Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2018, Síða 12

Ægir - 01.09.2018, Síða 12
12 þaðan. Bæði er um að ræða flutninga á sjó og landi. Til að fá flutningsjöfnun, styrk frá hinu opinbera vegna flutninga, segja reglur að fjarlægð frá stað og í næstu útflutningshöfn þurfi að vera 240 kílómetrar. Hólmavík er á jaðarsvæði, vantar 12 kíló­ metra upp á að það mark náist en 233 kílómetrar eru frá Hólmavík til Reykjavíkur. „Það myndi muna okkur miklu ef flutningsjöfnun kæmi til en skil­ greiningin er með þessum hætti og hún kemur sér afar illa fyrir okkar fyrirtæki,“ segir Sig­ urbjörn. Vélvirkjameistari og nam heimspeki Sigurbjörn tók við starfi fram­ kvæmdastjóra Hólmadrangs á liðnu vori. Hann er fæddur og uppalinn syðra en á ættir sínar að rekja í Bitrufjörð á Ströndum. Hann er með BA­próf í heim­ speki frá Háskóla Íslands, er vél­ virkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundar nám í við­ skiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Sigurbjörn á fyrirtækið Go On ásamt bróður sínum, en það er í innflutningi á varahlut­ um og vélbúnaði og sér um uppsetningu á slíkum búnaði í báta og skip. „Ég hef stóran hluta ævinnar starfað á hliðarlínunni í sjávar­ útvegi. Fyrir allmörgum árum unnum við með föður okkar í fjölskyldufyrirtækinu Vélorku og rákum það um árabil, flutt­ um inn og sáum um uppsetn­ ingu á vélbúnaði í skip. Ég hafði ekki hug á öðru en halda áfram á sömu braut og skráði mig í véltæknifræði við Tækniskólann en heillaðist þar af heimspek­ inni þegar við tókum einn áfanga í greininni. Ég söðlaði um og skráði mig í heimspeki við háskólann. Það var virkilega skemmtilegt, gaman að fást við eitthvað nýtt og annars konar en maður er vanur,“ segir Sigur­ björn. Góður andi á Hólmavík Eiginkonan er Halldóra Jóns­ dóttir skurðhjúkrunarfræðing­ ur. Hún starfar í Reykjavík en Sigurbjörn segir lítið mál að skutlast á milli. Vegir séu ágætir og mokað alla daga þegar þörf er á yfir vetrartímann. „Það er lítil fyrirstaða að ferðast milli staða og ekkert til­ tökumál að skreppa í bæinn,“ segir hann en lífið á Hólmavík er gott og kann hann því vel. „Það er virkilega góður andi hér og fjölbreyttar tómstundir í boði fyrir þá sem vilja og stutt að fara til að komast út í frá­ bæra náttúru.“ Um 20 manns starfa hjá Hólmadrangi, stærsta fyrirtæki Strandabyggðar, en íbúar í Strandabyggð er um 500 talsins, þar af um 400 á Hólmavík. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson framkvæmdstjóri Hólmadrangs á Hólmavík segir að á brattann hafi verið að sækja undanfarin ár í rækjuiðnaði og umhverfið langt í frá hagstætt. Jákvæð teikn séu þó á lofti, eftirspurn eftir rækju hefur aukist og verðið mjakast upp á við.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.