum strandveiði­ manna en að kostir nýja kerfisins hafi reynst fleiri en gallarnir. Strandveiðarnar hafa hleypt lífi í margar smærri byggðir landsins, líkt og lagt var upp með í byrjun og þær skipta smábátaútgerðina miklu máli. Þess vegna er svo mikilvægt að vel takist til í breyting­ um sem þessum því útgerð minni báta á sannarlega í vök að verjast nú til dags. Útgerð smábáta þarf að vera til staðar til að hægt sé að nýta grunnslóðina sem best. Öll útgerðarform skipta máli í heild­ armyndinni. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Kvótaáramót og sumar að baki R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001­9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515­5220. GSM 899­9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. GSM 898­8022. Net fang: inga@ritform.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515­5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6400 kr. Áskriftar símar 515­5200 & 515­5205 ÆG IR kem ur út 10­11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.