Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 20
20 maí og lauk þann 30. ágúst en heimilt var að róa fjóra virka daga í viku, þ.e. mánudag til fimmtudags. Að hámarki var heimilt að koma með 650 þorskígildiskíló í hverri veiðiferð en ufsi taldist ekki með til há­ marksafla, samkvæmt reglu­ gerð. Versta sumarið veðurfarslega „Lengst þurfti ég að sækja um 20 mílur, sérstaklega núna á síðasta hluta tímabilsins, en oft­ ast fór ég 4­10 mílur út. Þetta var því mjög þægilegt hvað það varðar en hins vegar var veðrið í sumar hreint ekkert sér­ stakt. Ég hef ekki fengið jafn slæmt sumar veðurfarslega síð­ an ég byrjaði í strandveiðunum og maður finnur alveg fyrir þessu í skrokknum. Báturinn er rúm 8 tonn eftir að ég lengdi hann á sínum tíma og ég hefði ekki viljað róa í sumar á minni bát en þetta. Það var ekki nóg með að það væri vindasamt heldur bætti ekki úr skák að það var líka kalt,“ segir Stefán og segir að tíðarfarið hafi stundum komið í veg fyrir að hægt væri að fara á sjó. Hann telur að sú breyting sem gerð var á strandveiðikerfinu fyrir þetta tímabil hafi náð því mark­ miði að halda aftur af mönnum að fara á sjó í vondum veðrum. Breytingar á strandveiðikerfinu síðasta vor sættu gagnrýni sumra smábátasjómanna og sýndist sitt hverjum. „Þetta nýja fyrirkomulag er að mínu mati miklu manneskju­ legra og afslappaðra þegar ekki er keppst við ákveðinn daga­ fjölda. Það komu dagar í sumar sem ég sleppti að róa vegna veðurs sem ég hefði ekki gert í kerfinu eins og það var. Breyt­ ingarnar á kerfinu voru að mínu mati mjög til góðs og ég hefði kosið að smábátasjómenn stæðu þétt saman að baki Landssambandi smábátaeig­ enda í þessum breytingum. Það skiptir okkur miklu máli að allir standi saman í félaginu,“ segir Stefán. Hærra fiskverð og betri afkoma Fiskverð á mörkuðum sumarið 2017 var mjög lágt og afkoma strandveiðimanna eftir því með því allra slakasta. Margir í þeirra röðum voru því tvístígandi fyrir sumarið í ár en Stefán segir að sem betur fer hafi orðið tals­ verð breyting til batnaðar í sumar. „Aflaverðmæti hjá mér í fyrra var um 5,6 milljónir en um 9,6 milljónir núna þannig að af­ koman var mun betri en reynd­ ar aflinn líka talsvert meiri. Þorskur var í fyrra um 26 tonn en 35 tonn núna þannig að þróun fiskverðsins skiptir höf­ uðmáli,“ segir Stefán. Hann bjó um borð í bátnum á Arnarstapa og segir að vinnudagurinn hafi orðið mjög langur þegar lengst þurfti að sækja. „En svo kom líka fyrir að ég var stutt úti og náði skammtinum á 2­3 tímum. Þetta var mjög breytilegt.“ Beðið næsta strandveiðitímatils Stefán stundar aðra atvinnu yfir vetrarmánuðina og tekur Grím AK á land á meðan. Veturinn er fljótur að líða og alltaf tilhlökk­ un að hefja róðra á ný þegar kemur fram á vorið. „Jú, vissulega fer að taka á í skrokknum þegar komið er fram undir lokin á þessari fjög­ urra mánaða törn sem strand­ veiðin er. En það víkur fyrir skemmtuninni sem þessu fylgir og ekki skemmdi fyrir að vita af því í restina að ég ætti mögu­ leika á að verða aflahæstur í sumar. Það hleypti vitanlega svolitlu kappi í mann.“ Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað SANDFELL SU 75BJÖRG EA 7 HAFBORG EA 152 YANMAR aðalvél MEKANORD niðurfærslugír VULKAN ástengi KORSØR skiptiskrúfa SLEIPNER bógskrúfa SEAMECH vélstýring YANMAR aðalvél YANMAR hjálparvél REINTJES niðurfærslugír BERG skiptiskrúfa STAMFORD ásrafali SCANTROL autotroll NORSAP skipstjórastólar KORSØR PROPELLER A/S Allt fyrir nýsmíðina YANMAR aðalvél ZF niðurfærslugír ZF stjórntæki SIMRAD sjálfstýring CENTA ástengi SIDE-POWER hliðarskrúfur 8" hljóðkútur EUROPAFILTER smursía SEPAR forsíur PRESTOLITE alternator TEIGNBRIDGE skrúfa LASDROP öxulþétti POLY FLEX vélapúðar FLOSCAN eyðslumælir Mótorpúðar fyrir flestar vélar Alternatorar og DC rafalar TOIMIL Löndunarkranar Sjókopar - sjóinntök - sjósíur - lokar -zink 12V og 24V lensidælur R R Stjórntæki og gírar Rafstöðvar og ljósavélarHliðarskrúfurAðalvélar í skip og báta Allar gerðir af legum Skrúfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.