Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 36
gildi. Ljósblá leðurkápa sem mamma mín átti frá árinu 1962 og svört kápa af ömmu. Í sumar áskotnaðist mér hefðbundinn marokkóskur kjóll, svartur með hvítri bróderingu, og ég held mikið upp á hann. Og gamli leðurjakk- inn minn. Svo get ég ekki verið án gríska sjómannakaskeitisins sem ég hef átt árum saman. Hvert er besta tískuráðið sem þú hefur fengið og hver gaf þér það? Henrik bróðir minn sagði mér eitt sinn að það væri mikilvægt að vera alltaf töff. En kannski var hann að djóka. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkru sinni keypt þér á kroppinn? Ég kaupi ekki dýr föt heldur aðallega fatnað í „second hand“ búðum. Sennilega er það kjóll frá snillingnum Hildi Yeoman sem ég ætla að klæðast á áramótunum. Fínustu flíkurnar sem ég á eru vintage merkjaföt eða pelsar frá mömmu og ömmu. Hvaða stíl ættu allar konur að prófa um ævina? Að vera goth! Hvað gleður þig mest? Yndislegu börnin mín og Jón, kærastinn minn, gleðja hjarta mitt alla daga og mínir traustu vinir og fjölskylda. Kvöldstund við Þing- vallavatn fyrir framan arineldinn að hlusta á góða tónlist. Og ferðalög til fjarlægra landa. Ég ætla að reyna að gera meira af því á ný. Og kötturinn okkar, hann Amon Dúll. Hvaða flík ætti að banna? Enga, þótt persónu- lega þyki mér ljótt svona merkjadót, bolir með risastóru lógói (nema maður sé rappari) og svo þoli ég ekki spandex-íþróttadót og hvað þá í skærum litum. Ég veit að ég ætti að fíla þetta því allar miðaldra konur eru hjólandi og hlaupandi út um allar trissur, en ég held að ég fari aldrei þangað. Það sem mér finnst þó ljótast í tískunni eru ekki flíkur heldur þessi brjálæðislega mikla förðun sem sést á svo mörgum konum núna, einhvers konar Instagram-förðun og mikið meik sem er bara „scary“ í dagsbirtu, með lituðum augabrúnum og alls konar gervi-einhverju. Uppáhaldsmunstrið þitt? Hlébarðamunstur! Og svart- hvíta munstrið á gólfinu í Black logde í Twin Peaks. Hvað eitt gæti bjargað jólunum hjá hverri konu? The Peanuts Christ- mas Album með Vince Giraldi Trio. Fylgirðu tískudrós á Instagram? Já, ég fylgi Susie Bick. Hún er kona Nicks Cave og fatahönnuður sem kallar sig The Vampire’s Wife. Líka Lou Doillon, dóttur Jane Birkin. Ég mundi þó ekki kalla þær tísku- drósir heldur bara töff konur með fallegan stíl. Hvaða flík keyptirðu þér síðast? Áramótakjólinn frá Hildi Yeoman. Hann er alsettur pallí- ettum og svona Barbarellu-kjóll. Náttkjóll eða náttföt? Uhmm … hvorugt. Hvað hefðirðu viljað vita um eigin stíl þegar þú varst yngri? Að maður þyrfti ekki að fylgja tískustraumum og að best væri að finna sinn eigin stíl og halda sig við hann. Það er alltaf flottast. Hvort ertu týpan sem klæðist eins krumpugalla og kærastinn, eða eins jólapeysu og kötturinn? Af tvennu illu kysi ég peysuna ef hún má vera með hlébarða- munstri. Hvort létirðu þig hafa, að klæðast kjól sem væri þakinn kattarhárum eða matar- og kaffiblettum? Kattarhárum býst ég við. Það er nóg af þeim á heimilinu. Hvort væri verra, að hafa lífs- hættulegt ofnæmi fyrir leðri eða blúndum? Leðri! Hvort freistar þín meira; að fara í tuskubúðir með Brigitte Bardot eða Kate Moss? Þær eru báðar örugglega rosa hressar. Bardot er kannski orðin dálítið klikkuð og gift fasista, þann- ig að ég vel Kate og við myndum þá pottþétt enda á Kaffibarnum. Hvernig kom sagan Á milli svefns og vöku til þín? Hugmyndin kom frá yngri dóttur minni sem var hrædd við að fara ein að sofa og sakaði það sem hún kallaði leynigestinn um að gera alls konar skrýtna hluti á heimilinu. Sagan varð að sam- starfsverkefni okkar Laufeyjar Jónsdóttur sem teiknaði mynd- irnar svo listavel. Fyrirfinnst tíska í bókinni? Já, það mætti segja það, þótt það hafi ekki verið ætlunin. Laufey er menntaður fatahönnuður og kennir teikningu við fatahönnun- ardeild LHÍ. Því má greina vott af áhrifum tískuteikninga í bókinni. Áttu þér tískufyrirmynd á meðal rithöfunda? Ekki sérstaklega en nefni þó Sim- one de Beauvoir og Lord Byron. Fyrir hvern er bókin? Ég vona að sem flestir sjái eitt- hvað við hana, en sagan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 5 til 9 ára. Kyndir hún undir myrkfælni? Ég held frekar að hún tali til barna sem eru myrkfælin. Oft nennum við fullorðna fólkið ekki að hlusta á börn og hræðslu þeirra við myrkrið og segjum það vera vitleysu. Ég vona að bókin hjálpi börnum að skilja hvað myrkrið er og að allir upplifi stundum þessi óskýru mörk á milli draums og vöku, ímyndunar og raunveruleika. Rökkrið umlykur söguþráðinn; hvernig líður þér í skammdeginu? Ég er mjög hrifin af myrkri, það klæðir mig vel. Ég elska árstímann frá október og fram í janúar. Mér finnst þessi dimmi tími á norður- hjara veraldar vera heillandi, róandi og dularfullur í senn; maður fyllist sköpunarorku og ímyndun- araflið fer á flug. Svo er maður enn meira stemmdur í að hafa það kósí með fólkinu sem maður elskar. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Hvernig er stíllinn þinn? Ætli hann sé ekki frekar ein- faldur. Svartur, innblásinn af 7. áratugnum, rokki og róli, og pínu strákalegur. Miðnæturkúreki með vott af frönskum og breskum áhrifum. Mér finnst einfaldur fatnaður ná langt. Góðar galla- buxur og skyrta, eða bara einfaldur stuttermabolur, og nota frekar skemmtilegt skart, litrík stígvél, hatt eða yfirhöfn við. Hver er tískufyrirmyndin? Tónlist hefur mest áhrif á stílinn minn. Til dæmis fræg „screen test“ Andys Warhol af Lou Reed, Nico og Edie Sedgwick. Líka töffarar eins og Blondie, Kim Gordon, Jane Birkin og dætur hennar, Poison Ivy, Nick Cave og Blixa Bargeld. Hvað viltu að stíllinn segi um þig? Kannski að ég sé dularfull og smá töff án þess að ég sé að reyna það alltof mikið. Í hvað ferðu þegar þú vilt stela senunni? Mínípils. Hver er uppáhaldsflíkin í skápnum? Þær sem hafa tilfinningalegt Myrkrið klæðir mig vel Blaðakonan Anna Margrét Björnsson elskar skammdegið. Hún er rómuð fyrir kvenlegan þokka og rokkaðan fatastíl og teflir nú fram sinni fyrstu barnabók sem hún vonar að vinni bug á myrkfælni. Anna Margrét segist ekki mundu slá hendinni á móti því að fara í tuskubúðir með töffaranum og ofurfyrirsætunni Kate Moss og klárt mál að þær myndu enda búðarrápið á Kaffibarnum. MYND/SAGA SIG Stíllinn hennar Önnu er undir frönskum og breskum áhrifum. MYND/ÁSTA KRISTJÁNS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR KR. 8.900.- Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook KR. 11.990. - 3 LITIR KR. 8.900. - 2 LITIR Síðar peySur // BlúSSur 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . D e S e M B e R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 6 -C D E C 2 1 A 6 -C C B 0 2 1 A 6 -C B 7 4 2 1 A 6 -C A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.