Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 18
18 „Ég hef alltaf jafn gaman af strandveiðunum og auðvitað er mjög ánægjulegt að vera afla- hæstur þetta sumarið, þó ég hafi nú reyndar ekki verið að velta því fyrir mér sérstaklega. Ég væri ekki í þessu ár eftir ár nema hafa mjög gaman af veiðunum. Maður verður að hafa gaman af því sem maður gerir,“ segir Stefán Jónsson á strandveiðibátnum Grími AK 1 frá Akranesi sem vantaði að- eins tæplega 400 kíló uppá að ná 50 tonna afla í strandveið- inni í sumar. Stefán hefur stundað strandveiðar síðan 2011 og segir þetta sumar hafa verið það erfiðasta hvað veður áhrærir, bæði vindasamt og oft kalt í veðri. „Þetta er langmesti afli sem ég hef náð í strandveiðunum og helgast að hluta af þeim breytingum sem voru gerðar á kerfinu. Á sínum tíma var ég hér á svæði D en hef síðan verið á Arnarstapa á svæði A og róið fyrir sunnan Snæfellsnes. Sú breyting að ufsinn er talinn meðafli og dagarnir eru fleiri breytir mjög miklu. Svo finnst mér líka vera meiri fiskur í sjón­ um og meira líf. Í fyrra fór ég síður vestur undir Jökul út af ufsanum og núna í sumar sótti ég frekar austur eftir vegna þess að þar var meira af þorski. Þorskurinn var að sækja í síldar­ hrogn en síldin virðist vera að hrygna á stærra svæði en áður. Mér finnst bæði vera meira líf í sjónum og tek líka eftir að ég fæ fiskinn ofar í sjónum. Þetta er talsvert öðruvísi en í fyrra. Fiskurinn er stærri ef eitthvað er en þó talsvert blandaður,“ segir Stefán en hann réri frá Arnar­ stapa og fiskaði í heild 49.622 kg í 48 róðrum. Af þeim afla var þorskur um 35 tonn. Strandveiðar hófust þann 2. Strandveiðikóngur sumarsins með tæp 50 tonn í 48 róðrum „Væri ekki í strandveiðunum ef mér þætti þetta ekki gaman,“ segir Stefán Jónsson á Grími AK 1 Grímur AK 1 stímar í land á síðasta degi strandveiða þetta sumarið. Þetta er langbesta aflaár Stefáns Jónssonar skipstjóra og það þrátt fyrir einstak- lega erfitt sumar veðurfarslega séð. Mynd: Guðmundur Ívarsson S tra n d v eiða r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.