Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 8
May lifði gærdaginn af
en er áfram völt í sessi
Kanada Meng Wanzhou, fjármála-
stjóri Huawei, var látin laus gegn
tryggingu í Kanada í gær. Ellefu
dagar eru nú liðnir frá því hún var
handtekin, að beiðni Bandaríkja-
manna, grunuð um að hafa afvega-
leitt banka um ítök Huawei í Íran og
þar með þá í hættu á því að brjóta
gegn viðskiptaþvingunum. Banda-
ríkin fara fram á framsal hennar en
málið hefur haft slæm áhrif á sam-
band Bandaríkjanna og Kanada við
risann í austri.
Samkvæmt Reuters þarf Meng nú
að vera með ökklaband og þá þurftu
fimm vinir hennar að ábyrgjast að
hún myndi ekki flýja með veði í
húsum sínum.
Dómari í Kanada á eftir að
úrskurða um framsalið. Komist hann
að því að málið gegn Meng sé nógu
sterkt mun hún verða send til Banda-
ríkjanna þar sem hún á væntan lega
ákæru í vændum og mögulega allt að
þrjátíu ára fangelsisdóm.
Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, tjáði sig um málið í samtali
við Reuters. Sagði að ef það þjónaði
þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að
nýjum viðskiptasamningi við Kína
myndi hann taka fram fyrir hendur
dómsmálaráðuneytisins í málinu.
Lu Kang, upplýsingafulltrúi kín-
verska utanríkisráðuneytisins, sagði
á blaðamannafundi að handtakan
hefði verið stór mistök.
„Við höfum tjáð Bandaríkjunum
og Kanada að við lítum þannig á
málið og förum fram á að ríkin leið-
rétti þetta þegar í stað og leysi Meng
Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti
því við að það væri jákvætt ef forseti
Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn
fjármálastjórans. – þea
Trump gæti leyst
Huawei-stýru
úr haldi
Meng Wanzhou, fjármálastjóri
Huawei. Fréttablaðið/EPa
Ástralía George Pell, ástralskur
kardináli kaþólsku kirkjunnar,
hefur verið sakfelldur fyrir kyn-
ferðisbrot gegn tveimur kórdrengj-
um sem áttu sér stað á tíunda ára-
tugnum. Allnokkrir erlendir miðlar
greindu frá málinu í gær og höfðu
eftir heimildarmönnum. Þinghald
í málinu var lokað og hafði dómur-
inn ekki verið gerður opinber þegar
fréttin var skrifuð.
Samkvæmt Daily Beast er Pell sá
valdamesti innan kaþólsku kirkj-
unnar sem hefur verið dæmdur í
slíku máli. Á næsta ári er svo búist
við því að annað mál gegn Pell
verði tekið fyrir. Hann er sakaður
um að bera sig fyrir tveimur ungum
drengjum á áttunda áratugnum.
Páfagarður greindi frá því í gær,
áður en dómurinn var gerður opin-
ber, að bæði Pell og Javier Errázuriz,
síleskur kardináli sem er sakaður
um að hylma yfir kynferðisbrot
annarra, væru komnir í launalaust
leyfi frá störfum og að þeir væru
ekki lengur hluti af hópi nánustu
ráðgjafa Frans páfa. – þea
Ráðgjafi páfa
dæmdur fyrir
barnaníð
MjanMar Stuðningsmenn mjan-
mörsku Reuters-blaðamannanna
Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuð-
ust saman í miðborg Yangon í gær.
Fjöldi fólks birti stuðningsyfir-
lýsingar á netinu og fjölskyldur og
vinir blaðamannanna kölluðu eftir
því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC
greindi frá.
Blaðamennirnir tveir voru hand-
teknir í desember fyrir ári og síðar
dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir
brot gegn lögum um ríkisleyndar-
mál. Þeir höfðu verið að vinna að
umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róh-
ingjum í bænum Inn Dinn í Rak-
hine-ríki Mjanmars. Rannsakendur
á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa
sakað mjanmarska herforingja um
að standa að þjóðarmorði í Rak-
hine. Blaðamennirnir hafa alltaf
haldið fram sakleysi sínu, sagt að
lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra.
Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á
meðal þeirra ofsóttu blaðamanna
sem Time útnefndi manneskjur
ársins.
Aung San Suu Kyi, handhafi
friðar verðlauna Nóbels, ríkisráð-
gjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar,
hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir
mál blaðamannanna og vissulega
hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis.
Suu Kyi hefur neitað að náða menn-
ina og varið réttmæti dómsins. Sagt
blaðamennina hafa brotið landslög.
„Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw
Soe Oo, blaðamenn Reuters, hand-
teknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem
ætlað var að trufla rannsókn þeirra
á fjöldamorði í Mjanmar. Sú stað-
reynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir
glæp sem þeir frömdu ekki er þess
valdandi að stórt spurningarmerki
er sett við mjanmarskt lýðræði og
tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu
sem Stephen J. Adler, ritstjóri
Reuters, sendi frá sér. – þea
Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters
srí lanKa Srílanska þingið greiddi í
gær atkvæði með traustsyfirlýsingu
á Ranil Wickremesinghe, fyrrver-
andi forsætisráðherra landsins, og
sóttist eftir því að hann yrði settur
aftur í embætti. Maithripala Sir-
isena, forseti ríkisins, setti hann af í
október síðastliðnum og gerði fyrr-
verandi forsetann, Mahinda Raja-
paksa, að nýjum forsætisráðherra.
Þingið hefur nú í tvígang lýst yfir
vantrausti á Rajapaksa.
Ekki er þó búist við því að
atkvæðagreiðsla gærdagsins breyti
nokkru um þá stjórnarskrárkrísu
sem ríkir í eyríkinu. Sirisena hefur
ítrekað sagt að hann muni ekki
skipa Wickremesinghe aftur í
embætti. „Jafnvel þótt hann njóti
stuðnings allra þeirra 225 sem sitja
á þingi.“
Búist er við því að hæstiréttur Srí
Lanka úrskurði í vikunni um hvort
Sirisena hafi brotið gegn stjórnar-
skránni þegar hann leysti upp
þingið á dögunum. – þea
Treysta gamla
ráðherranum
Meðferð blaðamannanna er reglulega mótmælt. NordicPHotos/aFP
sri lanka’s President Maithripala
sirisena (l) and Prime Minister ranil
Við förum fram á að
ríkin leiðrétti þetta
og leysi Wanzhou úr haldi.
Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska
utanríkisráðuneytisins
Bretland Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands og leiðtogi Íhalds-
flokksins, stóð af sér vantrauststil-
lögu samflokksmanna í gær. Alls
greiddu 200 atkvæði gegn tillögunni
en 117 með henni. Kjörsókn var
hundrað prósent en May þurfti að
fá meira en helming atkvæða til að
halda sæti sínu.
Þetta þýðir að flokksmenn mega
ekki reyna aftur fyrr en eftir tólf
mánuði. Því þarf May ekki að hafa
áhyggjur af frekari atlögum af hálfu
eigin flokks í dágóðan tíma.
„Nú verðum við að halda áfram
að vinna að því að skila þjóðinni
þeirri útgöngu sem hún fór fram á,“
sagði May eftir að niðurstöður lágu
fyrir. Hún viðurkenndi að vissu-
lega hefðu margir samflokksmenn
greitt atkvæði gegn henni en sagði
að stjórnmálamenn þyrftu nú allir
að taka höndum saman og vinna að
hagsmunum þjóðarinnar.
Tilkynnt var um atkvæðagreiðsl-
una í gærmorgun. Þá hafði hinni
svokölluðu 1922-nefnd Íhalds-
flokksins borist bréf frá nógu
stórum hluta þingmanna Íhalds-
flokksins til þess að boða þyrfti til
vantraustsatkvæðagreiðslu.
Óánægja nokkuð stórs hluta
þingflokksins, hörðustu Brexit-
sinnanna, með það hvernig May
hefur háttað útgöngumálum hefur
farið vaxandi undanfarnar vikur.
Sjálfur samningurinn virðist ekki
hafa bætt úr skák og það virðist
hafa verið kornið sem fyllti mælinn
að May aflýsti atkvæðagreiðslu um
samninginn sem fram átti að fara í
vikunni.
Þessi eiginlega stuðningsyfirlýs-
ing við May virðist þó ekki ætla að
duga til þess að lægja uppreisnar-
öldurnar. Jacob Rees-Mogg, eigin-
legur leiðtogi uppreisnararmsins,
sagði niðurstöðuna hreint út sagt
hrikalega fyrir leiðtogann. „For-
sætisráðherra verður að átta sig á
því að hefðin gerir nú ráð fyrir því
að hún fari á fund drottningar. Hún
nýtur greinilega ekki trausts þings
og ætti að víkja fyrir einhverjum
sem gerir það,“ sagði hann að lok-
inni kynningu á niðurstöðunni.
Skýrandi Telegraph sagði að Rees-
Mogg og hans menn íhuguðu nú að
leita á náðir stjórnarandstöðunnar
til þess að ná meirihluta utan um
það á þingi að koma May frá. Miðað
við það hversu margir Íhaldsmenn
greiddu atkvæði gegn May í gær má
gera ráð fyrir því að hún hafi minni-
hluta þings á bak við sig.
Þá tjáðu stjórnarandstöðutoppar
sig einnig á svipuðum nótum.
Skuggafjármálaráðherrann sagði
það sláandi fyrir May að þriðjungur
þingflokks hennar greiddi atkvæði
gegn henni. Þingflokksformaður
Skoska þjóðarflokksins sagði að
ríkis stjórn May þyrfti nú að víkja.
Forsætisráðherra fundaði með
flokksmönnum fyrir atkvæðagreiðsl-
una þar sem hún bað um stuðning
þeirra. BBC hafði eftir May af þing-
flokksfundinum að hún lofaði að
boða ekki óvænt til nýrra þingkosn-
inga. Það gerði hún í fyrra með þeim
afleiðingum að flokkurinn tapaði
hreinum meirihluta sínum. Hún
sagðist hins vegar gjarnan vilja leiða
flokkinn í næstu kosningum. „En ég
átta mig á því að meirihluti flokks-
ins vill fara inn í þær kosningar með
nýjan leiðtoga,“ sagði May og bætti
því við að hún ætlaði að stíga til
hliðar fyrir næstu kosningar.
Ljóst er að May heldur umboði
sínu til þess að leiða Brexit-ferlið.
Að minnsta kosti í bili.
thorgnyr@frettabladid.is
sigur May í gær verður að líkindum skammgóður vermir. NordicPHotos/aFP
Theresa May fékk meiri-
hluta atkvæða með sér
í vantraustsatkvæða-
greiðslu Íhaldsmanna.
Hins vegar er ljóst að
May nýtur tæpast stuðn-
ings meirihluta þingsins.
Tíðar uppreisnir Íhaldsmanna
Theresa May er ekki fyrsti for sætis
ráðherra Íhaldsflokksins til þess
að þurfa að kljást við vantrausts
atkvæðagreiðslu. Það gerðist til
að mynda í forsetatíð Margaret
Thatcher, hinnar konunnar sem
hefur leitt Íhaldsflokkinn og orðið
forsætisráðherra Bretlands. Þá,
árið 1990, voru reglurnar öðruvísi
og tókst hún beint á við Michael
Heseltine um leiðtogasætið.
Thatcher vann fyrri lotu at
kvæðagreiðslunnar, fékk þó ekki
hreinan meirihluta og því þurfti
að kjósa aftur. Eftir að hafa fengið
þær upplýsingar frá ráðgjöfum
sínum að það stefndi í tap ákvað
hún frekar að segja af sér.
„Það hafa verið sannkölluð for
réttindi að fá að þjóna borgurum
þessa ríkis sem forsætisráðherra.
Þetta hafa verið hamingjurík ár
og ég er afar þakklát því starfs
fólki sem hefur stutt mig á þessari
vegferð. Ég vil einnig þakka öllum
þeim sem hafa sent mér bréf
og fyrir öll blómin sem ég hef
fengið,“ sagði Thatcher er hún
yfirgaf Downingstræti.
Heseltine vann reyndar ekki
kjörið á endanum heldur tók
þáverandi fjármálaráðherra, John
Major, stöðuna. Major var einnig
settur af með atkvæðagreiðslu,
þó ekki formlegri vantrausts
atkvæðagreiðslu. Sá síðasti til þess
að fara í gegnum slíka atkvæða
greiðslu innan flokksins var svo
Iain Duncan Smith, árið 2003, sem
tapaði.
Margaret
thatcher.
1 3 . d e s e M B e r 2 0 1 8 F I M M t U d a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-2
2
0
C
2
1
B
B
-2
0
D
0
2
1
B
B
-1
F
9
4
2
1
B
B
-1
E
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K