Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2018, Side 18

Ægir - 01.09.2018, Side 18
18 „Ég hef alltaf jafn gaman af strandveiðunum og auðvitað er mjög ánægjulegt að vera afla- hæstur þetta sumarið, þó ég hafi nú reyndar ekki verið að velta því fyrir mér sérstaklega. Ég væri ekki í þessu ár eftir ár nema hafa mjög gaman af veiðunum. Maður verður að hafa gaman af því sem maður gerir,“ segir Stefán Jónsson á strandveiðibátnum Grími AK 1 frá Akranesi sem vantaði að- eins tæplega 400 kíló uppá að ná 50 tonna afla í strandveið- inni í sumar. Stefán hefur stundað strandveiðar síðan 2011 og segir þetta sumar hafa verið það erfiðasta hvað veður áhrærir, bæði vindasamt og oft kalt í veðri. „Þetta er langmesti afli sem ég hef náð í strandveiðunum og helgast að hluta af þeim breytingum sem voru gerðar á kerfinu. Á sínum tíma var ég hér á svæði D en hef síðan verið á Arnarstapa á svæði A og róið fyrir sunnan Snæfellsnes. Sú breyting að ufsinn er talinn meðafli og dagarnir eru fleiri breytir mjög miklu. Svo finnst mér líka vera meiri fiskur í sjón­ um og meira líf. Í fyrra fór ég síður vestur undir Jökul út af ufsanum og núna í sumar sótti ég frekar austur eftir vegna þess að þar var meira af þorski. Þorskurinn var að sækja í síldar­ hrogn en síldin virðist vera að hrygna á stærra svæði en áður. Mér finnst bæði vera meira líf í sjónum og tek líka eftir að ég fæ fiskinn ofar í sjónum. Þetta er talsvert öðruvísi en í fyrra. Fiskurinn er stærri ef eitthvað er en þó talsvert blandaður,“ segir Stefán en hann réri frá Arnar­ stapa og fiskaði í heild 49.622 kg í 48 róðrum. Af þeim afla var þorskur um 35 tonn. Strandveiðar hófust þann 2. Strandveiðikóngur sumarsins með tæp 50 tonn í 48 róðrum „Væri ekki í strandveiðunum ef mér þætti þetta ekki gaman,“ segir Stefán Jónsson á Grími AK 1 Grímur AK 1 stímar í land á síðasta degi strandveiða þetta sumarið. Þetta er langbesta aflaár Stefáns Jónssonar skipstjóra og það þrátt fyrir einstak- lega erfitt sumar veðurfarslega séð. Mynd: Guðmundur Ívarsson S tra n d v eiða r

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.