Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.2018, Blaðsíða 8
8 Sandfell SU náði þeim áfanga á nýloknu fiskveiðiári að vera aflahæsti krókabáturinn frá upphafi með 2.400 tonna afla á fiskveiðiárinu. Hefur útgerðin á Sandfelli gengið langt umfram væntingar enda var litið á línu- bátaútgerð sem svolítið til- raunaverkefni þegar hún hófst en annað komið á daginn eins og áhöfnin á Sandfelli hefur sýnt og sannað. Útgerð Sand- fellsins er Loðnuvinnslan á Fá- skrúðsfirði en áhöfnin fékk á dögunum afhenta tertu frá út- gerðinni í tilefni af þessum góða árangri í veiðum. Í viðtali á vef Loðnuvinnslunnar sagði Örn Rafnsson skipstjóri að þakka megi árangurinn á fisk- veiðiárinu því að hægt sé að róa takmarkalaust. „Við erum í frjálsum veiðum, sem þýðir að það er ekkert sem að stoppar okkur nema veðrið. Við erum með tvær frábærar áhafnir, góðan bát og útgerð sem sér um að koma aflanum til vinnslu. Við þurfum sem sé aldrei að stoppa vegna þess að vinnslan hafi ekki undan eða þess háttar,“ sagði Örn. Langstærstur hluti þess afla sem Sandfell kemur með að landi er unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs­ firði. Örn sagði líka að það fyrir­ komulag að vera tvær vikur á sjó og tvær vikur í fríi vera gott og samstarf áhafna væri mjög gott. Í svo stífri sókn segir Örn það vera matartímana sem brjóti upp erilsama vinnudaga. „Við erum alltaf spenntir að komast í mat, kokkarnir eru mjög góðir og elda góðan mat og svo er það auðvitað sá tími dagsins sem við höfum tækifæri til að spjalla svolítið saman“. Um kvótamánaðamótin ný­ liðnu fór Sandfell í slipp hjá Slippstöðinni á Akureyri og þar var hlúð að vél og skrokki áður en haldið verður á veiðar á ný. Örn skipstjóri segir ekki ákveðin aflamarkmið fyrir fiskveiðiárið. „Markmiðið er það eitt að gera sitt allra besta“ Sandfellið SU slær aflamet Örn Rafnsson, skipstjóri á Sandfelli tekur fyrir hönd áhfarnarinnar við tertu frá útgerðinni í tilefni af því að báturinn fiskaði 2400 tonn á nýliðnu fiskveiðári. Sandfell SU er tæplega 30 tonna bátur, smíðaður árið 2014 hjá Seiglu. Báturinn hét áður Óli á Stað og var gerð- ur út frá Grindavík en Loðnuvinnslan keypti hann árið 2016. F isk v eiða r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.