Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 10
10 „Það er alltaf erfitt að koma sér upp brekkuna, rækjuiðnaður hefur verið í nokkrum öldudal um skeið en mér finnst aðeins vera að rofa til, það eru jákvæð teikn á lofti um betri tíma,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík í Strandabyggð. Hólmadrangur er ein af stærstu og full- komnustu rækjuvinnslum landsins. Rík hefð ef fyrir slíkri á staðn- um en á Hólmavík hefur verið samfelld rækjuvinnsla í yfir hálfa öld, frá árinu 1965. Hún byggðist í fyrstu upp á veiðum og vinnslu á inn- fjarðarrækju úr Húnaflóa en hin síðari ár hefur innflutt frosið hrá- efni verið uppistaða í vinnslunni. Sigurbjörn segir liðin ár hafi verið á brattann að sækja og umhverfi rækjuvinnslu ekki hagstætt. Veiðar á rækju við Ís­ landsstrendur séu ekki svipur hjá sjón þegar miðað sé við fyrri ár og fyrirtækið hafi um árabil reitt sig á innflutta frosna rækju. Um 90% af því hráefni sem unnið er hjá fyrirtækinu komi m.a. frá Kanada eða Noregi. Undanfarið hefur veiðst vel í Barentshafi og stór hluti hráefn­ is um þessar mundir komi það­ an en Sigurbjörn segir að þar séu fínar afurðir á ferð. 100 dagar frá pöntun til greiðslu „Verð á hráefni hefur verið mjög hátt og gerir vinnslunum vitanlega erfitt fyrir, en það sem setur strik í reikninginn er að seljendur krefjast staðgreiðslu á farmi áður en hann fer í skip er­ lendis. Þá á eftir að flytja rækj­ una heim, ef til vill að geyma hana örlítið og svo fer hún í vinnslu. Þá á eftir að selja og mjög algengt hefur verið að kaupendur biðja um greiðslu­ frest í ákveðinn tíma. Þannig hafa oft liðið allt að 100 dagar frá því við pöntum og þar til við fáum greitt. Þetta ástand hefur verið okkur afar þungt,“ segir Sigurbjörn. Ofan á kaupið hefur staðan verið sú að lítill munur er á hrá­ efnisverði og því verði sem fengist hefur fyrir fullunna vöru. Hagnaður af vinnslunni hefur því verið sáralítlill og arðsemi í lágmarki. „Afraksturinn hefur verið harla lítill, kaupendur hafa ekki verið tilbúnir að greiða það verð fyrir vöruna sem sann­ gjarnt getur talist,“ segir Sigur­ björn. Meira jafnvægi að nást Hráefnisverð hefur á liðnum vikum aðeins verið að lækka, meira jafnvægi að nást milli þess og afurðaverðs. Helstu markaðir fyrir rækju eru í Bret­ landi auk þess sem eitthvað er selt til annarra Evrópulanda. Hitabylgja á nýliðnu sumri gerði að verkum að eftirspurn eftir rækju jókst verulega. „Fólk sækir minna í þungan mat en meira í léttar máltíðir og kaldar þegar veðurfar er með þessum hætti. Þar kemur rækj­ an sterk inn, hún er vinsæl í salöt og samlokur. Með aukinni eftirpurn hefur verðið hækkað og það gerir umhverfið aðeins skaplegra,“ segir Sigurbjörn. „Við fáum fjöldan allan af fyrir­ spurnum og það stoppar varla síminn.“ Það mun þó taka einhvern tíma að koma sér upp úr öldu­ dalnum, en Sigurbjörn segir fjármálastofnanir varkárar. Fjár­ magnið hafi ekki næga þolin­ mæði. „Við getum unnið og selt allt það hráefni sem okkur býðst, en það er ákveðinn flöskuháls í þessu þegar kemur að því að fjármagna innkaupin.“ Burðarás í atvinnulífi Um 20 manns starfa hjá Hólma­ drangi, stærsta fyrirtæki Stranda byggðar, en íbúar í Strandabyggð er um 500 tals­ ins, þar af um 400 á Hólmavík. „Hólmadrangur er burðarás at­ vinnulífs hér um slóðir. Hér er ekki rekin hefðbundin fisk­ vinnsla, ekkert frystihús en það er nokkur útgerð og töluvert um strandveiðibáta auk þess sem á Hólmavík er fiskmarkað­ ur. Rækjuiðnaður er afar mikil­ vægur fyrir þetta svæði því við höfum ekkert annað á sjávarút­ vegssviðinu að hverfa að. Það Sigurbjörn Rafn Úlfarsson framkvæmdastjóri Hólmadrangs á Hólmavík Rækjuiðnaður vonandi á leið upp úr öldudal en brekkan er brött Hefð fyrir rækjuvinnslu er rík í Hólmavík, en þar hefur slík vinnsla verið rekin í yfir hálfa öld, frá árinu 1965. Æ g isv iðta lið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.