Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 10-18, en hvassara allra syðst. Suðaustan hvassviðri eða stormur um landið austanvert í kvöld, en snýst í hvassa suð- vestanátt í kvöld. Rigning um landið suðaustan-, sunnan- og vestanvert. sjá síðu 34 Staulaðist til byggða á staurfótum Stekkjarstaur kom til byggða í gær, stinnur eins og tré, og í dag fylgdi bróðir hans, Giljagaur, slóðinni til byggða. Stekkjarstaur kom við í Þjóðminja- safninu og heilsaði upp á leikskólakrakka sem þar voru í heimsókn. Stekkjarstaur fræddi börnin um það ömurlega hlutskipti sitt að vera með staur- fætur, en það gerir honum einkar erfitt fyrir þegar hann freistar þess að laumast inn í hlöðu til að sjúga ærnar. Fréttablaðið/anton samfélag Stærsta stéttarfélag lands- ins, VR, vill ekki upplýsa um kostnað félagsins við gerð fimm auglýsinga með Jóni Gnarr í aðalhlutverki. Í auglýsingum, sem frumsýndar hafa verið hvern dag í þessari viku, er hinn ástsæli karakter Georg Bjarn- freðarson endurvakinn sem grimmur verslunareigandi sem brýtur á hinum ýmsu réttindum  nýs starfsmanns  í versluninni Georgskjör. Ljóst er að mikið hefur verið lagt í auglýsingarnar og vafalaust þurft nokkuð til að fá Jón Gnarr til að bregða sér aftur í hlutverkið enda þurfti hann meðal annars að raka á sig skalla fyrir hlutverkið. Hann hafi aldrei getað flúið karakterinn og við- urkenndi síðar að hafa hreinlega lent inn á spítala vegna álags sem tengd- ist því að leika Georg. Þá hefur þurft að semja um höfundarréttarmál við Ragnar Bragason, leikstjóra og einn af sköpurum Vaktaseríanna. Aðspurður segir Stefán Svein- björnsson, framkvæmdastjóri VR, að félagið gefi ekki upp kostnaðartölur við verkefni sem þessi. „Auglýsingastofa okkar, Hvíta húsið, sá um gerð auglýsingarinnar og samninga við þá Ragnar Bragason og Jón Gnarr,“ segir Stefán í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. – smj Gefa ekki upp hvað Georgskjör kostaði VR Jón Gnarr í hlutverki sínu sem hinn kostulegi Georg. Mynd/Vr OPIÐ T IL KL. 22 lÖgREglumál Á bilinu 50 til 60 karlmenn eru grunaðir um að hafa keypt vændi af fatlaðri konu yfir nokkurra mánaða tímabil. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, mið- stöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Verið er að undirbúa að koma málinu til lögreglu en það mun vera mjög umfangsmikið. „Það hafa margir aðilar sóst eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konu,“ sagði Ragna Björg Guð- brandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, í fréttinni. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki er sú þegar það hefur leiðst út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ – bg Tugir sagðir hafa keypt vændi af fatlaðri konu VR hyggst ekki gefa upp kostnaðartölur við verkefni sem þessi. stjóRnmál „Miðað við hvernig samfélag okkar er að þróast virðist popúlisminn eiga greiða leið upp á dekk og það er ekkert annað sem vinnur betur gegn því heldur en almenn skynsemi og upplýsing,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmunds- dóttir, sem tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi 15.  janúar. Jóhanna er varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í launalausu leyfi fram í febrúar að eigin ósk í kjölfar áminningar sem Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum í lok nóvember. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út á völl þegar þetta kom upp og Einar [Kárason] í miðri jólabókavertíð, þannig að Ellert Schram bjargaði málunum í bili, sá eðalmaður,“ segir Jóhanna sem er stödd í heimalandi eiginmanns síns, Suður-Afríku þar sem hún mun eyða jólunum með fjölskyldunni sinni. „Ég geri ráð fyrir að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir áramótin og vera til 6. febrúar.“ Aðspurð um pólitískar áherslur og hvers megi vænta af henni á þingi segir Jóhanna að mikilvægi mennt- unar og nýsköpunar, sérstaklega fyrir lífsgæði í samfélaginu, þurfi að skína betur í gegn í áherslum stjórnvalda. „Það er alveg gríðarlega mikil- vægt að muna eftir því af hverju til dæmis fólk eins og ég komst á annað borð í háskólanám, en móðir mín var einstæð fjögurra barna móðir í Breiðholti,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir hlutverk Lánasjóðs náms- manna afar mikilvægt fyrir samfélag- ið og hlúa þurfi betur að félagslegu hlutverki sjóðsins og samfélagslegu hlutverki háskólanna. Jóhanna settist í fyrsta sinn á þing í október síðastliðnum þegar hún leysti Ágúst Ólaf af um viku- tíma. Jóhanna er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík en lauk bæði BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningar fræði frá Edinborgar- háskóla. Jóhanna gegnir framkvæmda- stjórastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík en var áður framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík og for- stöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss. Ekki liggur fyrir hvort Ágúst Ólafur á afturkvæmt á þing og þar af leið- andi hvort Jóhanna Vigdís muni sitja á þingi um nokkurra vikna skeið eða allt til næstu kosninga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun forysta flokksins veita Ágústi Ólafi svigrúm til að leita sér aðstoðar og ná áttum. adalheidur@frettabladid.is Ætlar að beita sér fyrir menntun og nýsköpun  Jóhanna Vigdís sest á þing fyrir Ágúst Ólaf í janúar. Fréttablaðið/anton brink  Jóhanna Vigdís Guð- mundsdóttir sest á þing fyrir Ágúst Ólaf Ágústs- son í janúar eftir jólafrí í Suður-Afríku. Verður á þingi til 6. febrúar en jafnvel út kjörtímabilið. Ég geri ráð fyrir því að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir ára- mótin og vera til 4. febrúar. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 1 3 . d E s E m b E R 2 0 1 8 f I m m t u d a g u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B A -E 6 C C 2 1 B A -E 5 9 0 2 1 B A -E 4 5 4 2 1 B A -E 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.