Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 42
Þegar þú gerir þér grein fyrir hvenær þú reykir mest og með hverjum áttarðu þig á hvenær þú þarft að vera sérstaklega á verði. Reykbindindi er dæmt til að mistakast ef það er ekki hafið af réttum ástæðum. Mikilvægt er að hafa löngun til að hætta að reykja ef það á að takast. Hvenær reykir þú? Með hverjum reykir þú? Hvenær langar þig mest til að reykja? Skrifaðu niður allar þær spurn- ingar sem þér detta í hug um reyk- ingavenjur þínar. Vertu heiðarleg/ heiðarlegur og svaraðu þeim öllum ítarlega. Þegar þú hefur lokið því muntu sjá greinilegt mynstur. Þú reykir ef til vill mest á morgnana, í vinnu eða þegar þú hefur það notalegt með vinum þínum. Þekking á reykingavenjum er ekki eingöngu ætluð til þess að þú gerir þér grein fyrir hversu mikið þú reykir en getur einnig hjálpað þér til að verða reyklaus fyrir fullt og allt. Hvernig þá? Jú, þegar þú hefur gert þér grein fyrir því hvenær þú reykir mest og með hverjum getur þú áttað þig á hvenær þú þarft að vera sérstaklega á verði gagnvart sjálfri/sjálfum þér í reykleysisferl- inu. Ef þú reykir til dæmis mest á morgnana þarftu auðvitað að gæta þess sérstaklega vel á morgnana að falla ekki. Forðastu erfiðu augnablikin Ef þú reykir venjulega í félagslegu samhengi skaltu undirbúa þig með tilliti til þess og reyna að stinga upp á einhverjum nýjungum sem þið getið gert saman og segðu fólkinu sem þú umgengst að þú óskir þess heitt að hætta að reykja svo að það hjálpi þér áleiðis. Það er ljóst að þú getur ekki forðast allar erfiðar aðstæður. Þess vegna skaltu fyrirfram íhuga hvernig best er að bregðast við þegar þú lendir í slíkum aðstæðum. Ætlar þú í staðinn að drekka glas af vatni, slá grasið, tala í símann eða fara í gönguferð þangað til reyk- ingaþörfin er liðin hjá? Löngun til að hætta er grund- völlur að reykleysi Þú þarft að taka fyrsta skrefið í átt að árangursríku reykleysi. Þú þarft að hafa löngun til þess að hætta ef það á að takast. Reykbindindi er dæmt til að mistakast ef það er ekki hafið af réttum ástæðum. Þú skalt hætta vegna þess að þú hefur ástæðu til þess sem hvetur þig áfram og þegar þú ert búin/búinn að átta þig á því hver hún er ertu komin/kominn vel áleiðis. Skrifaðu niður ástæðurnar og rifjaðu þær upp daglega til þess að halda þér við efnið. Gerðu þér grein fyrir hvað þú ert að takast á við. Þekking er grundvöllur að góðum árangri í reykbindindi og reykleysi verður auðveldara ef þú veist hvenær þú reykir mest og ert í mestri hættu á að falla. Þú skalt íhuga hvernig þú hagar deginum og meta hvaða sígarettum þú átt erfiðast með að sleppa. Ef það er þegar þú drekkur morgunkaffið skaltu breyta morgunvenjum þínum og fara í gönguferð eða vanda sérstaklega til morgunverðarins. Það mun dreifa huganum. Auðveldaðu þér lífið Líkamleg þörf fyrir sígarettu getur verið það sem verður til þess að þú rýfur reykbindindið. Margir falla vegna mikilla frá- hvarfseinkenna. Hér geta vörur sem eru ætlaðar til að slá á þau frá- hvarfseinkenni hjálpað þér og veitt þér þann auka meðbyr sem þú þarft til þess að halda reykbindindið. Undirbúningur er grundvöllur fyrir velgengni í reykbindindi Því miður er bakslag vel þekkt í tengslum við reykbindindi en þú getur minnkað líkur á því með því að skoða vandlega reykingavenjur þínar og hafa góða áætlun á reiðum höndum. REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Ný vefsíða www.Nicotinell.is Nicotin ll 5x10 copy.pdf 1 11.12.2018 13:51 VISSIR ÞÚ? Vissir þú að 20 mínútum eftir síðustu sígarettu byrjar líkaminn að jafna sig og breyting til batnaðar verður á líkamsástandinu? 20 mínútur Blóðþrýstingur og hjartsláttur verður eðlilegur. Hætta á blóðtappa minnkar. 1 sólarhringur Blóðstreymi til húðarinnar verður betra og meiri hiti í tám og fingrum. Lungun byrja að hreinsa sig (hósti getur fylgt). 2 sólarhringar Bragð- og lyktarskyn batnar og líkaminn hefur losað sig við koltvísýring. Þolið er því betra. 3 sólarhringar Slaknar á berkjum og öndun verður auðveldari. 2-12 vikur Blóðrásin fer smám saman batnandi. 3-9 mánuðir Hægir á hrukkumyndun. Öndun verður betri og minni hósti. Aukin frjósemi – auðveldara að geta barn. 1-2 ár Hætta á blóðtappa hefur minnkað um helming. 5-10 ár Hætta á blóðtappa er jafn mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt. 10 ár Hætta á lungnakrabbameini er helmingi minni en hjá þeim sem reykja. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . d e S e M B e R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚtIVISt oG SpoRt 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B A -F 0 A C 2 1 B A -E F 7 0 2 1 B A -E E 3 4 2 1 B A -E C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.