Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 13
13 Rúmt ár er nú liðið frá því að fyrsti ferskfisktogari af þremur nýjum hjá HB Granda hf. hóf veiðar en það var Engey RE 1. Með þessum skipum urðu merk tímamót í útgerð fersk­ fisktogara, ekki aðeins í íslenskri togaraútgerð heldur á heims­ vísu því þetta eru fyrstu fersk­ fisktogararnir sem búnir eru al­ sjálfvirku lestarkerfi. Aldrei þarf því að fara í lestina til að raða fiski í kerin heldur er gengið frá aflanum við enda kælilínunnar á milliþilfari skipanna og þar tekur sjálfvirkur búnaður við sem færir kerin í lest, raðar í stæður og færir þær síðan með sjálfvirkum hætti að löndunar­ búnaði þegar til hafnar er kom­ ið. Og síðast en ekki síst heyrir kæling með ís líka sögunni til í þessum þremur skipum, líkt og í fleirum af nýjum íslenskum ferskfisktogurum. Áður fyrr var gjarnan talað um ísfisktogara en þessi útfærsla skipanna gerir að verkum að réttara er að tala um ferskfiskskip. Átta þúsund tonn á fyrsta fiskveiðiárinu Engey RE fór í fyrstu reynslu­ veiðiferðir um mitt sumar 2017 en skipið kom til landsins í árs­ byrjun það ár. Lestar­ og kæli­ kerfi voru sett í skipið á Akra­ nesi en sá búnaður er frá Skag­ anum 3X. Skipið fiskaði tæplega 380 tonn í lok fiskveiðiársins 2016/2017 og hefur síðan verið í fullum rekstri. Aflinn á nýliðnu fiskveiðiári var á rösklega átta þúsund þúsund tonn og að meðaltali um 165 tonn í túr. Stærsti túrinn á fiskveiðiárinu var í júní síðastliðnum þegar Engey landaði rúmlega 222 tonnum. Friðleifur Einarsson, skip­ stjóri á Engey RE, segist afar Eins og fara úr torfkofa í nútíma einbýlishús - Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey RE 1 sem fiskaði yfir 8000 tonn á fyrsta árinu í útgerð Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey RE 1. T og a ra ú tg erð Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.