Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 22
K v ótin n 2 0 1 8 /2 0 1 9 Kvótinn 2018/2019 Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári Fyrir nýtt fiskveiðiár sem hófst þann 1. september síðastliðinn hef- ur Fiskistofa úthlutað veiðiheimildum til íslenskra fiskiskipa sem nemur í heild 390 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er aukning úr tæplega 365 þúsund þorskígildistonnum á liðnu fisk- veiðiári og nemur aukningin því 25 þúsund þorskígildistonnum. Kvóti í þorski nemur rúmum 248 þúsund tonnum og eykst um 7 þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn verður rúmlega 53 þúsund tonn og eykst umtalsvert, eða um 15 þúsund tonn. Þá er aukning aflaheimilda í ufsa um 18 þúsund tonn. Kvóti á gullkarfa minnkar en heimildir í djúpkarfa aukast um 1.200 tonn. Svipuð úthlutun er í íslensku sumargotssíldinni og í fyrra. Nýbreytnin í ár er sú að í fyrsta sinn er gefinn út kvóti á hlýra sem nemur 1.001 tonni upp úr sjó. Í heild er úthlutað aflamark 515 þúsund tonn upp úr sjó og er það 27 þúsund tonna aukning frá fyrra fiskveiðiári. Fiskistofa mun síðar á árinu úthluta aflamarki í deilistofnum og bendir á að ekki sé óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávar­ fiski. Vakin er athygli á að engri loðnu var úthlutað nú í upphafi fisk­ veiðiársins en nýhafin er viðamikil loðnuleit við landið og verður hún m.a. grunnur ráðgjafar fiskifræðinga um veiðar á komandi ver­ tíð. Loks bendir Fiskistofa á í samantekt um úthlutanir heimilda að heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra muni breytast í þegar þessar úthlutanir líta dagsins ljós. Talsverð fjölgun skipa Það vekur athygli að nú fengu 540 skip úthlutað aflamarki saman­ borið við 489 á fyrra fiskveiðiári. Skýringin á þessari miklu fjölgun liggur í því að fjöldi skipa hefur veiðireynslu í hlýra því hann veiðist víða í litlu magni sem meðafli. Fyrir vikið eru fjölmörg skip sem ekki hafa búið yfir neinum hlutdeildum nú komin með hlutdeild í hlýra og fá því úthlutað aflamarki í honum. Togurum fjölgar á ný Athygli vekur að togurum fjölgar um þrjá eftir árvissa fækkun und­ anfarið en þeir eru engu að síður 14 færri en við upphaf fiskveiðiárs­ ins 2013/2014. Togararnir eru nú 42 í íslenska flotanum. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er frystiskipið Sólberg ÓF 1 en það fær 10.760 þorskígildistonn eða 2,7% af úthlutuðum þorskígild­ um. Nánar er fjallað um kvótahæstu skipin hér síðar í samantekt­ inni. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 225 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 171 þúsund tonn. Bátar með krókaaflamark eru nú 315 og fjölgar um 38, einkum vegna úthlutunar á hlýra. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 13 á milli ára og eru nú 225. Smábátar með aflamark og krókaaflamarks­ bátar fá rúm 55.200 tonn. Vakin er athygli á því að til krókaafla­ marks telst eingöngu úthlutun á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít og hlýra. 88% hjá fimmtíu stærstu Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 88,5% af því aflamarki sem úthlutað er. Þetta hlutfall hefur lítið breyst á milli ára. Alls fá 416 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,4% af heildinni. Samherji hf. kemur þar næstur með 6,5% og þá FISK Seafood og Þorbjörn hf. með 5,5%. Eftirfarandi er listi þeirra 10 fyrirtækja sem mestar heimildir fá og voru sömu fyrirtæki á honum á síðasta fiskveiðiári. Nokkur fyrirtæki hafa þó haft sætaskipti. HB Grandi hf., Samherji hf., Vinnslustöðin hf., Vísir og Síldarvinnslan hf. eru í sömu sætum. FISK­Seafood hf. og Þorbjörn hf. hafa haft sætaskipti frá fyrri lista og Skinney­Þinga­ nes hf. færst upp. Brim hf. og Rammi hf. hafa færst neðar. Hlutdeild þessara 10 fyrirtækja er í heild 50,84% en var 49,74%. Tíu kvóta­ hæstu fyrirtækin hafa því aukið hlutdeild sína af heildinni miðað við síðustu fiskveiðiár. Listinn er þannig: Samtals Hlutfall ÞÍG kg % af heild HB Grandi hf. 36.777.002 9,43% Samherji Ísland ehf. 25.273.172 6,48% FISK­Seafood ehf. 21.666.170 5,56% Þorbjörn hf. 21.445.947 5,50% Vísir hf. 17.310.962 4,44% Skinney­Þinganes hf. 15.992.718 4,10% Rammi hf. 15.748.613 4,04% Brim hf. 15.579.693 3,99% Vinnslustöðin hf. 15.228.538 3,90% Síldarvinnslan hf. 13.266.920 3,40% Útgerðarborgin Reykjavík Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá talsvert meiru úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 11,6% af heildinni, samanborið við 12,3% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 11,0% af heildinni samanborið við 10,8% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða fyrir 10,6% úthlutunarinnar samanborið við 9,9% í fyrra. Fiskistofa bendir á að hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað vegna breytinga á þorskígild­ isstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.