Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 9
9 Samstæða Samherja hf. skilaði 14,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári en niðurstaðan var kynnt að loknum aðalfundi á dögunum. Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri, segir svo góða niðurstöðu ekki sjálf- gefna við núverandi aðstæður heldur sé hún afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Sam- herja og samstarfaðila víða um heim. Söluhagnaður vóg þungt í þessari afkomu ársins og nam um fimm milljörðum króna. Rúmur helmingur starfsemi samstæðunnar er erlendis en samanlagðar tekjur dóttur­ og samstarfsfélaga í fimmtán lönd­ um nam um 77 milljörðum króna. Samherja hf. var á liðnu ári skipt upp í tvö félög, Sam­ herja hf. og Samherja Holding ehf. sem tók við erlendum eign­ um. Þannig var innlend og er­ lend starfsemi aðgreind. Þorsteinn Már segir af þessu tilefni í frétt frá fyrirtækinu að bæði hafi verið unnið að endur­ nýjun og uppbyggingu í land­ vinnslu og skipastól fyrirtækis­ ins. Áfram verði haldið á sömu braut. „Við héldum áfram upp­ byggingu á innviðum Samherja á síðasta ári með mikilli endur­ nýjun á skipaflota. Við höldum áfram á þessu ári, m.a. með nýrri landvinnslu á Dalvík. Tekið var á móti þremur nýjum skip­ um hér í Eyjafirði þegar Kald­ bakur EA, Björgúlfur EA og Björg EA komu til landsins. Í Þýskalandi tók DFFU á móti tveimur skipum, Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105. Það er hægara sagt en gert að koma nýjum tæknivæddum skipum með miklum og flóknum bún­ aði af stað jafn hnökralaust og raun ber vitni. Skipin hafa reynst vel og má segja að áhafnirnar og stjórnendur hafi unnið ákveðið þrekvirki og vil ég þakka þeim sérstaklega fyr­ ir.“ Frekari breytingar áttu sér stað á skipastól Samherja á Ís­ landi í fyrra. Oddeyrin var seld til Noregs og Kristina til Rúss­ lands. Þegar Snæfellinu var lagt í byrjun þessa árs var í fyrsta skipti í sögu Samherja ekki frystitogari í rekstri. Þá hefur fjölveiðiskipið Vil­ helm Þorsteinsson verið selt og er fyrirhugað að afhenda það nýjum eigendum í byrjun næsta árs. „Vilhelm Þorsteins­ son hefur reynst afar færsælt skip allt frá því það kom til landsins 3. september árið 2000 og vitaskuld er eftirsjá af skip­ inu. Við teljum hins vegar brýnt að halda endurnýjun flotans áfram,“ segir Þorsteinn Már og heldur áfram: „Við höfum einn­ ig treyst frekar sölu­ og mark­ aðsstarfsemi okkar, m.a. með kaupum á Collins Seafood á Englandi. Í síharðnandi sam­ keppni skiptir máli að hafa öfl­ uga sölu­ og markaðsstarfsemi, bæði hér heima og erlendis.“ Samherji hf. tók á móti þremur nýjum ferskfisktogurum á síðasta ári. Endurnýjun skipastóls fyrirtækisins mun halda áfram en uppsjávarskipið Vil- helm Þorsteinsson hefur verið selt og kemur nýtt skip í þess stað árið 2020. S já v a rú tv eg u r Samherji með 14,4 milljarða hagnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.