Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Ný ljóðabók eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Ljóð sem einkennast af léttleika og hárfínni myndvísi – undir niðri kraumar dauðans alvara LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 NeyteNdur Töluverðar verðhækk- anir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaða- mótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjón- ustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verð- lækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengis- áhrifa fyrir erlent endurvarp (fjöl- varp) sem og annar erlendur efnis- kostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félags- ins og endurspegla hluta þeirra verð- breytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verð- hækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynn- ingar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreyting- arnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarps- áskrifta, farsímaþjónustu, internet- þjónustu, gagnamagns og aðgangs- gjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við. – smj Tilkynnt um verðhækkanir hjá Sýn um mánaðamótin Ávinningurinn er áfram ótvíræður. Guðfinnur Sigur- vinsson Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt. Jerod Anderson, vonsvikinn ferða- maður sem hefur ekki fengið endur- greitt frá Goecco LeiðréttiNg Það var Þórður Leifsson en ekki Þórarinn sem gaf út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn fyrstu tvö ár þess, líkt og haldið var fram á tímamótasíðu gærdagsins. viðskipti Ef marka má Jónas Frey- dal, eiganda Goecco, stefnir hrað- byri í einokun í ferðaþjónustu á Íslandi. Jónas lýsir stöðunni í bréfi sem hann sendi viðskiptavinum Goecco með tilkynningu um að íshellaferðir sem þeir höfðu keypt yrðu ekki farnir því fyrirtækið væri komið í þrot. Sagt var frá örlögum Goecco í Fréttablaðinu 27. nóvember. Jónas rekur Goecco  undir hatti fyrir- tækisins Íslenskir íshellaleiðsögu- menn ehf. Margir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið og fá ekki dýrar ferðir endurgreiddar. Jónas tilkynnti viðskiptavinum í tölvupósti í fyrri hluta nóvember að Goecco gæti ekki farið með þá í ferðir sem þegar voru seldar. „Bank- ar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila,“ útskýrði hann. „Það er ekki aðeins við sem  þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun  – eins  hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“ Jónas vísaði í fréttir sem þá voru uppi um yfirtöku Icelandair á WOW air. „Aftur til einokunar!“ skrifaði hann. Sagði hann Ísland vera eyju sem væri stýrt af valdamiklum fjöl- skyldum. „Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljót- leiki falinn í fólki og í kerfinu.“ Þá sagði Jónas frá því að hann sé nú knúinn í gjaldþrot öðru sinni. Fyrra sinnið hafi verið í þrjár vikur í desember í fyrra vegna 10 þúsund dollara skattaskuldar sem reynst hafi byggð á misskilningi. „Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögregl- unni, skattinum og íbúum lands- ins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæða- máltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lög- reglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjór- inn,“ lýsti Jónas raunum sínum og íshellaskoðunarfyrirtækis síns. Og það er ekki allt. „Þegar við vorum að byrja að gera íshellaferðir frægar þá skáru bænd- ur á svæðinu á dekkin hjá okkur og reyndu að fá sett bann á okkur í þjóðgarðinum til að geta náð við- skiptunum. Lögreglan er búin að stöðva okkur yfir fimmtíu sinnum þótt við hefðum öll leyfi og þeir hafi aldrei fundið neitt á okkur. Þetta er brjálæði,“ sagði Jónas og kvaðst nú verða að gefast upp. „Við höfum borgað okkar skatta og reynt að halda slóð okkar alger- lega hreinni. Ólíkt ákveðnum íslenskum stjórnmálamönnum,“ benti Jónas á og undirstrikaði síðan að Ísland gæti verið sönn paradís. „En það er alltaf hættulegt að segja sannleikann. Það er hluti ástæð- unnar fyrir þeirri stöðu okkar í dag.“ Jerod Anderson, einn viðskipta- vina Goecco, sagðist í gær ekki ekk- ert hafa heyrt frá fyrirtækinu, hvað þá fengið endurgreitt jafnvirði ríf- lega 230 þúsund króna sem hann og kona hans borguðu. Vonbrigðin hafi verið mikil er þau heyrðu af gjaldþrotinu þremur vikum fyrir Íslandsferðina. Og ekki  bæti úr skák að ferðin sem hafi verið bókuð fyrir níu mánuðum fáist ekki endur- greidd. Annað gildi um ferðafélaga þeirra sem hafi bókað fyrir mánuði og náð að fá endurgreitt í gegn um PayPal. „Við erum árangurslaust búin að reyna ná sambandi í gegn um síma og tölvupóst. Það eru ótrúleg vonbrigði að þeir reyndust allt sem maður óttast þegar farið er til lítils lands. Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt,“ segir Jerod Anderson, sem einmitt í gær var að að ljúka ferð sem hann keypti í staðinn fyrir þá sem brást. Þess má geta að fimm Tetra-tal- stöðvar úr búi fyrirtækisins virð- ast hafa verið auglýstar til sölu á Facebook-síðunni Braski og bralli (allt leyfilegt) í síðustu viku. Ásett verð var 70 þúsund krónur stykkið. gar@frettabladid.is Segir banka á eftir sér og Björk Ekki hefur náðst í Jónas Freydal frá því hann tilkynnti að Goecco væri komið í þrot. Vonsviknir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið. Fréttablaðið/GVa Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunar- fyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir ein- staklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós. stjórNmáL Tæplega 47 prósent þeirra sem taka  afstöðu  segjast styðja ríkisstjórnina í skoðana- könnun Fréttablaðsins og Zenter 3. til 4. desember. Stuðningur er mestur meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri eða 55 prósent. Um 47 prósent karla styðja stjórnina og 46 prósent kvenna. Litlu sem engu munar í stuðningi milli íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Tæp 93 prósent  kjósenda Sjálf- stæðisflokks styðja stjórnina en um 83 prósent kjósenda VG og Fram- sóknar . Minnstur er stuðningur meðal kjósenda Pírata, 5,6 prósent.  Hringt var í 2.300 manns vegna könnunarinnar og 1.260 svör- uðu henni eða 55 prósent. – aá 47 prósent styðja stjórnina ríkisstjórnin fagnaði ársafmæli á dögunum. Fréttablaðið/anton brink 6 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F i m m t u d A g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 6 -D C B C 2 1 A 6 -D B 8 0 2 1 A 6 -D A 4 4 2 1 A 6 -D 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.