Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 21
21 „Aflinn á Stapanum er alltaf mjög góður í maí og fram í júní en síðan þurfa menn að sækja mun lengra þegar kemur fram á sumarið. Fiskiríið í byrjun tíma­ bilsins var meira en í fyrra og þegar upp er staðið er talsverð aukning hjá okkur í lönduðum afla í sumar á Arnarstapa miðað við sumarið 2017. Samt sem áð­ ur er bátafjöldinn ekki meiri heldur fleiri róðrardagar á hvern bát,“ segir Guðmundur EM Ívarsson, hafnarvörður á Arnarstapa aðspurður um strandveiðina í sumar. Hann segir ólíku saman að jafna þar sem nú hafi verið róið í breyttu strandveiðikerfi. „Ég tók eftir því að bátunum var farið að fækka talsvert þeg­ ar leið á strandveiðitímann og mér finnst líklegt að þessar breytingar skili því til lengri tíma að samsetning þeirra sem strandveiðarnar stunda verði öðruvísi en var áður. Það var mikið um að menn færu í strandveiðina í stuttan tíma þegar þeir voru í fríi frá annarri vinnu en ég gæti trúað því að þeir sem verði eftir í þessu séu menn sem helga sig þessari at­ vinnu þessa fjóra mánuði með­ an leyfi er til,“ segir Guðmund­ ur. Hann segir að talsvert bjart­ ara hafi verið yfir smábátasjó­ mönnum vegna hærra fiskverðs og afkoman hafi greinilega ver­ ið talsvert betri en í fyrra. „Menn voru farnir að tala um í vor að landa í gáma en af því varð ekki þar sem fiskverðið var strax í byrjun talsvert betra en í fyrra,“ segir Guðmundur. Tíðar­ farið var strandveiðimönnum sannarlega ekki hagstætt í sum­ ar á vestanverðu landinu og þrátt fyrir breytingar á daga­ kerfinu segir Guðmundur að margir keppist við og rói þó sjó­ lagið sé erfitt. „Kappið og veiði­ eðlið er í mönnum og það verður seint hægt að koma í veg fyrir að menn fari á sjó þó veðrið sé kannski ekki upp á það allra besta. En heilt yfir gengu strandveiðarnar vel hjá okkur í sumar og aflaaukning milli ára.“ „Tíðarfarið strandveiðimönn- um erfitt í sumar“ segir Guðmundur EM Ívarsson, hafnarvörður á Arnarstapa Höfnin á Arnarstapa. Þar hafa margir strandveiðibátar lagt upp afla í sumar. Mynd: Guðmundur Ívarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.