Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 14
14 Hlýri verður kvótasettur á nýju fiskveiðiári, samkvæmt reglugerð þar um sem At- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur gefið út. Leyfilegur heildarafli fisk- veiðiárið 2018/2019 í hlýra verður 1.001 tonn og úthlut- aði Fiskistofa heimildum til bráðabirgða til 386 skipa á grunni aflareynslu þeirra. Samkvæmt úthlutuninni er línuskip með mestar heim­ ildir í hlýra en lítið kemur þó í hlut hvers og eins. Af þeim skipum sem fá meiri úthlutun en 20 tonn koma tvö af Snæ­ fellsnesi en sex úr Grindavík. Þetta eru Tjaldur SH með 36,2 tonn, Sighvatur GK með 33,8 tonn, Valdimar GK með 32,6 tonn, Hrafn GK með 29,7 tonn, Sturla GK með 28,7 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK með 27,9 tonn, Páll Jónsson GK með 22,6 og Rifsnes SH með 21 tonn. Útgerðarmenn hafa frest til 1. október 2018 til að koma á framfæri við Fiskistofu at­ hugasemdum varðandi afla­ tölur sem liggja til grundvall­ ar aflahlutdeild. Einnig er hægt að óska eftir að tillit sé tekið til tilfærslu á viðmiðun aflareynslu í samræmi við 3. mgr. 9 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum fyrir sömu tíma­ mörk. Hlýrinn kominn í kvóta ánægður með skipið og reynsl­ una sem á það er komin. „Þetta er gríðarleg breyting frá gamla Ásbirni RE. Skrokklag­ ið á skipinu kemur vel út og það klýfur ölduna vel en ég neita því ekki að það hefði verið enn betra ef skipið hefði verið lengra. Síðan er vinnuaðstaðan auðvitað frábær um borð og breytingin fyrir áhöfnina þar af leiðandi mjög mikil. Sér í lagi eru það viðbrigði í vinnu á svona skipi úti á sjó að lestar­ vinnan er horfin. Togarasjó­ menn þekkja það vel að lestar­ vinnan er bæði erfið og hættu­ leg en minni óhöpp eru algeng­ ari í lestum þegar menn eru að klemma sig á kerum eða detta í kerunum. Það að geta gengið frá aflanum í kerin uppi á milli­ þilfari er því allt annað um­ hverfi og léttari vinna fyrir áhöfnina. Afköstin eru líka mjög góð og þó ég hafi ekki mælt það sérstaklega þá sýnist mér að lestarkerfið afkasti 30­40 kör­ um á klukkustund ef á þarf að halda. Það er yfirdrifið nóg fyrir okkur,“ segir Friðleifur. Fiskiríið upp og ofan Útgerðarformið á Engey RE er í nokkuð föstum skorðum. Skipið landar á mánudagsmorgnum í Reykjavík og heldur til veiða á ný á hádegi á þriðjudögum. Túrarnir eru því um fimm og hálfur sólarhringur höfn í höfn. Aflinn er að stærstum hluta þorskur og því gjarnan róið á Vestfjarðamið en oft er einnig sótt í ufsa og karfa suður fyrir land ef á þarf að halda. „Fiskiríið hefur verið upp og ofan að undanförnu. Ég hef á tilfinningunni að það sé svolítið að draga úr því í augnablikinu en reglulega koma mjög góð skot. Þorskurinn hefur verið mjög vænn en mér finnst hann farinn að blandast meira frá því sem var á tímabili. Þetta gengur alltaf í bylgjum en eins og ég segi þá virðist heilt yfir aðeins hafa hægt á fiskiríinu frá því sem verið hefur mörg undan­ farin ár. Segja þeir ekki fræðing­ arnir að það séu alltaf sjö góð ár og svo sjö mögur áður en veið­ in aukist á ný? Kannski eru ein­ hver merki um það. En svo er spurningin hvað menn kalla mögur ár og við hvað er þá miðað. Og svo er líka spurning­ in hvort þorskurinn sé að færa sig eitthvað til á svæðum vegna ætis og breytinga í lífríkinu. Gallinn er sá að í dag eru engin skip að leita að þorski. Togurun­ um hefur fækkað svo mikið og þau sem eftir eru eiga fullt í fangi með að ná þeim skammti sem þau þurfa að koma með til að halda vinnslunni gangandi í landi. Það er enginn tími til að leita og mikil pressa að ná skammtinum,“ segir Friðleifur. „Gætum ekki hugsað okkur að hverfa til gamla tímans“ Aðspurður hvernig gangi að sækja í karfann segir Friðleifur að það sé auðvelt. „Ég fæ ekki skilið hvers vegna kvótinn á karfanum var minnkaður. Það eru engin merki um brýna þörf á því og ef eitthvað er hefði frekar mátt auka kvótann mið­ að við það sem við sjáum á miðunum,“ segir Friðleifur. Þegar Skaginn 3X kom fram með þá tæknilausn að vera með íslausar lestar ferskfisktog­ ara og ná fullkælingu aflans á milliþilfari efuðust margir um að hráefnið næði að halda þeim gæðum sem til væri ætlast. Tæknin var fyrst reynd í togar­ anum Málmey á Sauðárkróki með góðum árangri og í fram­ haldinu steig HB Grandi hf. það skref að taka þessa tækni inn í alla þrjá nýja ferskfisktogara fyr­ irtækisins sem nú eru allir komnir í útgerð, þ.e. Engey RE, Akurey RE og nú síðast Viðey RE. Friðleifur segir tæknina al­ gjörlega hafa sannað sig og hráefnið sé eins og best verður á kosið við löndun. „Þeir í vinnslunni í landi eru í það minnsta mjög ánægðir með kælinguna og hráefnið til vinnslu. Það er auðvitað lykil­ atriði til að skila neytendum af­ urðum í hæstu gæðum,“ segir Friðleifur og bætir við að hann eigi erfitt með að nefna ein­ staka þætti í reynslunni af skip­ inu ofar öðrum. „Mér hefur fundist einfaldast að líkja þessu saman við að flytja úr torfkofa í nútíma ein­ býlishús. Eins og ég sagði áðan þá er lestarkerfið mikil bylting og í dag gætum við um borð ekki hugsað okkur að fenginni okkar reynslu að hverfa aftur til gamla tímans og vinnunnar sem var í lestinni. Lestarkerfi er tækni sem ég vona svo sannar­ lega að sé komin til að vera og þróast í fiskiskipum almennt. Það er framtíðin og raunar sé ég líka alveg fyrir mér að svona skip komi í framtíðinni með aflann í kælitönkum í land líkt og uppsjávarskipin gera,“ segir Friðleifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.