Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 58
 Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? 1 5 -2 5 7 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA gæði – þekking – þjónusta Stimplar af öllum gerðum og stærðum. Pantaðu stimpil á bodi.is ... og svo miklu meira LASERSKURÐUR STIMPLAR Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is Netflix the Christmas Chronicles Leikstjórn: Clay Kaytis Aðalhlutverk: Kurt Russell, Darby Camp, Judah Lewis Offramboðið á lélegum, ef ekki bein- línis hallærislegum, jólamyndum er svimandi á Netflix í upphafi aðventu. Í þeim morkna og ameríkaníseraða möndlugraut leynist þó ein bráð- skemmtileg, þvottekta jólamynd, sem full ástæða er til að mæla með fyrir alla fjölskylduna. Titillinn, The Christmas Chronic- les, kallar nú ekki beinlínis á mann og fljótt á litið er ekkert sem bendir til annars en að þarna sé á ferðinni enn ein kartaflan í Netflix-skónum. Fordómafullur kvikmyndarýnir- inn deilir þó ekki við tíu ára dóttur sína þannig að ekki varð hjá þessari komist. Framan af benti ekkert til annars en að The Christmas Chro- nicles myndi standa rækilega undir engum væntingum mínum og eitt- hvað fannst manni nú kunnuglega innantómur jólaangistarandinn sem sveif yfir heimili aðalpersónanna, systkinanna Katie og Teddy. Ákveðna og hjartahreina stelpu- skottið hún Katie reynir að vekja jólastemningu á heimilinu en Teddy, bróðir hennar, er þunglyndur upp- reisnarunglingur sem tekst á við óvæntan og harmþrunginn föður- missi með því að fikra sig hægt en markvisst út á glæpabrautina með sérstaka áherslu á bílaþjófnaði. Hjúkrunarfræðingurinn móðir þeirra, sorgmædd og útkeyrð, reynir sitt besta til þess að halda börnum sínum gleðileg jól. Hún þarf hins vegar að taka aukavakt á aðfanga- dagskvöld og allt er þetta ósköp dapurlegt. Þeir vita sem reynt hafa að jólin eru þeim sem sakna, syrgja, þjást og líða skort oftar en ekki óbærilega erfið. Jólasveinninn kemur í kvöld Þegar systkinin eru orðin ein í kotinu tekst Katie einhvern veginn að draga viðskotaillan og leiðinlegan bróður sinn með sér út í mikinn ævintýra- leiðangur. Með myndbandstökuvél ætlar hún sér hvorki meira né minna en að festa á filmu sjálfan Jólasvein- inn í háflugi á hreindýrasleðanum sínum. Katie trúir nefnilega staðföst á Jólasveininn á meðan krónísk leið- indi fullorðinsáranna eru byrjuð að leggjast yfir gelgjuna sem hefur snúið baki við Sveinka og trúnni á að lífið er ævintýri. Birtist þá ekki Jólasveinninn og viti menn. Hann ER til! Og það sem gerir þetta enn betra er að hann er Kurt Russell! Myndin lyftist því skyndilega upp á allt annað plan og 47 ára gamli fýlupúkinn, sem hafði framan af fylgst með af hálfum hug, varð á augabragði tíu ára og sat jafn heillaður og barnið yfir myndinni þar til yfir lauk. Allar efasemdir um að Kurt Rus- sell sé ekki skemmtilegasti núlifandi leikarinn í Hollywood hverfa á auga- bragði um leið og maður öðlast trúna á Jólasveininn á ný um leið og maður áttar sig á hvaða ljúflingur leynist bak við allt skeggið. Svalasti jólatöffarinn Kúrtarinn er bara þannig leikari að maður veit að hann er góð mann- eskja í alvörunni. Prakkaraglampinn í augunum og ómótstæðilegt brosið sem hann hefur flotið á í gegnum hryllingsmyndir, spennumyndir og gamanmyndir í áratugi hafa sjaldan verið jafn heillandi. Jólasveinn Kúrtarans okkar allra er fyndinn og mátulega kærulaus töffari sem lætur ekkert slá sig út af laginu og heldur kúlinu meira að segja þegar krakkaormarnir stofna með klaufaskap sínum jólaandanum og þar með sjálfum jólunum í stór- hættu. Þegar allt stefnir í óefni rennur Teddy loksins blóðið til skyldunnar og saman snýr þetta ólíklega þríeyki bökum saman og leggur allt undir til þess að bjarga gleðinni. Fingraför Kólumbusar Þroskasaga Teddys er vitaskuld alveg ofboðslega stöðluð en klisjur eru ekki klisjur að ástæðulausu og stund- um er kjarni lífsins og lífsgleðinnar einmitt bara voða eitthvað dæmi- gerður og sammannlegur. Jólin sjálf eru útbólgin klisja þannig að þetta er bara rosalega sætt og enginn verður verri af því að leita jólagleðinnar með aumingja Teddy. Engin tilraun er gerð til þess að finna upp hjólið í The Christmas Chronicles enda ástæðulaust. Við vitum öll að hjól og jólahjól snúast og ef þau gera það hratt og skemmti- lega þá er tilganginum náð. Hér hljóma mörg kunnugleg stef og þótt hið ættleidda eilífðarbarn Stevens Spielberg, Chris Columbus, sé hér aðeins í hlutverki framleið- anda myndarinnar þá eru fingraför hans út um allt. Sem er ekki ónýtt þegar haft er í huga að hann skrifaði Gremlins og The Goonies og leik- stýrði Adventures in Babysitting, Home Alone og fyrstu tveimur Harry Potter-myndunum. The Christmas Chronicles er eins og jólatré skreytt alls konar litlum gullmolum úr fyrri verkum Columbus þannig að nóg er af gríni, spennu og göldrum eilífrar bernsku sem kalla fram gæsahúð, kannski pínu tár og láta manni líða pínu vel í hjartanu. Eiginlega bara eins og jólin. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Dásamlega klisju- kennd og yndislega bernsk mynd sem vekur jólabarnið í jafnvel kaldhæðnustu fullorðinshjörtum enda skartar hún skemmtilegasta Jólasveini sem sést hefur í kvik- mynd. Eiginlega of stór skammtur af kærkomnu krúttnessi í skamm- deginu. Þegar Kurt Russell bjargaði jólunum Geðþekkasti Hollywood-leikari vorra tíma, hefur aldrei verið jafn sjarmerandi og þegar hann túlkar Jólasveininn. Heiðurshjónin Goldie Hawn og Kurt Russell eru örugglega besta fólkið í Hollywood. Hafið augun opin. Kannski bregður stórkostlegri eiginkonu Jóla- sveinsins aðeins fyrir í myndinni. 6 . d e s e m b e r 2 0 1 8 f i m m t u d a G u r44 m e N N i N G ∙ f r É t t a b l a ð i ð Bíó 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 6 -D C B C 2 1 A 6 -D B 8 0 2 1 A 6 -D A 4 4 2 1 A 6 -D 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.