Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 12
12 þaðan. Bæði er um að ræða flutninga á sjó og landi. Til að fá flutningsjöfnun, styrk frá hinu opinbera vegna flutninga, segja reglur að fjarlægð frá stað og í næstu útflutningshöfn þurfi að vera 240 kílómetrar. Hólmavík er á jaðarsvæði, vantar 12 kíló­ metra upp á að það mark náist en 233 kílómetrar eru frá Hólmavík til Reykjavíkur. „Það myndi muna okkur miklu ef flutningsjöfnun kæmi til en skil­ greiningin er með þessum hætti og hún kemur sér afar illa fyrir okkar fyrirtæki,“ segir Sig­ urbjörn. Vélvirkjameistari og nam heimspeki Sigurbjörn tók við starfi fram­ kvæmdastjóra Hólmadrangs á liðnu vori. Hann er fæddur og uppalinn syðra en á ættir sínar að rekja í Bitrufjörð á Ströndum. Hann er með BA­próf í heim­ speki frá Háskóla Íslands, er vél­ virkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundar nám í við­ skiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Sigurbjörn á fyrirtækið Go On ásamt bróður sínum, en það er í innflutningi á varahlut­ um og vélbúnaði og sér um uppsetningu á slíkum búnaði í báta og skip. „Ég hef stóran hluta ævinnar starfað á hliðarlínunni í sjávar­ útvegi. Fyrir allmörgum árum unnum við með föður okkar í fjölskyldufyrirtækinu Vélorku og rákum það um árabil, flutt­ um inn og sáum um uppsetn­ ingu á vélbúnaði í skip. Ég hafði ekki hug á öðru en halda áfram á sömu braut og skráði mig í véltæknifræði við Tækniskólann en heillaðist þar af heimspek­ inni þegar við tókum einn áfanga í greininni. Ég söðlaði um og skráði mig í heimspeki við háskólann. Það var virkilega skemmtilegt, gaman að fást við eitthvað nýtt og annars konar en maður er vanur,“ segir Sigur­ björn. Góður andi á Hólmavík Eiginkonan er Halldóra Jóns­ dóttir skurðhjúkrunarfræðing­ ur. Hún starfar í Reykjavík en Sigurbjörn segir lítið mál að skutlast á milli. Vegir séu ágætir og mokað alla daga þegar þörf er á yfir vetrartímann. „Það er lítil fyrirstaða að ferðast milli staða og ekkert til­ tökumál að skreppa í bæinn,“ segir hann en lífið á Hólmavík er gott og kann hann því vel. „Það er virkilega góður andi hér og fjölbreyttar tómstundir í boði fyrir þá sem vilja og stutt að fara til að komast út í frá­ bæra náttúru.“ Um 20 manns starfa hjá Hólmadrangi, stærsta fyrirtæki Strandabyggðar, en íbúar í Strandabyggð er um 500 talsins, þar af um 400 á Hólmavík. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson framkvæmdstjóri Hólmadrangs á Hólmavík segir að á brattann hafi verið að sækja undanfarin ár í rækjuiðnaði og umhverfið langt í frá hagstætt. Jákvæð teikn séu þó á lofti, eftirspurn eftir rækju hefur aukist og verðið mjakast upp á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.