Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 18
Það má segja að mjög mikil umræða hafi átt sér stað síðastliðin ár um sykur og sykur-neyslu, sumpart svo að jaðrar við ofstæki. Það getur reynst erfitt fyrir almenning að átta sig á samhengi hlutanna og þannig líður líka læknum og vísindamönnum þar sem ekki eru öll kurl enn komin til grafar. Hins vegar hafa aukist mjög rannsóknir og upplýsing- ar um mögulega skaðsemi af of mikilli neyslu sykurs og kolvetna sem er samheiti yfir eitt þeirra orkuefna sem líkaminn í raun notar til að umbreyta í orku. Hin orku- efnin eru prótein og fita. Ekki er allur sykur sá sami, ein- hver munur er á milli þess hversu mikið hann er unn- inn og svo framvegis. Samhliða þessari umræðu hefur einnig orðið mjög mikil umbreyting á þeirri hugsun að öll fita, sérstaklega mettuð fita, sé eitur sem hefur lengi verið haldið fram. Þannig má segja að það sé komin upp ákveðin staða í heimi næringarfræðinnar sem er flókin og leiðbeiningar hafa verið að breytast hægt og rólega. Hvað gerist í líkamanum? Flestir virðast þó vera sammála þeirri skoðun að of mikil neysla á einfaldari kolvetnum sé skaðleg og geti haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar. Sumt er enn bara fullyrðingar og þarf meiri gögn til að undirbyggja þær, annað hefur verið nokkuð vel staðfest og er sam- þykkt að skipti máli í leiðbeiningum til almennings um neyslu og mataræði. Megináherslan hefur verið á það að sykurneysla geti leitt til ofþyngdar og/eða offitu og þar með aukinnar hættu á að þróa með sér lífsstílssjúkdóma líkt og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, æðakölkun og fitulifur. Langvarandi og mikil neysla hefur verið talin leiða til þess að líkaminn myndi með sér skert sykurþol, hafi þannig áhrif á insúlínframleiðslu líkamans og næmni frumna fyrir því. Þetta leiðir af sér óhollt ástand í líkamanum sem er á læknamáli kallað efnaskiptavilla, en hún er talin vera ákveðinn mótor í því að skapa bólguástand og viðhalda því í líkamanum. Þá verða einnig breytingar í hormóna- búskap líkamans sem hafa áhrif á tilfinninguna um að vera saddur. Þetta ástand er svo talið að geti ýtt undir vöxt ákveðinna krabbameina auk þess sem offita er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir slíkri þróun. Vísindamenn hafa bent á að mikil sykurneysla skapi sveiflur í boðefnakerfi heilans sem auk þessa bólgu- ástands geti ýtt undir þunglyndi og lyndisraskanir. Þessu til viðbótar má svo nefna að öldrun frumna í líkamanum er flýtt sem hefur áhrif á hrörnun þeirra á ýmsum stöðum og er talið ýta undir almenna öldrun. Hefur til dæmis aukin kolvetnaneysla verið bendluð við þróun á Alzheimer-sjúkdómi og eru í gangi rann- sóknir þess efnis. Hvað er til ráða? Það er ljóst að sem stendur er enginn alveg viss í sinni sök með það hversu mikinn sykur hver einstaklingur má innbyrða án þess að skaði hljótist af. Það er eflaust líka tengt erfðum, kyni, aldri, undirliggjandi áhættuþáttum og þá líklega sérstaklega tímalengd neyslu- mynsturs. Það má örugglega ráðleggja flestum þó að vera meðvitaðir um sykurneyslu sína, kunna að lesa innihaldslýsingar, forðast unnar matvörur og viðbættan sykur. Temja sér að elda sjálfur og að skammtastærðir séu hóflegar. Gátan er ekki leyst ennþá, en svo virð- ist sem það að draga úr sykurneyslu almennt muni bæta heilsufar. Þetta er þó flóknara en svo og spila margir þættir til viðbótar mikilvægt hlutverk í því að viðhalda heilsu. Teitur Guðmundsson læknir Áhrif sykurs á heilsufar fólks velji betri kostinn út frá því. En þrátt fyrir að vara sé stimpluð „hollustufæða“ og finnist í heilsuhill- unni, getur oft leynst sykur í henni.“ Júlía borðar ekki sykur sjálf. Hún held- ur úti síðunni lifdutil- fulls.is og mun í janúar hefja tveggja vikna syk- urlausa áskorun. Áskor- un Júlíu hefur verið haldin 1-2 sinnum á ári síðustu sex ár og vakið mikla lukku hjá þátt- takendum. Júlía deilir uppskriftum með þátttakendum sem vinna gegn sykurlöngun, innkaupalista fyrir vikuna og ráðum sem létta lífið og halda þátttak- endum við efnið. Hægt er að skrá sig ókeypis á heima- síðunni. „Ég breytti um lífsstíl í kringum tvítugt þegar ég áttaði mig á því að ég var komin með fleiri heilsukvilla en ég gat talið,“ segir Júlía. „Frá barn- æsku hafði ég þjáðst af iðraólgu (IBS) sem lýsir sér í meltingaróþægindum og krömpum sem oft á tíðum endaði með því að ég lá veik heima. Síðar greindist ég með latan skjaldkirtil, PSOS, og var farin að finna til í liðum og upplifa mikið orkuleysi. Ég tengdi þetta að mörgu leyti við sykurneyslu. Mér fannst þetta langt frá því að vera eðlileg glíma fyrir unga stúlku eins og mig svo að ég ákvað að ég skyldi prófa að breyta mataræðinu. Í dag er ég laus við alla fyrrnefndu kvilla og fann á sama tíma nýja ástríðu í líf- inu, matargerðina, og að fá að hjálpa öðrum að líða betur.“ Er sykur í vörunni? Oft leynist sykur í matvælum og hér koma nokkur algeng matvæli sem innihalda iðulega mikinn sykur. Leitist við að velja hreinni afurðir án viðbætts sykurs eða að gera til dæmis sósur frá grunni. 1. Tómat- vörur og pastasósur 2. Tilbúnar sósur 3. Dósamatur 4. Múslí 5. Mjólkur- vörur Það finnst sykur í merki-lega mörgum mat-vörum. Sykur er oft talinn gera mat bragð-betri og höfða betur til almennings. Því er oft mikill sykur í mat á veitingastöðum, skyndibita og jafnvel matvörum út úr búð. Sykur er einnig oft notaður til að framlengja hillulíf vara,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi. Hún hefur kynnt sér sykur mikið í gegnum árin og skoðað leiðir til að skipta út sykri fyrir önnur sætuefni, sem eru heilsusamlegri. „Það er þó margt hollt og gott úti í búð líka og ég mæli með að fólk kynni sér innihaldslýsingu á matvörum og Sykurinn leynist víða Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi. MynD/Tinna bJörT Sykur finnst iðulega í matvöru, þrátt fyrir að hún sé sérmerkt sem heilsuvara og finnist í heilsuhillum. Þetta segir Júlía Magnús- dóttir heilsumarkþjálfi. Hún hefur fundið leið til að hagræða jólahefð- um og útfæra kræsingar á hollari hátt. Fimm staðgenglar sykurs 1 KókospálmanektarÉg er mjög hrifin af kókospálma nektarnum en hann er unninn úr blómum kókospálmans. Kók- ospálmanektarinn er síróp og því ekki sama og kókossykurinn. Nektarinn inniheldur lít- ið magn af frúktósa. Frúktósi finnst í sykri og fleiri sætugjöfum og of mikið magn hefur slæm áhrif á heilsuna. Skiptið út 1 bolla af sykri fyrir ¾ bolla af kókos- pálmanektar. Ég nota kókospálmanektarinn mikið í drykki eða hrákökur. 2 StevíaSumum þykir vont eftirbragð koma af stevíu og því nota ég yfirleitt kókos- pálmanektar á móti stevíu fyrir sætt og gott bragð. Ef þú vilt nota stevíu eingöngu er talað um að skipta út 1 bolla af sykri fyrir 1 tsk. af stevíudropum eða -dufti. Hafið þó í huga að þið gætuð þurft að hagræða uppskrift og bæta við örlitlu af olíu eða vökva svo sama áferð fáist í bakstri. 3 Kókospálma-sykur Kókospálma- sykur er auðveld- asti kosturinn þegar kemur að því að skipta út hvítum sykri í bakstri. Skiptið þá út hvítum sykri fyrir sama magn kókospálmasykurs. Að skipta út hvítum strásykri fyrir kókospálmasykur tryggir oft sömu áferð í bakstri. 4 HlynsírópHlynsíróp gefur milt bragð og fínt í baksturinn og má skipta út 1 bolla af sykri fyrir 1 bolla af hlynsírópi. Ég nota hlynsírópið gjarnan í smákökur. 5 EplamaukEplamauk er frábær leið til að bæta við sætleika í uppskrift án þess að nota hvítan sykur og það finnst ekkert epla- bragð. Ef uppskrift kallar eftir bolla af sykri, skiptið honum út fyrir bolla af eplamauki. Þar sem eplamauk eykur vökvahlutfallið í gætir þú þurft að minnka annan vökva (vatn, mjólk...) um ¼ bolla á móti. Ef uppskrift inniheldur ekki vökva þarf ekki að spá í því. Uppáhaldsjólasmákökur Júlíu Sykurlausar, glútenlausar, vegan og dásamlegar. Uppskriftin gefur 15-16 kökur. 1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir 1¼ bolli möndlumjöl ½ tsk. matarsódi ½ tsk. vínsteinslyftiduft 5 tsk. örvarrót (val en bindur kökur vel saman, fæst í bændur í bænum) ½ tsk. salt ½ bolli ólífuolía ¼ bolli hunang/hlynsíróp eða 4-6 dropar stevía 1 tsk. lífrænir vanilludropar ½ bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra Hitið ofn í 180 gráður. Malið hafra í blandara þar til mjöláferð fæst. Takið góða skál og hrærið saman möluðum höfrum, möndlumjöli, matarsóda og lyftidufti og leggið til hliðar. Í lítilli skál hrærið saman olíu, hunangi/hlynsírópi og vanillu. Bætið blautu blöndunni við þurr- efnin og hrærið lauslega saman með viðarsleif, bætið söxuðu súkkulaði út í rétt undir lokin. Setjið um eina matskeið af deigi fyrir hverja köku á bökunarpappír. Dreifið vel úr kökunum með blautum fingrum og hafið í um það bil 2½ cm á milli þeirra, hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm þar sem þær munu dreifa úr sér. Bakið í 12-15 mín við 180 gráður, slökkvið á ofninum og látið kökurnar bíða í ofninum í um 30 mín. áður en þær eru teknar út. Kíkið á kökurnar eftir 15 mín. og athugið hvort þurfi að lengja baksturstímann. Tilveran 6 . d E s E m b E r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð Hefur til dæmis aukin kolvetna- neysla verið bendluð við þróun á alzheimer- sjúkdómi og eru í gangi rannsóknir þess efnis. 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 6 -C 4 0 C 2 1 A 6 -C 2 D 0 2 1 A 6 -C 1 9 4 2 1 A 6 -C 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.