Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 52
Bílar Rau ðagerði 25 · 10 8 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Vatnskælar á frábæru verði 25-35% Afsláttur • Keyptann og eigðann • Ekkert mánaðargjald • Lítið viðhald • Sjá nánar á heimasíðu Kælitækni www.kaelitaekni.is Það gengur ekki allt of vel hjá Ford þessa dagana og salan minnkaði í nóvember um 6,9% og er 2,9% minni í heildina en á sama tíma fyrir ári. Það eru helst vandræði Ford í Evrópu sem hrella bandaríska bílafyrirtækið, enda fer salan þar síminnkandi. Nú er svo komið að Ford íhugar miklar upp- sagnir og það allt að 25.000. Það er há tala í ljósi þess að heildarfjöldi starfsmanna Ford er 70.000, svo það gæti stefnt í að næstum 36% alls starfsfólks Ford missti vinnuna. Fækkunin yrði mest í Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum. Líka miklar uppsagnir hjá GM Þessar fréttir frá Ford koma í kjöl- far yfirlýsingar General Motors um miklar uppsagnir sem nema um 15% af starfsmönnum þess. Niðurskurðurinn í stjórnenda- teymi GM er reyndar enn meiri, eða 25%. Ford hefur nefnt að tollar þeir sem settir voru á stál af Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi reynst fyrirtækinu dýrir og hafi minnkað hagnað Ford um 1 milljarð dollara og ekki hefur það bætt stöðuna hjá Ford og hvatt til nýráðninga. Það eru því nokkuð svartir tímar hjá þessum tveimur bandarísku bílarisum og þar á bæ eru menn að búa sig undir erfiða tíma. Ford íhugar 25.000 uppsagnir August Achleitner sem stýrir þróun 911-bílsins segir að rafhlöður nútímans uppfylli ekki kröfur. Forsvarsmenn Porsche segja að þær rafhlöður sem nú bjóðast í heiminum séu ekki nógu góðar til að réttlæta það að setja þær í Porsche 911-bílinn, a.m.k. sem stendur. Það muni þó vafalaust gerast, en nú heyrast þær raddir úr herbúðum Porsche að ólíklegt sé að það eigi við núverandi nýja kynslóð 911-bílsins. Hin nýja gerð Porsche 911 ber stafina 992 og ólík- legt má telja að nokkur útgáfa hans verði með rafmagnsaðstoð. Fyrri yfirlýsingar Porsche voru þess efnis að vænta mætti 911-bílsins með rafmagnsaðstoð árið 2022, en það gæti samkvæmt þessu orðið nokkru síðar, eða þegar rafhlöðurnar eru orðnar skilvirkari og betri. Uppfylla ekki kröfur Það má geta þess að bæði Cayenne- jeppi Porsche og Panamera-fólks- bíllinn eru til í tengiltvinnútgáfum og njóta því aðstoðar rafmagnsmót- ora. August Achleitner sem stýrir þróun og framleiðslu 911-bílsins segir að rafhlöður nútímans upp- fylli ekki kröfur Porsche og því sé ekki réttlætanlegt að bæta þeim við drifrás 911 bílsins að sinni, hvað sem síðar verður. Porsche er nú að vinna að hreinræktuðum sportbíl sem fær nafnið Taycan og svo gæti farið að áður en Porsche 911 fæst sem tengiltvinnbíll muni hann fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Athygliverð er þó sú staðreynd að við hönnun 992-gerðar 911-bílsins var gert ráð fyrir að hægt væri að bæta við rafmagnsmótorum bruna- vélinni til aðstoðar. Rafhlöður ekki nægilega góðar fyrir Porsche 911 Svo hratt ætlar Volkswagen Group að dýfa sér í rafmagns-bílavæðinguna að þar á bæ er fullyrt að næstu gerðir véla sem brenna jarðefnaeldsneyti verði þær síðustu sem bílarisinn mun þróa. Eftir það taki rafmagnsdrifrásir við. Þessar næstu gerðir bensín- og dísil- véla munu koma í bíla Volkswagen Group árið 2026 og munu endast fyrirtækinu í einhver ár. Þegar þar að kemur ættu þær brunavélar sem VW Group framleiðir að vera orðnar miklu færri en nú er þar sem hátt hlutfall bíla fyrirtækisins verður knúið rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Engu að síður á Volkswagen von á því að fyrirtækið muni enn þá framleiða einhverjar brunavélar árið 2050 fyrir þá markaði þar sem ekki nýtur hagkvæms eða nokkurs rafmagns. Af rafmagnsbílum Volkswagen er þó það helst að frétta að árið 2020 er von á bíl sem ber núna vinnuheitið ID compact hatchback og á hann að kosta um það bil það sama og venju- legur VW Golf með dísilvél. Á sama tíma ætti Porsche er vera tilbúið með Taycan-rafmagnssportbíl sinn. Líklega má segja að af merkjum þeim sem heyra undir Volkswagen Group sé Audi með forystuna í raf- magnsvæðingunni með sinn Audi E-Tron GT-jeppa, sem búið er að kynna á bílasýningum og fyrir blaðamönnum, en fer í almenna sölu snemma á næsta ári. Næstu brunavélar verða þær síðustu hjá Volkswagen Þá ættu þær brunavélar sem VW Group framleiðir að vera orðnar miklu færri en nú er, þar sem hátt hlutfall bíla fyrirtækisins verður knúið rafmagni. Þessar fréttir koma í kjölfar yfirlýsingar General Motors um miklar uppsagnir sem nema um 15% af starfsmönnum þess. Við hönnun 992-gerðar 911-bílsins var gert ráð fyrir að hægt væri að bæta við rafmagnsmótor brunavélinni til aðstoðar. 6 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r38 b í l A r ∙ F r É T T A b l A ð I ð 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 6 -C D E C 2 1 A 6 -C C B 0 2 1 A 6 -C B 7 4 2 1 A 6 -C A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.